Óvinsæll Durant lokar veitingastað í Oklahoma City

Borgarbúar virðast eiga erfitt með að fyrirgefa Durant sem var aðalmaðurinn í Oklahoma-liðinu í mörg ár.
Nú hefur veitingastað í Oklahoma sem Durant átti fjórðungshlut í verið lokað. Kd's, eins og staðurinn hét, opnaði fyrir fjórum árum.
Veitingastaðurinn verður opnaður aftur og undir nýju nafni í næsta mánuði. Óvíst er hvort Durant muni áfram eiga hlut í staðnum.
Durant lék með Oklahoma á árunum 2007-16 og fór einu sinni með liðinu í lokaúrslit NBA-deildarinnar. Það var árið 2012 þegar Durant og félagar töpuðu fyrir Miami Heat.
Durant er nú með bandaríska landsliðinu sem undirbýr sig fyrir Ólympíuleikana í Ríó sem verða settir 5. ágúst.
Tengdar fréttir

Kevin Durant fer til Golden State
Kevin Durant, einn besti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, mun ganga í raðir Golden State Warriors frá Oklahoma City Thunder.

Jordan bauð upp á loftbolta og Durant og félagar sprungu úr hlátri | Myndband
DeAndre Jordan, miðherji Los Angeles Clippers og bandaríska landsliðsins, er á heimavelli þegar kemur að því að verja skot, taka fráköst og troða boltanum ofan í körfuna.

Golden State á þrjá fulltrúa í Ólympíuliði Bandaríkjanna
Golden State Warriors, sem tapaði fyrir Cleveland Cavaliers í úrslitum NBA-deildarinnar, á þrjá fulltrúa í 12 manna hópi bandaríska körfuboltalandsliðsins sem tekur þátt á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst.

Bófalíf á kálfa Durants | Kominn með húðflúr af Tupac
Líkami Kevins Durant, leikmanns Golden State Warriors, er þakinn húðflúrum, líkt og svo margra leikmanna í NBA-deildinni í körfubolta.

Barkley svekktur út í Durant
Charles Barkley er allt annað en sáttur við þá ákvörðun Kevin Durant að ganga í raðir Golden State Warriors.

Larry Bird hefði aldrei dottið það í hug að fara í liðið hans Magic
NBA-stórstjarnan Kevin Durant kom mörgum á óvart á dögunum með því að semja við Golden State Warriors, liðið sem sló Durant og félaga í Oklahoma City Thunder út úr úrslitakeppninni í ár. Margir hafa tjáð sig um ákvörðun Durant og meðal þeirra er NBA-goðsögnin Larry Bird.

Stórkostlegt rifrildi í Oklahoma um Durant
Fjölmargir stuðningsmenn Oklahoma City Thunder eru brjálaðir út í Kevin Durant sem hefur ákveðið að yfirgefa félagið.

Ummerki um Durant fjarlægð á heimavelli Oklahoma | Myndband
Það tók NBA-liðið Oklahoma City Thunder innan við sólarhring að afmá öll merki um að Kevin Durant væri leikmaður félagsins.

Pabbi Durants sagði honum að vera eigingjarn
"Vertu eigingjarn.“ Þetta voru ráðleggingarnar sem körfuboltamaðurinn Kevin Durant fékk frá pabba sínum, Wayne Pratt, þegar hann velti fyrir sér næstu skrefum á ferlinum.