Furðufréttir úr ferðamannabransanum Jakob Bjarnar skrifar 8. júlí 2016 14:21 Líkast til er það til marks um það að ýmislegt má betur fara í ferðamálum að ferðalangar tjalda hingað og þangað og útum allt. Þarna við Þotuhreiður Magnúsar Tómassonar við Leifsstöð. Þessi mynd var tekin fyrir þremur dögum. Mynd/Jón Ekki er ofsagt að nú ríki gullæði í ferðamannageiranum. Hingað streyma túristarnir sem aldrei fyrr, 1,7 milljón er talan sem nefnd er um áætlaðan fjölda þeirra sem hingað koma í ár. Vaxtarverkir eru óhjákvæmilegir og viðbúið að fólk á framandi slóðum bregðist við aðstæðum á frumlegan hátt. Og þá hlæja hinir innfæddu dátt. Vísir ætlar í tilefni helgarinnar að tæpa á nokkrum furðufréttum af gjörðum ferðamanna sem stungið hafa í stúf. Upprifjunin er langt í frá tæmandi en atvikin lýsa kostulegum, grátbroslegum og jafnvel óhugnanlegum uppákomum.Veifuðu sprellanum framan í árrisula Egilsstaðabúa Ýmsir lesendur Vísis ráku upp stór augu í dag þegar þeir sáu greint frá atferli Frakka nokkra, sem voru býsna frjálslegir í fasi. Þeir gerðu sér lítið fyrir og spúluðu sig sjálfa á bílaþvottastöð á Egilsstöðum.Þeir voru frjálslegir í fasi Frakkarnir á Egilsstöðum nú í morgun.mynd: Garðar Valur Hallfreðsson„Það var einhver sem var að veita þeim eitthvað tiltal,“ segir Garðar Valur Hallfreðsson íbúi á Egilsstöðum sem fylgdist með ósköpunum úr fjarlægð. Ferðamennirnir brugðust ekki vel við gagnrýninni. „Annar þeirra hoppaði bara upp á steypuklumpinn og veifaði sprellanum framan í þá, og öskraði eitthvað á þá á frönsku held ég.“ Garðar segist enn vera að átta sig á því að þetta hafi gerst og samstarfsfólk hans hafi hlegið mikið í morgun. „Ég þurfti alveg að nudda augun, ég átti ekki von á þessu.“Nakinn sonur í kuldakasti og sjálfhelduFrétt frá í fyrra, í september nánar tiltekið, vakti furðu og jafnvel óhug. Víkur sögunni til Þingvalla en þar var Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum, á ferð einu sinni sem oftar, við Flosagjá, og heyrði þá hljóð sem benti til þess að eitthvað hefði dottið í gjánna.Fjölskyldan hló að hremmingum sonarins og áttaði sig greinilega engan veginn á alvarleika málsins.Mynd: Einar Ásgeir SæmundssonEinar var á ferli við Flosagjá í gær þegar hann heyrði hljóð eins og eitthvað hefði dottið út í gjána. Kom hann að gjánni þar sem bandarísk fjölskylda hafði hvatt yngsta fjölskyldumeðliminn til þess að stökkva nakinn út í. „Þegar ég kom þarna að var greinilegt að foreldrarnir áttuðu sig ekki á því hve kalt vatnið væri og aðstæður alvarlegar,“ sagði Einar Ásgeir en gjáin er um sex til sjö metra há og mjög djúp. „Hann fékk strax algert kuldasjokk og synti beint að klettavegnum og prílaði úr vatninu og var í sjokki og sjálfheldu á lítilli syllu,“ segir Einar Ásgeir. Meðan á því stóð var fjölskyldan í hláturskasti og hvatti son sinn áfram. Þarna lá við að illa færi.Am I doing something wrong?Annað atvik sem er skondið, en alvarlegt í senn, er þegar Arngrímur Hermannsson hjá fyrirtækinu Ice Explorer var á Langjökli og hitti þar fyrir fimm manna fjölskyldu sem var í bíltúr á jöklinum. Þetta var í ágúst 2014.Fjölskyldan ákvað að bregða sér í bíltúr uppá Langjökul.Mynd: Arngrímur„Ég keyrði beint í flasið á þeim, skrúfaði niður rúðuna og spurði ökumann bílsins hvað hann væri nú að gera?“ segir Arngrímur blaðamanni Vísis. „Am I doing something wrong?“ spurði hinn þá á móti. Arngrímur reyndi að útskýra fyrir ferðamönnunum að þarna væru hættulegar aðstæður sem þeir væru í þann mund að koma sér í.Skítabisness Margir hafa fengið nóg af fjölda fregna af afleiðingum þess að salernisaðstöðu fyrir ferðamenn er ábótavant á Íslandi. Þeim sem starfa innan greinarinnar er beinlínis orðin það raun að lesa slíkar fréttir, finnst sennilega þetta vont uppá alla ímynd og hefur það gengið svo langt að í umræðuhópi á Facebook, þar sem ferðamál eru rædd, Baklandi ferðaþjónustunnar, hefur slík umræða verið gerð útlæg.Konan taldi í lagi að láta gossa, fuglarnir myndu hvort sem er éta þetta.visir/pjeturEn, hjá þessu verður vart litið í samantekt af þessu tagi og tvær nefndar af handahófi. Í júlí í fyrra stóðu tvær konur ferðamenn á Húsavík að kúka á Hafnarstéttina í bænum. Um tvo stálpaða krakka var að ræða en móðir þeirra stóð yfir þeim og skeindi. Hafnarstéttin er fyrir þá sem ekki þekkja til á Húsavík gata við höfnina á Húsavík, samkomustaður Húsvíkinga og ekki úr alfaraleið. „Ég var svo kjaftstopp en spurði þau hvort þau notuðu ekki klósett? Þá varð hún voða flóttaleg og spurði hvort að það væru yfirhöfuð einhver klósett hérna. Ég svaraði því að hún gæti fundið klósett hérna út um allt.“ Konurnar reyndu að koma fólkinu í skilning um að þetta væri mjög dónaleg hegðun. „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta,“ segir Kristín Þorbergsdóttir forviða.Að gefa skít í þjóðskáldinJú, kúk og pissbandarar bera ekki vott um þróaða kímnigáfu. En, svona er þetta nú samt. Þeir sem búa á landsbyggðinni og við vinsæla ferðamannastaði segjast þurfa að vaða mannaskítinn í ökkla í öllum lautum, klósettpappír er út um allt.Þessi var nú aðeins að skoða sig um og mynda á þeim slóðum sem margir nýta til að svara kalli náttúrunnar. Kannski velti hann fyrir sér salernispappírnum undir trénu?Visir/pjeturOg flestum landsmönnum var illilega brugðið, í júlí í fyrra, þegar spurðist að ferðamenn hafi gengið örna sinna aftan við Þingvallakirkju, í þjóðargrafreitinn þar sem Jónas og Einar Ben hvíla; þeir gáfu skít í þjóðskáldin í orðsins fyllstu merkingu. „Þetta er vanhelgun og vanvirðing við allt og alla. Svona hagar siðmenntað fólk sér ekki,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og formaður Þingvallanefndar, um áðurnefnda stöðu við þjóðargrafreitinn.Að tjalda á miðjum vegiÞá var ýmsum brugðið við fréttir sem birtust í síðasta mánuði, af ferðalöngum sem gerðu sér lítið fyrir og tjölduðu á miðjum vegi. Að því er virtist.Tjölduðu úti á miðjum vegi, en ekki er alveg allt sem sýnist.Ferðalangar sem áttu leið um Bröttubrekku fyrir vestan komu að bíl sem lagt var á veginn og þegar þeir nálguðust mátti sjá að tjaldað hafði verið við hlið bifreiðarinnar og ferðamenn þar í fasta svefni. En, líkt og mynd segir meira en þúsund orð, þá má blekkja með linsunni. Seinna kom á daginn að bíllinn og tjaldið voru í raun á útskotsvegi við Vestfjarðarveg, en tjaldstæðið hlýtur að teljast