Trump mælist með meira fylgi en Clinton á landsvísu Birgir Örn Steinarsson skrifar 25. júlí 2016 18:03 Tíðindin koma mörgum á óvart en líklegast ekki Trump sjálfum. Vísir/Getty Donald Trump forsetaefni repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum mælist nú ofar Hillary Clinton á samkvæmt skoðanakönnun CNN um fylgi forsetaframbjóðenda á landsvísu. Þetta kemur í kjölfar flokksþings repúblikana. Trump hefur ekki mælst hærri í skoðanakönnunum síðan í september á síðasta ári. Donald Trump mælist nú með 44% stuðning kjósenda á landsvísu en Hillary Clinton með 39%. Tveir aðrir forsetaframbjóðendur ná eftirtektarverðri mælingu. Það eru Gary Johnson úr frjálslynda flokknum sem mælist með heil 9% sem þykir einsdæmi og Jill Stein úr græna flokknum sem mælist með 3%. Allt í alls eru fimm flokkar sem bjóða fram forsetaefni í yfir 20 ríkjum Bandaríkjanna. En eini frambjóðandinn sem nær ekki á blað er Darrell Castle sem er forsetaefni stjórnarskrár flokksins. Allt í alls eru forsetaframbjóðendur þó líklegast nokkrir tugir ef ekki yfir hundrað talsins en fæstir þeirra bjóða sig fram í öllum fylkjum og eiga því líklegast ekki mögulega á forsetastólnum. Nýr stuðningur við Trump kemur frá óháðum eða sem ekki tengjast neinum flokkum beinum tengslum en 43% þeirra segjast líklegri til þess að styðja Trump eftir flokksþingið í síðustu viku. Séu tölurnar skoðaðar út frá þjóðfélagshópum má sjá sterk mynstur. Vel menntað fólk er mun ólíklegra til þess að kjósa Trump. Hann virðist höfða vel til hvítra ómenntaðra einstaklinga en á meðal þeirra sem svöruðu studdu 62% þeirra hann nú. Frekari upplýsingar um landskönnunina má sjá á vef CNN. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump vill endursemja eða draga Bandaríkin út úr WTO Forsetaefni Repúblikana segir Alþjóðaviðskiptastofnunina stuðla að viðskiptaójöfnuði í Bandaríkjunum og segir hana vera "stórslys“. 24. júlí 2016 16:45 Líf og fjör á landsfundi repúblikana Landsfundur repúblikana í Bandaríkjunum fór fram um helgina. Donald Trump var formlega útnefndur til forsetaframboðs með varaforsetaefnið Mike Pence sér við hlið. Landsþingsmenn kölluðu eftir fangelsun Hillary Clinton. Stjórnmálaferill Ted 25. júlí 2016 07:00 Clinton velur Tim Kaine Kaine, sem er öldungadeildarþingmaður frá Virginíu, verður varaforsetaefni Hillary Clinton. 23. júlí 2016 00:45 Obama og Trump ósammála um ástand Bandaríkjanna Obama segir glæpatíðni hafa hrunið á forsetatíð sinni. 22. júlí 2016 21:51 John Oliver tekur fyrir flokksþing repúblikana Flokksþingið var að sjálfsögðu dregið sundur og saman í háði í umfjöllun John Oliver. 25. júlí 2016 10:47 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Donald Trump forsetaefni repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum mælist nú ofar Hillary Clinton á samkvæmt skoðanakönnun CNN um fylgi forsetaframbjóðenda á landsvísu. Þetta kemur í kjölfar flokksþings repúblikana. Trump hefur ekki mælst hærri í skoðanakönnunum síðan í september á síðasta ári. Donald Trump mælist nú með 44% stuðning kjósenda á landsvísu en Hillary Clinton með 39%. Tveir aðrir forsetaframbjóðendur ná eftirtektarverðri mælingu. Það eru Gary Johnson úr frjálslynda flokknum sem mælist með heil 9% sem þykir einsdæmi og Jill Stein úr græna flokknum sem mælist með 3%. Allt í alls eru fimm flokkar sem bjóða fram forsetaefni í yfir 20 ríkjum Bandaríkjanna. En eini frambjóðandinn sem nær ekki á blað er Darrell Castle sem er forsetaefni stjórnarskrár flokksins. Allt í alls eru forsetaframbjóðendur þó líklegast nokkrir tugir ef ekki yfir hundrað talsins en fæstir þeirra bjóða sig fram í öllum fylkjum og eiga því líklegast ekki mögulega á forsetastólnum. Nýr stuðningur við Trump kemur frá óháðum eða sem ekki tengjast neinum flokkum beinum tengslum en 43% þeirra segjast líklegri til þess að styðja Trump eftir flokksþingið í síðustu viku. Séu tölurnar skoðaðar út frá þjóðfélagshópum má sjá sterk mynstur. Vel menntað fólk er mun ólíklegra til þess að kjósa Trump. Hann virðist höfða vel til hvítra ómenntaðra einstaklinga en á meðal þeirra sem svöruðu studdu 62% þeirra hann nú. Frekari upplýsingar um landskönnunina má sjá á vef CNN.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump vill endursemja eða draga Bandaríkin út úr WTO Forsetaefni Repúblikana segir Alþjóðaviðskiptastofnunina stuðla að viðskiptaójöfnuði í Bandaríkjunum og segir hana vera "stórslys“. 24. júlí 2016 16:45 Líf og fjör á landsfundi repúblikana Landsfundur repúblikana í Bandaríkjunum fór fram um helgina. Donald Trump var formlega útnefndur til forsetaframboðs með varaforsetaefnið Mike Pence sér við hlið. Landsþingsmenn kölluðu eftir fangelsun Hillary Clinton. Stjórnmálaferill Ted 25. júlí 2016 07:00 Clinton velur Tim Kaine Kaine, sem er öldungadeildarþingmaður frá Virginíu, verður varaforsetaefni Hillary Clinton. 23. júlí 2016 00:45 Obama og Trump ósammála um ástand Bandaríkjanna Obama segir glæpatíðni hafa hrunið á forsetatíð sinni. 22. júlí 2016 21:51 John Oliver tekur fyrir flokksþing repúblikana Flokksþingið var að sjálfsögðu dregið sundur og saman í háði í umfjöllun John Oliver. 25. júlí 2016 10:47 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Trump vill endursemja eða draga Bandaríkin út úr WTO Forsetaefni Repúblikana segir Alþjóðaviðskiptastofnunina stuðla að viðskiptaójöfnuði í Bandaríkjunum og segir hana vera "stórslys“. 24. júlí 2016 16:45
Líf og fjör á landsfundi repúblikana Landsfundur repúblikana í Bandaríkjunum fór fram um helgina. Donald Trump var formlega útnefndur til forsetaframboðs með varaforsetaefnið Mike Pence sér við hlið. Landsþingsmenn kölluðu eftir fangelsun Hillary Clinton. Stjórnmálaferill Ted 25. júlí 2016 07:00
Clinton velur Tim Kaine Kaine, sem er öldungadeildarþingmaður frá Virginíu, verður varaforsetaefni Hillary Clinton. 23. júlí 2016 00:45
Obama og Trump ósammála um ástand Bandaríkjanna Obama segir glæpatíðni hafa hrunið á forsetatíð sinni. 22. júlí 2016 21:51
John Oliver tekur fyrir flokksþing repúblikana Flokksþingið var að sjálfsögðu dregið sundur og saman í háði í umfjöllun John Oliver. 25. júlí 2016 10:47