Nýr forseti Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 27. júní 2016 07:00 Þjóðin hefur kosið sér nýjan forseta. Kjör Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings á laugardag kom raunar lítið á óvart. Allar skoðanakannanir höfðu gefið til kynna stórsigur hans margar vikur í röð, þrátt fyrir að fylgið við hann hafi dalað örlítið síðustu vikur fyrir kosningarnar. Að lokum hlaut hann tæp 40 prósent atkvæða. Raunar var það einnig viðbúið. Fylgið við Guðna mældist í hæstu hæðum eftir að hann tilkynnti um framboð sitt og fékk hann mest tæplega 70 prósenta fylgi í könnunum sem var ávallt óraunhæft. Kosningabaráttan spilaðist því þannig að strax frá því nýkjörinn forseti tilkynnti um framboð sitt hafði hann öllu að tapa. Í slíkri stöðu er ekki óeðlilegt að menn fari í svolitla vörn og passi sig á að fæla ekki frá sér stuðningsmenn með ítarlegum útlistunum á málefnum og ágreiningsefnum. Sem síðan leiddi til þess að lítið sást af persónutöfrum frambjóðandans og þeirri ástríðu sem áður hafði sést að hann býr yfir. Eilítið litleysi gerði vart við sig. Í því andrúmslofti var það Halla Tómasdóttir sem sótti mest á Guðna. Árangur Höllu er glæsilegur og eftirtektarverður en hún endaði með tæplega 28 prósenta fylgi. Tæpri viku fyrir kosningar hafði hún tekið tíu prósenta stökk í skoðanakönnunum á aðeins einni viku sem hún síðan endurtók síðustu vikuna í baráttunni. Óvíst er hvort hún hefði náð að sigla fram úr Guðna hefði kosningabaráttan verið lengri. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að Halla hafi toppað á nákvæmlega réttum tíma. Hún hafi farið óáreitt í gegnum kosningabaráttuna þar sem aðrir frambjóðendur litu ekki á hana sem keppninaut og fjölmiðlar ekki krafið hana svara um feril sinn eins og gert sé þegar fólki á möguleika á kjöri. „Hefði kjörið verið seinna, þá hefði hún þurft að sæta meiri gagnrýni,“ segir Eiríkur. Með stærri fréttum þessara kosninga, þrátt fyrir að með þeim hafi sjötti forseti lýðveldisins verið kosinn og sá yngsti, er samt sem áður slæmt gengi fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra; einhvers ástsælasta formanns Sjálfstæðisflokksins. Davíð Oddsson varð í fjórða sæti með 13,7 prósent atkvæða. Þegar hann fyrst bauð sig fram bjuggust margir við að Davíð fengi meiri meðbyr, sérstaklega eftir að sitjandi forseti hætti við sitt framboð. En svo virðist sem Davíð og stuðningsmenn hans hafi lesið stöðuna alrangt, auk þess sem kosningabarátta hans var mikið til með neikvæðum blæ, eitthvað sem ekki átti upp á pallborðið hjá kjósendum. Ljóst er að kallað var eftir breytingum, nýjum tímum og nýrri kynslóð við stjórnvölin. En nú liggur niðurstaðan fyrir og réttast að þjóðin sameinist að baki nýjum forseta. Guðni hefur verið nokkuð óumdeildur og mun að öllum líkindum sinna starfinu vel. En það vekur óneitanlega athygli að hann hlýtur kosningu án þess að fá meirihluta fylgis. Aðeins Vigdís Finnbogadóttir hefur fengið lægra hlutfall atkvæða eða þriðjung. Enn viðrar sig sú spurning hvort ekki sé rétt að hafa forsetakosningar í tveimur umferðum líkt og þekkist víða annars staðar þannig að forsetinn hafi ávallt meirihluta þjóðarinnar að baki sér.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðin hefur kosið sér nýjan forseta. Kjör Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings á laugardag kom raunar lítið á óvart. Allar skoðanakannanir höfðu gefið til kynna stórsigur hans margar vikur í röð, þrátt fyrir að fylgið við hann hafi dalað örlítið síðustu vikur fyrir kosningarnar. Að lokum hlaut hann tæp 40 prósent atkvæða. Raunar var það einnig viðbúið. Fylgið við Guðna mældist í hæstu hæðum eftir að hann tilkynnti um framboð sitt og fékk hann mest tæplega 70 prósenta fylgi í könnunum sem var ávallt óraunhæft. Kosningabaráttan spilaðist því þannig að strax frá því nýkjörinn forseti tilkynnti um framboð sitt hafði hann öllu að tapa. Í slíkri stöðu er ekki óeðlilegt að menn fari í svolitla vörn og passi sig á að fæla ekki frá sér stuðningsmenn með ítarlegum útlistunum á málefnum og ágreiningsefnum. Sem síðan leiddi til þess að lítið sást af persónutöfrum frambjóðandans og þeirri ástríðu sem áður hafði sést að hann býr yfir. Eilítið litleysi gerði vart við sig. Í því andrúmslofti var það Halla Tómasdóttir sem sótti mest á Guðna. Árangur Höllu er glæsilegur og eftirtektarverður en hún endaði með tæplega 28 prósenta fylgi. Tæpri viku fyrir kosningar hafði hún tekið tíu prósenta stökk í skoðanakönnunum á aðeins einni viku sem hún síðan endurtók síðustu vikuna í baráttunni. Óvíst er hvort hún hefði náð að sigla fram úr Guðna hefði kosningabaráttan verið lengri. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að Halla hafi toppað á nákvæmlega réttum tíma. Hún hafi farið óáreitt í gegnum kosningabaráttuna þar sem aðrir frambjóðendur litu ekki á hana sem keppninaut og fjölmiðlar ekki krafið hana svara um feril sinn eins og gert sé þegar fólki á möguleika á kjöri. „Hefði kjörið verið seinna, þá hefði hún þurft að sæta meiri gagnrýni,“ segir Eiríkur. Með stærri fréttum þessara kosninga, þrátt fyrir að með þeim hafi sjötti forseti lýðveldisins verið kosinn og sá yngsti, er samt sem áður slæmt gengi fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra; einhvers ástsælasta formanns Sjálfstæðisflokksins. Davíð Oddsson varð í fjórða sæti með 13,7 prósent atkvæða. Þegar hann fyrst bauð sig fram bjuggust margir við að Davíð fengi meiri meðbyr, sérstaklega eftir að sitjandi forseti hætti við sitt framboð. En svo virðist sem Davíð og stuðningsmenn hans hafi lesið stöðuna alrangt, auk þess sem kosningabarátta hans var mikið til með neikvæðum blæ, eitthvað sem ekki átti upp á pallborðið hjá kjósendum. Ljóst er að kallað var eftir breytingum, nýjum tímum og nýrri kynslóð við stjórnvölin. En nú liggur niðurstaðan fyrir og réttast að þjóðin sameinist að baki nýjum forseta. Guðni hefur verið nokkuð óumdeildur og mun að öllum líkindum sinna starfinu vel. En það vekur óneitanlega athygli að hann hlýtur kosningu án þess að fá meirihluta fylgis. Aðeins Vigdís Finnbogadóttir hefur fengið lægra hlutfall atkvæða eða þriðjung. Enn viðrar sig sú spurning hvort ekki sé rétt að hafa forsetakosningar í tveimur umferðum líkt og þekkist víða annars staðar þannig að forsetinn hafi ávallt meirihluta þjóðarinnar að baki sér.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar