Mál á hendur Birni Steinbekk hrannast upp Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2016 14:02 Björn Steinbekk miðasölumaður hefur nú verið kærður til lögreglu. visir/samsett Miðasölumaðurinn alræmdi, Björn Steinbekk, hefur nú verið kærður til lögreglu. Á Facebook hefur verið stofnaður sérstakur hópur þeirra sem telja sig illa svikin af Birni. Þar hefur verið sett upp skilmerkilegt excel-skjal þar sem þegar hafa 17 verið skráðir á lista.Hér er farið ítarlega yfir málið. RÚV greindi frá því nú fyrr í dag að Björn hafi verið kærður til lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu. Bryndís Björk Guðjónsdóttir sendi inn kæru – hún er ein þeirra sem hafði keypt miða sem hún svo aldrei fékk. Bryndís millifærði peningana á bankareikning Sónar Reykjavík, hvar Björn var framkvæmdastjóri en hann sagði af sér sem slíkur í síðustu viku.Ýmsir bera ábyrgð Excel-skjalið áðurnefnt ber yfirskriftina Málsókn gegn Birni Steinbekk. Skjalið er sundurliðað, einnig er um að ræða mál sem hugsanlega eru í farvatninu gegn Netmiða og þá Kristjáni Atla Baldurssyni. Þá er þriðji flokkurinn sem snýr að „Bryndís/Elíza“ og sá fjórði er „óskilgreint“.Nú er í vinnslu Exelskjal á Facebook sem er undir yfirskriftinni Málsókn á hendur Birni Steinbekk.Málið er ekki einfalt, því vandamálin sem við er að eiga eru af ýmsum toga auk þess sem þeir sem bera ábyrgð eru nokkrir. Vísir ræddi við Vilhjálm H. Vilhjálmsson, lögmann hóps sem keypti pakka hjá Netmiða, fyrir helgi og hann sagði að sá hópur hefði keypt miða á leikinn, flugfar auk miða á leikinn. Vilhjálmur sagði að Kristján Atli Baldursson hafi reynst allur af vilja gerður til að leysa málin og greiða til baka það sem út af stendur. Ferðin hafi óvænt styst um þriðjung, einhverjir fengu ekki tilkynningu um það og þurftu að koma sér heim fyrir eigin reikning, og svo fékk hópurinn miðana seint og illa.Málin 45 alls Netmiði er ábyrgur gagnvart því hvernig gengur með efndir gagnvart þessum tiltekna hópi en það er svo að einhverju leyti háð því hvernig Kristjáni Atla gengur að ná samningum við annars vegar flugfélagið sem stytti ferðina og svo Björn Steinbekk sem sagðist ætla að útvega miðana. Vilhjálmur sagði að nú væri unnið að lausn málsins. Málin sem hins vegar eru tíunduð í excelskjalinu áðurnefnda eru samtals 45, þegar þetta er skrifað. Níu af þessum málum eru merkt sem svo að fengist hafi endurgreitt og snúa þau öll að Netmiða/Kristján, en á hann eru 14 mál skráð. Vísir sendi Birni skilaboð nú fyrr í dag, og bauð honum að tjá sig um málið en Björn hefur ekki enn þekkst slíkt boð – en Vísir hefur nú reynt að ná tali af Birni í marga daga án árangurs. Tengdar fréttir Miðafár, grátandi menn og misheppnuð flug Eftirspurn eftir ferðum til Frakklands og miða á leiki Íslands var mikil. Margir reyndu að anna eftirspurninni með misgóðum árangri. 7. júlí 2016 14:45 Móðurfélag Sónar sver af sér tengsl við viðskiptahætti Björns Steinbekk Áfram stefnt að því að halda Sónar Reykjavík á næsta ári. 7. júlí 2016 13:17 Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02 Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Björn Steinbekk hættur sem framkvæmdastjóri Sónar Björn birtir yfirlýsingu þess efnis á Facebook-síðu sinni. 5. júlí 2016 21:22 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Miðasölumaðurinn alræmdi, Björn Steinbekk, hefur nú verið kærður til lögreglu. Á Facebook hefur verið stofnaður sérstakur hópur þeirra sem telja sig illa svikin af Birni. Þar hefur verið sett upp skilmerkilegt excel-skjal þar sem þegar hafa 17 verið skráðir á lista.Hér er farið ítarlega yfir málið. RÚV greindi frá því nú fyrr í dag að Björn hafi verið kærður til lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu. Bryndís Björk Guðjónsdóttir sendi inn kæru – hún er ein þeirra sem hafði keypt miða sem hún svo aldrei fékk. Bryndís millifærði peningana á bankareikning Sónar Reykjavík, hvar Björn var framkvæmdastjóri en hann sagði af sér sem slíkur í síðustu viku.Ýmsir bera ábyrgð Excel-skjalið áðurnefnt ber yfirskriftina Málsókn gegn Birni Steinbekk. Skjalið er sundurliðað, einnig er um að ræða mál sem hugsanlega eru í farvatninu gegn Netmiða og þá Kristjáni Atla Baldurssyni. Þá er þriðji flokkurinn sem snýr að „Bryndís/Elíza“ og sá fjórði er „óskilgreint“.Nú er í vinnslu Exelskjal á Facebook sem er undir yfirskriftinni Málsókn á hendur Birni Steinbekk.Málið er ekki einfalt, því vandamálin sem við er að eiga eru af ýmsum toga auk þess sem þeir sem bera ábyrgð eru nokkrir. Vísir ræddi við Vilhjálm H. Vilhjálmsson, lögmann hóps sem keypti pakka hjá Netmiða, fyrir helgi og hann sagði að sá hópur hefði keypt miða á leikinn, flugfar auk miða á leikinn. Vilhjálmur sagði að Kristján Atli Baldursson hafi reynst allur af vilja gerður til að leysa málin og greiða til baka það sem út af stendur. Ferðin hafi óvænt styst um þriðjung, einhverjir fengu ekki tilkynningu um það og þurftu að koma sér heim fyrir eigin reikning, og svo fékk hópurinn miðana seint og illa.Málin 45 alls Netmiði er ábyrgur gagnvart því hvernig gengur með efndir gagnvart þessum tiltekna hópi en það er svo að einhverju leyti háð því hvernig Kristjáni Atla gengur að ná samningum við annars vegar flugfélagið sem stytti ferðina og svo Björn Steinbekk sem sagðist ætla að útvega miðana. Vilhjálmur sagði að nú væri unnið að lausn málsins. Málin sem hins vegar eru tíunduð í excelskjalinu áðurnefnda eru samtals 45, þegar þetta er skrifað. Níu af þessum málum eru merkt sem svo að fengist hafi endurgreitt og snúa þau öll að Netmiða/Kristján, en á hann eru 14 mál skráð. Vísir sendi Birni skilaboð nú fyrr í dag, og bauð honum að tjá sig um málið en Björn hefur ekki enn þekkst slíkt boð – en Vísir hefur nú reynt að ná tali af Birni í marga daga án árangurs.
Tengdar fréttir Miðafár, grátandi menn og misheppnuð flug Eftirspurn eftir ferðum til Frakklands og miða á leiki Íslands var mikil. Margir reyndu að anna eftirspurninni með misgóðum árangri. 7. júlí 2016 14:45 Móðurfélag Sónar sver af sér tengsl við viðskiptahætti Björns Steinbekk Áfram stefnt að því að halda Sónar Reykjavík á næsta ári. 7. júlí 2016 13:17 Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02 Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Björn Steinbekk hættur sem framkvæmdastjóri Sónar Björn birtir yfirlýsingu þess efnis á Facebook-síðu sinni. 5. júlí 2016 21:22 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Miðafár, grátandi menn og misheppnuð flug Eftirspurn eftir ferðum til Frakklands og miða á leiki Íslands var mikil. Margir reyndu að anna eftirspurninni með misgóðum árangri. 7. júlí 2016 14:45
Móðurfélag Sónar sver af sér tengsl við viðskiptahætti Björns Steinbekk Áfram stefnt að því að halda Sónar Reykjavík á næsta ári. 7. júlí 2016 13:17
Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02
Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00
Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38
Björn Steinbekk hættur sem framkvæmdastjóri Sónar Björn birtir yfirlýsingu þess efnis á Facebook-síðu sinni. 5. júlí 2016 21:22