frumlegt eftir sem áður, þó ekki hafi það valdið hættu.Noel okkar allraVísir greindi frá ævintýrum Noels Santillian, 28 ára gömlum Bandaríkjamanni frá New Jersey, í upphafi þessa árs. Hann lenti óvart á Siglufirði en átti pantað hótelherbergi í Reykjavík. Þar skipti eitt lítið „r“ sköpum. Santillian átti pantað hótelherbergi á Hótel Frón við Laugaveg. Hann stimplaði inn á GPS-tæki bílsins þær upplýsingar sem fyrir lágu, Hótel Frón við LaugaRveg og hlýddi tækinu.Eftir að hafa villst um landið þvert og endilangt vann Noel hug og hjörtu þjóðarinnar.Noel, sem reyndist afskaplega geðþekkur ungur maður, vann hug og hjörtu landsmanna og var honum tekið með kostum og kynjum í kjölfar þess að villast alla þessa leið, hvar sem hann fór. Hann gerðist í kjölfarið Íslandsvinur í orðins fyllstu merkingu, og síðustu fréttir herma að hann geti ekki beðið þess að komast aftur til Íslands.Þórsmörk í BorgarfirðiVísir hefur einnig sagt af öðrum ferðamönnum sem villtust af leið. Þetta var í maí á þessu ári. Sérlega skemmtileg er frásögnin af bandaríska parinu sem ætlaði sér að upplifa náttúruparadísina Þórsmörk – einstök náttúruperla á heimsvísu.Allt er gott sem endar vel. Þórsmörkin þar sem þau lentu var ekki alveg eins og upp var lagt með, en góð fyrir sinn hatt.MYND/ÞÓRARINN SVAVARSSONÞau treystu GPS-tæki sínu en þannig er að eitt túnanna við Skálpstaði II í Borgarfirði heitir Þórsmörk. Allir sjá hvert þetta er að fara en frásögnin af því hvernig það nafn er til komið er alveg þess virði að lesa. Allt er gott sem endar vel, bandaríska parinu var tekið með kostum og kynjum þegar þau bönkuðu uppá og var þeim boðið í grillveislu og allir skemmtu sér konunglega. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Ekki er ofsagt að nú ríki gullæði í ferðamannageiranum. Hingað streyma túristarnir sem aldrei fyrr, 1,7 milljón er talan sem nefnd er um áætlaðan fjölda þeirra sem hingað koma í ár. Vaxtarverkir eru óhjákvæmilegir og viðbúið að fólk á framandi slóðum bregðist við aðstæðum á frumlegan hátt. Og þá hlæja hinir innfæddu dátt. Vísir ætlar í tilefni helgarinnar að tæpa á nokkrum furðufréttum af gjörðum ferðamanna sem stungið hafa í stúf. Upprifjunin er langt í frá tæmandi en atvikin lýsa kostulegum, grátbroslegum og jafnvel óhugnanlegum uppákomum.Veifuðu sprellanum framan í árrisula Egilsstaðabúa Ýmsir lesendur Vísis ráku upp stór augu í dag þegar þeir sáu greint frá atferli Frakka nokkra, sem voru býsna frjálslegir í fasi. Þeir gerðu sér lítið fyrir og spúluðu sig sjálfa á bílaþvottastöð á Egilsstöðum.Þeir voru frjálslegir í fasi Frakkarnir á Egilsstöðum nú í morgun.mynd: Garðar Valur Hallfreðsson„Það var einhver sem var að veita þeim eitthvað tiltal,“ segir Garðar Valur Hallfreðsson íbúi á Egilsstöðum sem fylgdist með ósköpunum úr fjarlægð. Ferðamennirnir brugðust ekki vel við gagnrýninni. „Annar þeirra hoppaði bara upp á steypuklumpinn og veifaði sprellanum framan í þá, og öskraði eitthvað á þá á frönsku held ég.“ Garðar segist enn vera að átta sig á því að þetta hafi gerst og samstarfsfólk hans hafi hlegið mikið í morgun. „Ég þurfti alveg að nudda augun, ég átti ekki von á þessu.