Hver verður varaforsetaefni Hillary Clinton? Birgir Örn Steinarsson skrifar 16. júlí 2016 21:35 Það er gífurlega mikilvæg ákvörðun hvern Hillary velur sem varaforsetaefni sitt og gæti skipt sköpum í keppninni um Hvíta húsið. Vísir/Getty Nú þegar Donald Trump hefur kynnt Mike Pence sem varaforsetaefni sitt í komandi kosningum velta margir fyrir sér hverjum Hillary Clinton muni bjóða stöðuna. Búist er við því að hún tilkynni um varaforsetaefni sitt í næstu viku. Haft er eftir fjölda fólks innan demókrataflokksins að fjórir karlmenn og ein kona þykja líklegri en aðrir til þess að hreppa stöðuna.Tim KaineVísir/GettyMikilvægt að sigra í VirginíuFyrstur á lista er Tim Kaine þingmaður Virginia fylkis sem hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttunni fyrir Clinton í sínu fylki. Hann er ötull stuðningsmaður Clinton þegar kemur að heilsumálum. Virginia fylki er eitt af fjólubláu fylkjunum svokölluðu en það eru þau fylki sem mjótt er á mununum á milli demókrataflokksins og repúblikana flokksins. Það gæti því verið mjög hagstætt fyrir Clinton að varaforsetaefni hennar komi þaðan. Kaine er kaþólskur og talar reiprennandi spænsku.Sherrod Brown.Vísir/GettyÞingsæti í hættuNæstur er Sherrod Brown þingmaður Ohio sem er annað fylki þar sem mjótt er á mununum. Talið er að baráttan gæti orðið hörð þar og því gæti það einnig verið heppilegt fyrir Clinton að hafa hann um borð í skútunni. Það spilar á móti honum að ef hann verður varaforseti þá þarf hann að hætta á þingi. Næstur inn þar er repúblikani sem þýðir að staða demókrataflokksins yrði veikari fyrir vikið. Einnig var hann mótfallinn NAFTA viðskiptasamningnum á sínum tíma sem Clinton studdi.Cory Booker.Vísir/GettyFyrrum borgarstjóri Newark er líklegurCory Booker er einn þeirra sem þykir líklegur en hann er þingmaður New Jersey og fyrrum borgarstjóri Newark. Hann þykir höfða vel til yngri kjósenda sem og þeldökkra. Hann þykir góður ræðumaður og kemur iðullega vel fyrir í fjölmiðlum. Honum hefur verið líkt við sjálfan Obama þegar kemur að rökræðum og hefur alla tíð notið mikils trausts á meðal fólksins.Tom Vilsac landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna.Vísir/GettyReynsluboltinnTom Vilsac núverandi landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna hefur einnig verið orðaður sem varaforsetaefni flokksins. Hann býr yfir mikilli reynslu af stjórnsýslunni og þyrfti því ekki mikinn aðlögunartíma í starfi. Clinton er sögð bera mikið traust til hans enda hefur hann alla tíð sýnt henni mikinn stuðning. Talað er um hann sem öruggasta valkostinn en líklegt þykir að hann verði aðeins fyrir valinu ef aðrir kostir bregðast.Elisabeth Warren.Vísir/GettyHörð í horn að taka og full af eldmóðiEina konan á listanum er Elisabeth Warren. Hún er þingmaður Massachusetts og er staðráðinn í því að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að sigra Donald Trump. Hún þykir mjög hörð á stefnumálum sínum og er Hillary sögð dást af eldmóði hennar. Af sama skapi er hún sögð of fljótfær til þess að tjá sig um einstaka mál. Af þeim sökum er nú talin vera ólíklegasti kosturinn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump staðfestir að Mike Pence verður varaforsetaefni Staðfesti á Twitter í dag en heldur blaðamannafund á morgun. 15. júlí 2016 15:12 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Sanders veitir Clinton stuðning sinn Vill gera allt til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forseti. 