Lokatölur úr forsetakosningunum liggja ekki fyrir en ljóst er þó að Guðni Th. Jóhannesson verður næsti forseti Íslands. Þegar þetta er skrifað er Andri Snær með 14 prósent atkvæða sem þýðir að hann skipar þriðja sætið.
Hanna Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, leit við í Iðnó í kvöld og tók nokkrar myndir, sem sjá má hér fyrir neðan.