“Nakinn sonur í kuldakasti og sjálfhelduFrétt frá í fyrra, í september nánar tiltekið, vakti furðu og jafnvel óhug. Víkur sögunni til Þingvalla en þar var Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum, á ferð einu sinni sem oftar, við Flosagjá, og heyrði þá hljóð sem benti til þess að eitthvað hefði dottið í gjánna.Fjölskyldan hló að hremmingum sonarins og áttaði sig greinilega engan veginn á alvarleika málsins.Mynd: Einar Ásgeir SæmundssonEinar var á ferli við Flosagjá í gær þegar hann heyrði hljóð eins og eitthvað hefði dottið út í gjána. Kom hann að gjánni þar sem bandarísk fjölskylda hafði hvatt yngsta fjölskyldumeðliminn til þess að stökkva nakinn út í. „Þegar ég kom þarna að var greinilegt að foreldrarnir áttuðu sig ekki á því hve kalt vatnið væri og aðstæður alvarlegar,“ sagði Einar Ásgeir en gjáin er um sex til sjö metra há og mjög djúp. „Hann fékk strax algert kuldasjokk og synti beint að klettavegnum og prílaði úr vatninu og var í sjokki og sjálfheldu á lítilli syllu,“ segir Einar Ásgeir. Meðan á því stóð var fjölskyldan í hláturskasti og hvatti son sinn áfram. Þarna lá við að illa færi.Am I doing something wrong?Annað atvik sem er skondið, en alvarlegt í senn, er þegar Arngrímur Hermannsson hjá fyrirtækinu Ice Explorer var á Langjökli og hitti þar fyrir fimm manna fjölskyldu sem var í bíltúr á jöklinum. Þetta var í ágúst 2014.Fjölskyldan ákvað að bregða sér í bíltúr uppá Langjökul.Mynd: Arngrímur„Ég keyrði beint í flasið á þeim, skrúfaði niður rúðuna og spurði ökumann bílsins hvað hann væri nú að gera?“ segir Arngrímur blaðamanni Vísis. „Am I doing something wrong?“ spurði hinn þá á móti. Arngrímur reyndi að útskýra fyrir ferðamönnunum að þarna væru hættulegar aðstæður sem þeir væru í þann mund að koma sér í.Skítabisness Margir hafa fengið nóg af fjölda fregna af afleiðingum þess að salernisaðstöðu fyrir ferðamenn er ábótavant á Íslandi. Þeim sem starfa innan greinarinnar er beinlínis orðin það raun að lesa slíkar fréttir, finnst sennilega þetta vont uppá alla ímynd og hefur það gengið svo langt að í umræðuhópi á Facebook, þar sem ferðamál eru rædd, Baklandi ferðaþjónustunnar, hefur slík umræða verið gerð útlæg.Konan taldi í lagi að láta gossa, fuglarnir myndu hvort sem er éta þetta.visir/pjeturEn, hjá þessu verður vart litið í samantekt af þessu tagi og tvær nefndar af handahófi. Í júlí í fyrra stóðu tvær konur ferðamenn á Húsavík að kúka á Hafnarstéttina í bænum. Um tvo stálpaða krakka var að ræða en móðir þeirra stóð yfir þeim og skeindi. Hafnarstéttin er fyrir þá sem ekki þekkja til á Húsavík gata við höfnina á Húsavík, samkomustaður Húsvíkinga og ekki úr alfaraleið. „Ég var svo kjaftstopp en spurði þau hvort þau notuðu ekki klósett? Þá varð hún voða flóttaleg og spurði hvort að það væru yfirhöfuð einhver klósett hérna. Ég svaraði því að hún gæti fundið klósett hérna út um allt.“ Konurnar reyndu að koma fólkinu í skilning um að þetta væri mjög dónaleg hegðun. „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta,“ segir Kristín Þorbergsdóttir forviða.Að gefa skít í þjóðskáldinJú, kúk og pissbandarar bera ekki vott um þróaða kímnigáfu. En, svona er þetta nú samt. Þeir sem búa á landsbyggðinni og við vinsæla ferðamannastaði segjast þurfa að vaða mannaskítinn í ökkla í öllum lautum, klósettpappír er út um allt.