12. júlí 2016 16:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Nú þegar Donald Trump hefur kynnt Mike Pence sem varaforsetaefni sitt í komandi kosningum velta margir fyrir sér hverjum Hillary Clinton muni bjóða stöðuna. Búist er við því að hún tilkynni um varaforsetaefni sitt í næstu viku. Haft er eftir fjölda fólks innan demókrataflokksins að fjórir karlmenn og ein kona þykja líklegri en aðrir til þess að hreppa stöðuna.Tim KaineVísir/GettyMikilvægt að sigra í VirginíuFyrstur á lista er Tim Kaine þingmaður Virginia fylkis sem hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttunni fyrir Clinton í sínu fylki. Hann er ötull stuðningsmaður Clinton þegar kemur að heilsumálum. Virginia fylki er eitt af fjólubláu fylkjunum svokölluðu en það eru þau fylki sem mjótt er á mununum á milli demókrataflokksins og repúblikana flokksins. Það gæti því verið mjög hagstætt fyrir Clinton að varaforsetaefni hennar komi þaðan. Kaine er kaþólskur og talar reiprennandi spænsku.Sherrod Brown.Vísir/GettyÞingsæti í hættuNæstur er Sherrod Brown þingmaður Ohio sem er annað fylki þar sem mjótt er á mununum. Talið er að baráttan gæti orðið hörð þar og því gæti það einnig verið heppilegt fyrir Clinton að hafa hann um borð í skútunni. Það spilar á móti honum að ef hann verður varaforseti þá þarf hann að hætta á þingi. Næstur inn þar er repúblikani sem þýðir að staða demókrataflokksins yrði veikari fyrir vikið. Einnig var hann mótfallinn NAFTA viðskiptasamningnum á sínum tíma sem Clinton studdi.Cory Booker.Vísir/GettyFyrrum borgarstjóri Newark er líklegurCory Booker er einn þeirra sem þykir líklegur en hann er þingmaður New Jersey og fyrrum borgarstjóri Newark. Hann þykir höfða vel til yngri kjósenda sem og þeldökkra. Hann þykir góður ræðumaður og kemur iðullega vel fyrir í fjölmiðlum. Honum hefur verið líkt við sjálfan Obama þegar kemur að rökræðum og hefur alla tíð notið mikils trausts á meðal fólksins.Tom Vilsac landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna.Vísir/GettyReynsluboltinnTom Vilsac núverandi landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna hefur einnig verið orðaður sem varaforsetaefni flokksins. Hann býr yfir mikilli reynslu af stjórnsýslunni og þyrfti því ekki mikinn aðlögunartíma í starfi. Clinton er sögð bera mikið traust til hans enda hefur hann alla tíð sýnt henni mikinn stuðning. Talað er um hann sem öruggasta valkostinn en líklegt þykir að hann verði aðeins fyrir valinu ef aðrir kostir bregðast.Elisabeth Warren.Vísir/GettyHörð í horn að taka og full af eldmóðiEina konan á listanum er Elisabeth Warren. Hún er þingmaður Massachusetts og er staðráðinn í því að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að sigra Donald Trump. Hún þykir mjög hörð á stefnumálum sínum og er Hillary sögð dást af eldmóði hennar. Af sama skapi er hún sögð of fljótfær til þess að tjá sig um einstaka mál. Af þeim sökum er nú talin vera ólíklegasti kosturinn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump staðfestir að Mike Pence verður varaforsetaefni Staðfesti á Twitter í dag en heldur blaðamannafund á morgun. 15. júlí 2016 15:12 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Sanders veitir Clinton stuðning sinn Vill gera allt til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forseti. 12. júlí 2016 16:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Trump staðfestir að Mike Pence verður varaforsetaefni Staðfesti á Twitter í dag en heldur blaðamannafund á morgun. 15. júlí 2016 15:12
Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00
Sanders veitir Clinton stuðning sinn Vill gera allt til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forseti. 12. júlí 2016 16:00