Kári: Vissum alltaf hvar Ronaldo var Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 22:19 Kári í leiknum í kvöld. vísir/getty Kári Árnason, miðvörður Íslands, var ánægður með stig gegn Portúgal í leik liðanna á EM i Frakklandi. Kári hrósaði sérstaklega Hannesi Þór Halldórssyni, markverði, en hann átti afbragðs leik. „Þetta var helvíti erfiður fyrri hálfleikur. Þeir fengu færi til að skora, en Hannes bjargaði okkur í skallanum hjá Nani. Hannes var frábær í dag, ég ætla bara að taka það fram," sagði Kári við fjölmiðlamenn. „Í síðari hálfleik vorum við bara með þetta undir control. Þeir voru ekkert að hóta okkur, en þetta eru frábærir leikmenn og allt það." Mark Íslands í upphafi síðari hálfleiks virtist slá Portúgalana aðeins út af laginu. „Við sögðum fyrir leikinn að við ætluðum að halda okkur við okkar fótbolta þrátt fyrir að þeir myndu skora, en ekki að fara elta leikinn og fá þá annað í bakið." „Við héldum okkur við það plan og skoruðum snemma í síðari hálfleik. Við hefðum alveg getað stolið þessu." Kári og Ragnar náðu mjög vel saman í miðri vörninni og menn eins og Cristiano Ronaldo sáust ekki löngum tímum saman. „Eins og við höfum sýnt þá er það hægara sagt en gert að skora á móti okkur. Þetta var ódýrt mark sem við fengum á okkur og þeir komust upp auðveldlega hægra megin hjá sér." „Ég veit ekki hvort það hafi verið rétt ákvörðun hjá mér að hlaupa út, en mér finnst eins og ég varð að gera. Þetta var "split-second" ákvörðun og ég held að ég geti komið í veg fyrir fyrirgjöfina." „Þar af leiðandi skil ég einn eftir inn í teiginn og við náum ekki færslunni yfir. Þetta er svona tappinn. Fyrir utan það og skallann þá er þetta fáir sénsar sem við fáum á okkur." Hvernig fannst Kára ganga að hemja stórstjörnuna, Ronaldo, í kvöld? „Við erum nátturlega með frábært samstarf ég og Raggi. Við tölum mikið saman og við vissum allan tímann hvar hann var. Hann er nátturlega stórhættulegur inn í teig, en það var komið í veg fyrir flesta krossa og við dekkuðum hann svo bara í teignum," sagði Kári að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður Íslands, var ánægður með stig gegn Portúgal í leik liðanna á EM i Frakklandi. Kári hrósaði sérstaklega Hannesi Þór Halldórssyni, markverði, en hann átti afbragðs leik. „Þetta var helvíti erfiður fyrri hálfleikur. Þeir fengu færi til að skora, en Hannes bjargaði okkur í skallanum hjá Nani. Hannes var frábær í dag, ég ætla bara að taka það fram," sagði Kári við fjölmiðlamenn. „Í síðari hálfleik vorum við bara með þetta undir control. Þeir voru ekkert að hóta okkur, en þetta eru frábærir leikmenn og allt það." Mark Íslands í upphafi síðari hálfleiks virtist slá Portúgalana aðeins út af laginu. „Við sögðum fyrir leikinn að við ætluðum að halda okkur við okkar fótbolta þrátt fyrir að þeir myndu skora, en ekki að fara elta leikinn og fá þá annað í bakið." „Við héldum okkur við það plan og skoruðum snemma í síðari hálfleik. Við hefðum alveg getað stolið þessu." Kári og Ragnar náðu mjög vel saman í miðri vörninni og menn eins og Cristiano Ronaldo sáust ekki löngum tímum saman. „Eins og við höfum sýnt þá er það hægara sagt en gert að skora á móti okkur. Þetta var ódýrt mark sem við fengum á okkur og þeir komust upp auðveldlega hægra megin hjá sér." „Ég veit ekki hvort það hafi verið rétt ákvörðun hjá mér að hlaupa út, en mér finnst eins og ég varð að gera. Þetta var "split-second" ákvörðun og ég held að ég geti komið í veg fyrir fyrirgjöfina." „Þar af leiðandi skil ég einn eftir inn í teiginn og við náum ekki færslunni yfir. Þetta er svona tappinn. Fyrir utan það og skallann þá er þetta fáir sénsar sem við fáum á okkur." Hvernig fannst Kára ganga að hemja stórstjörnuna, Ronaldo, í kvöld? „Við erum nátturlega með frábært samstarf ég og Raggi. Við tölum mikið saman og við vissum allan tímann hvar hann var. Hann er nátturlega stórhættulegur inn í teig, en það var komið í veg fyrir flesta krossa og við dekkuðum hann svo bara í teignum," sagði Kári að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30