Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2016 20:00 Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. Þar með eru báðir sérleyfishóparnir komnir af stað í olíuleitina. Rannsóknarskipið birtist við Gróttu í morgun en til Íslands er það að koma úr níu mánaða leiðangri í Mexíkó-flóa. Skipið heitir Harrier Explorer og er í eigu norska félagsins Seabird Exploration. Skipið lagðist ekki að bryggju heldur kom að sjöbaujunni utan við Engey og fór lóðsbátur til móts við það til að setja tollverði um borð. Einnig þurfti að koma varahlutum í skipið sem og norskum sérfræðingi en hann mun hafa eftirlit með því að bergmálsmælingarnar séu gerðar í samræmi við óskir kaupenda. Við hoppuðum einnig um borð og hittum leiðangursstjórann, Graham Boniwell. „Á skipinu eru tvær áhafnir. Það er tækniáhöfnin sem er vísinda- og könnunarhópurinn, og svo er það áhöfnin sem stjórnar skipinu fyrir okkur. Svo það eru tvær áhafnir um borð, um það bil 30 manns,” sagði leiðangursstjórinn í viðtali við Stöð 2. Þetta er annað rannsóknarskipið á átta mánuðum sem heldur á Drekasvæðið. Síðastliðið haust stóð sérleyfishópur undir forystu kínverska félagsins CNOOC fyrir fjögurra vikna leiðangri þangað. Harrier Explorer er ætlað að afla gagna fyrir hinn sérleyfishópinn, sem er undir forystu kanadíska félagsins Ithaca og þar með eru báðir hóparnir komnir af stað í olíuleitina. Leiðangursstjórinn Graham Boniwell var spurður í fréttum Stöðvar 2 hvernig hann mæti líkurnar á því að olía fyndist á Drekasvæðinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Að Ísland verði olíuframleiðsluríki er eflaust fjarlæg hugsun hjá mörgum. Skip sem þetta er hins vegar ótvíræð vísbending um að þetta er raunverulegur möguleiki, sem er að færast nær. Þeir sem hætta mörghundruð milljónum króna af peningunum sínum í leiðangra á Drekasvæðið gera slíkt varla nema þeir telji vinningslíkurnar verulegar. En hvernig metur leiðangursstjórinn á Harrier Explorer líkurnar á olíufundi á Drekasvæðinu? „Það er alltaf möguleiki en við erum bara fyrsti könnunarhópurinn. Við skráum bara gögnin, sendum þau í land og svo segja þeir sem túlka þau okkur hver árangurinn var. Svo það má segja að við tökum myndirnar, sendum þær í land til sérfræðinganna og þeir geta sagt okkur hvort þetta heppnaðist eða ekki,” svaraði Graham Boniwell. Áætlað er að leiðangurinn taki alls tvær til þrjár vikur. Frá Drekasvæðinu heldur skipið til Stafangurs í Noregi til verkefna í Norðursjó. Orkustofnun gaf út leyfi fyrir rannsókn Seabird Exploration þann 20. maí síðastliðinn. Leyfið má sjá hér. Sérleyfin tvö sem eru í gildi til olíuleitar og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Harrier Explorer rannsakar svæðið nyrst, sem nær að lögsögumörkunum við Jan Mayen. Ithaca á 56% hlut í leyfinu. Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45 Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00 Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC áformar að hefja boranir eftir fjögur ár. 25. apríl 2016 18:45 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Sjá meira
Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. Þar með eru báðir sérleyfishóparnir komnir af stað í olíuleitina. Rannsóknarskipið birtist við Gróttu í morgun en til Íslands er það að koma úr níu mánaða leiðangri í Mexíkó-flóa. Skipið heitir Harrier Explorer og er í eigu norska félagsins Seabird Exploration. Skipið lagðist ekki að bryggju heldur kom að sjöbaujunni utan við Engey og fór lóðsbátur til móts við það til að setja tollverði um borð. Einnig þurfti að koma varahlutum í skipið sem og norskum sérfræðingi en hann mun hafa eftirlit með því að bergmálsmælingarnar séu gerðar í samræmi við óskir kaupenda. Við hoppuðum einnig um borð og hittum leiðangursstjórann, Graham Boniwell. „Á skipinu eru tvær áhafnir. Það er tækniáhöfnin sem er vísinda- og könnunarhópurinn, og svo er það áhöfnin sem stjórnar skipinu fyrir okkur. Svo það eru tvær áhafnir um borð, um það bil 30 manns,” sagði leiðangursstjórinn í viðtali við Stöð 2. Þetta er annað rannsóknarskipið á átta mánuðum sem heldur á Drekasvæðið. Síðastliðið haust stóð sérleyfishópur undir forystu kínverska félagsins CNOOC fyrir fjögurra vikna leiðangri þangað. Harrier Explorer er ætlað að afla gagna fyrir hinn sérleyfishópinn, sem er undir forystu kanadíska félagsins Ithaca og þar með eru báðir hóparnir komnir af stað í olíuleitina. Leiðangursstjórinn Graham Boniwell var spurður í fréttum Stöðvar 2 hvernig hann mæti líkurnar á því að olía fyndist á Drekasvæðinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Að Ísland verði olíuframleiðsluríki er eflaust fjarlæg hugsun hjá mörgum. Skip sem þetta er hins vegar ótvíræð vísbending um að þetta er raunverulegur möguleiki, sem er að færast nær. Þeir sem hætta mörghundruð milljónum króna af peningunum sínum í leiðangra á Drekasvæðið gera slíkt varla nema þeir telji vinningslíkurnar verulegar. En hvernig metur leiðangursstjórinn á Harrier Explorer líkurnar á olíufundi á Drekasvæðinu? „Það er alltaf möguleiki en við erum bara fyrsti könnunarhópurinn. Við skráum bara gögnin, sendum þau í land og svo segja þeir sem túlka þau okkur hver árangurinn var. Svo það má segja að við tökum myndirnar, sendum þær í land til sérfræðinganna og þeir geta sagt okkur hvort þetta heppnaðist eða ekki,” svaraði Graham Boniwell. Áætlað er að leiðangurinn taki alls tvær til þrjár vikur. Frá Drekasvæðinu heldur skipið til Stafangurs í Noregi til verkefna í Norðursjó. Orkustofnun gaf út leyfi fyrir rannsókn Seabird Exploration þann 20. maí síðastliðinn. Leyfið má sjá hér. Sérleyfin tvö sem eru í gildi til olíuleitar og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Harrier Explorer rannsakar svæðið nyrst, sem nær að lögsögumörkunum við Jan Mayen. Ithaca á 56% hlut í leyfinu.
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45 Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00 Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC áformar að hefja boranir eftir fjögur ár. 25. apríl 2016 18:45 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Sjá meira
Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45
Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00
Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC áformar að hefja boranir eftir fjögur ár. 25. apríl 2016 18:45
Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45