Rannsóknarleiðangri á Drekasvæðið lokið Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júní 2016 17:00 Rannsóknaskipið Harrier Explorer kom við á ytri höfninni í Reykjavík þann 12. júní síðastliðinn áður en það hélt á Drekasvæðið. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Olíurannsóknarskipið Harrier Explorer er nú á leið til Stavanger í Noregi eftir tveggja vikna leiðangur á Jan Mayen-hryggnum. Skipið safnaði upplýsingum um jarðlög undir Drekasvæðinu með tvívíðum bergmálsmælingum fyrir kanadíska olíufélagið Ithaca, en það er í forystu fyrir öðru sérleyfinu, sem er í gildi til olíuvinnslu á íslenska landgrunninu. Þetta var annar rannsóknarleiðangurinn á níu mánuðum sem sérleyfishafar senda á Drekasvæðið. Síðastliðið haust fór rannsóknarskipið Oceanic Challenger þangað á vegum hins sérleyfishópsins, sem kínverska félagið CNOOC fer fyrir. Sá leiðangur stóð í fjórar vikur enda er leitarsvæði þess 2-3 sinnum stærra. Nú tekur við margra mánaða úrvinnslutími þar sem jarðvísindamenn Ithaca rýna í gögnin í leit að merkjum um kolvetni. Reynist niðurstöðurnar neikvæðar má gera ráð fyrir að leyfi verði skilað inn til íslenskra stjórnvalda. Reynist þær á hinn bóginn jákvæðar tekur við næsta skref olíuleitarinnar, þrívíðar bergmálsmælingar, til að kortleggja líklegar olíulindir með nákvæmari hætti, áður en ákvörðun verður tekin um boranir. Búist er við að CNOOC-hópurinn taki ákvörðun í haust um framhaldið. Þá munu væntanlega liggja fyrir niðurstöður leiðangursins í fyrrahaust. Fulltrúar þess hóps hafa skýrt frá því að þeir stefni að borun fyrstu holunnar árið 2020, að því gefnu að hljóðbylgjumælingarnar gefi fyrirheit um nægilegar kolvetnisauðlindir sem staðið geti undir vinnslu. Tengdar fréttir Hætta olíuleit við Færeyjar Olíuleit hefur verið hætt við Færeyjar, að minnsta kosti í bili, eftir að síðasta olíufélagið skilaði inn leitarleyfi sínu. 15. júní 2016 21:30 Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. 12. júní 2016 20:00 Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC áformar að hefja boranir eftir fjögur ár. 25. apríl 2016 18:45 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Olíurannsóknarskipið Harrier Explorer er nú á leið til Stavanger í Noregi eftir tveggja vikna leiðangur á Jan Mayen-hryggnum. Skipið safnaði upplýsingum um jarðlög undir Drekasvæðinu með tvívíðum bergmálsmælingum fyrir kanadíska olíufélagið Ithaca, en það er í forystu fyrir öðru sérleyfinu, sem er í gildi til olíuvinnslu á íslenska landgrunninu. Þetta var annar rannsóknarleiðangurinn á níu mánuðum sem sérleyfishafar senda á Drekasvæðið. Síðastliðið haust fór rannsóknarskipið Oceanic Challenger þangað á vegum hins sérleyfishópsins, sem kínverska félagið CNOOC fer fyrir. Sá leiðangur stóð í fjórar vikur enda er leitarsvæði þess 2-3 sinnum stærra. Nú tekur við margra mánaða úrvinnslutími þar sem jarðvísindamenn Ithaca rýna í gögnin í leit að merkjum um kolvetni. Reynist niðurstöðurnar neikvæðar má gera ráð fyrir að leyfi verði skilað inn til íslenskra stjórnvalda. Reynist þær á hinn bóginn jákvæðar tekur við næsta skref olíuleitarinnar, þrívíðar bergmálsmælingar, til að kortleggja líklegar olíulindir með nákvæmari hætti, áður en ákvörðun verður tekin um boranir. Búist er við að CNOOC-hópurinn taki ákvörðun í haust um framhaldið. Þá munu væntanlega liggja fyrir niðurstöður leiðangursins í fyrrahaust. Fulltrúar þess hóps hafa skýrt frá því að þeir stefni að borun fyrstu holunnar árið 2020, að því gefnu að hljóðbylgjumælingarnar gefi fyrirheit um nægilegar kolvetnisauðlindir sem staðið geti undir vinnslu.
Tengdar fréttir Hætta olíuleit við Færeyjar Olíuleit hefur verið hætt við Færeyjar, að minnsta kosti í bili, eftir að síðasta olíufélagið skilaði inn leitarleyfi sínu. 15. júní 2016 21:30 Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. 12. júní 2016 20:00 Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC áformar að hefja boranir eftir fjögur ár. 25. apríl 2016 18:45 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Hætta olíuleit við Færeyjar Olíuleit hefur verið hætt við Færeyjar, að minnsta kosti í bili, eftir að síðasta olíufélagið skilaði inn leitarleyfi sínu. 15. júní 2016 21:30
Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. 12. júní 2016 20:00
Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC áformar að hefja boranir eftir fjögur ár. 25. apríl 2016 18:45
Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45