Þessi var nú aðeins að skoða sig um og mynda á þeim slóðum sem margir nýta til að svara kalli náttúrunnar. Kannski velti hann fyrir sér salernispappírnum undir trénu?Visir/pjeturOg flestum landsmönnum var illilega brugðið, í júlí í fyrra, þegar spurðist að ferðamenn hafi gengið örna sinna aftan við Þingvallakirkju, í þjóðargrafreitinn þar sem Jónas og Einar Ben hvíla; þeir gáfu skít í þjóðskáldin í orðsins fyllstu merkingu. „Þetta er vanhelgun og vanvirðing við allt og alla. Svona hagar siðmenntað fólk sér ekki,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og formaður Þingvallanefndar, um áðurnefnda stöðu við þjóðargrafreitinn.Að tjalda á miðjum vegiÞá var ýmsum brugðið við fréttir sem birtust í síðasta mánuði, af ferðalöngum sem gerðu sér lítið fyrir og tjölduðu á miðjum vegi. Að því er virtist.Tjölduðu úti á miðjum vegi, en ekki er alveg allt sem sýnist.Ferðalangar sem áttu leið um Bröttubrekku fyrir vestan komu að bíl sem lagt var á veginn og þegar þeir nálguðust mátti sjá að tjaldað hafði verið við hlið bifreiðarinnar og ferðamenn þar í fasta svefni. En, líkt og mynd segir meira en þúsund orð, þá má blekkja með linsunni. Seinna kom á daginn að bíllinn og tjaldið voru í raun á útskotsvegi við Vestfjarðarveg, en tjaldstæðið hlýtur að teljast frumlegt eftir sem áður, þó ekki hafi það valdið hættu.Noel okkar allraVísir greindi frá ævintýrum Noels Santillian, 28 ára gömlum Bandaríkjamanni frá New Jersey, í upphafi þessa árs. Hann lenti óvart á Siglufirði en átti pantað hótelherbergi í Reykjavík. Þar skipti eitt lítið „r“ sköpum. Santillian átti pantað hótelherbergi á Hótel Frón við Laugaveg. Hann stimplaði inn á GPS-tæki bílsins þær upplýsingar sem fyrir lágu, Hótel Frón við LaugaRveg og hlýddi tækinu.Eftir að hafa villst um landið þvert og endilangt vann Noel hug og hjörtu þjóðarinnar.Noel, sem reyndist afskaplega geðþekkur ungur maður, vann hug og hjörtu landsmanna og var honum tekið með kostum og kynjum í kjölfar þess að villast alla þessa leið, hvar sem hann fór. Hann gerðist í kjölfarið Íslandsvinur í orðins fyllstu merkingu, og síðustu fréttir herma að hann geti ekki beðið þess að komast aftur til Íslands.Þórsmörk í BorgarfirðiVísir hefur einnig sagt af öðrum ferðamönnum sem villtust af leið. Þetta var í maí á þessu ári. Sérlega skemmtileg er frásögnin af bandaríska parinu sem ætlaði sér að upplifa náttúruparadísina Þórsmörk – einstök náttúruperla á heimsvísu.Allt er gott sem endar vel. Þórsmörkin þar sem þau lentu var ekki alveg eins og upp var lagt með, en góð fyrir sinn hatt.MYND/ÞÓRARINN SVAVARSSONÞau treystu GPS-tæki sínu en þannig er að eitt túnanna við Skálpstaði II í Borgarfirði heitir Þórsmörk. Allir sjá hvert þetta er að fara en frásögnin af því hvernig það nafn er til komið er alveg þess virði að lesa. Allt er gott sem endar vel, bandaríska parinu var tekið með kostum og kynjum þegar þau bönkuðu uppá og var þeim boðið í grillveislu og allir skemmtu sér konunglega.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira