Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - ÍBV 0-1 | Eyjakonur áfram eftir framlengingu Stefán Árni Pálsson skrifar 23. júlí 2016 16:00 Eyjakonur eru komnar í úrslit. vísir/vilhelm Þór/KA mætti ÍBV í undanúrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna í dag og höfðu Eyjakonur betur eftir framlengdan leik, 1-0. Staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma og var leikurinn heldur betur bragðdaufur. Liðin vildi greinilega ekki taka miklar áhættur og því opnuðust varnirnar ekki ýkja mikið. Þór/KA var kannski ívið betri aðilinn í venjulegum leiktíma en í framlengingunni tók Cloe Lacasse, leikmaður ÍBV, yfir. Hún var algjörlega stórkostleg í framlengingunni og átti greinilega mikla meira bensín eftir á tankinum en aðrir leikmenn. Hún fór hvað eftir annað upp kantinn og stak hvern Akureyringinn af á eftir öðrum. Það endaði með því að fyrirliðinn Rebekah Bass skoraði eina mark leiksins þegar Lacasse renndi boltanum út í teig á Bass sem setti hann þægilega í fjærhornið. Eyjakonur áttu einfaldlega skilið að fara áfram í úrslit, því þær börðust mun meira í framlengingunni. Þór/KA fékk gott færi undir lok leiksins en Bryndís í markið Eyjamanna varði vel. Það verður því ÍBV sem mætir Breiðablik í úrslitaleik Borgunarbikarsins sem fram fer 12. ágúst. Þau lið eru því komin í stærsta leik ársins. Ian Jeffs: Markmiðið hefur alltaf verið að berjast um titlaIan Jeffs í leik með karlaliði ÍBV.vísir/valli„Það er bara geggjað að komast í úrslit,“segir Ian David Jeffs, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Við erum eðlilega mjög ánægð með þetta en þetta var algjör baráttuleikur og bara 50/50 hver myndi fara alla leið.“ Jeffs segir að ÍBV hafi verið betri aðilinn í framlengingunni og það hafi skipt sköpum. Cloe Laccase var mögnuð í liði ÍBV í dag og lagði upp sigurmarkið. „Sem þjálfari þarftu stundum að taka ákvarðanir og standa og falla með þeim. Í síðasta leik lét ég Cloe bara spila einn hálfleik og hvíldi hana. Það borgaði sig heldu betur í dag og hún átti frábæran leik.“ Hann segir að völlurinn hafi verið blautur og mjög erfitt að spila góðan fótbolta á Akureyri í dag. „Það er frábært fyrir okkur að vera komnar í þennan leik. Þetta er stærsti leikurinn á hverju ári í karla og kvennaboltanum og það var markmiðið okkar í sumar að berjast um einhvern titil.“ Jóhann: Cloe er svindlkall eins og Harpa ÞorsteinsJóhann Kristinn Gunnarsson, Þjálfari Þórs/KA.Mynd/Daníel„Liðið sem tapar í undanúrslitum er sársvekkt, það er auðvitað alltaf þannig,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir leikinn. „Það munaði mjög litlu á liðunum í dag en það sem verður okkur að falli er bara einn leikmaður, hún Cloe Lacasse. Það eru ekki margir svona leikmenn í þessari deild, eiginlega bara örfáir ef það er einhver.“ Hann segir að Cloe sé svona svindlkall eins og Harpa Þorsteinsdóttir hjá Stjörnunni. „Þvílíkur gæðaleikmaður. Mér fannst við vera á pari við þær í baráttunni og slíku en við náðum ekki að skora og þá getur leikmaður eins og Cloe dúkkað upp og nýtt sér okkar mistök og refsað.“ Jóhann segir að þegar svona leikur er kominn í framlengingu skiptir bara máli hvaða lið gerir mistök. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Þór/KA mætti ÍBV í undanúrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna í dag og höfðu Eyjakonur betur eftir framlengdan leik, 1-0. Staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma og var leikurinn heldur betur bragðdaufur. Liðin vildi greinilega ekki taka miklar áhættur og því opnuðust varnirnar ekki ýkja mikið. Þór/KA var kannski ívið betri aðilinn í venjulegum leiktíma en í framlengingunni tók Cloe Lacasse, leikmaður ÍBV, yfir. Hún var algjörlega stórkostleg í framlengingunni og átti greinilega mikla meira bensín eftir á tankinum en aðrir leikmenn. Hún fór hvað eftir annað upp kantinn og stak hvern Akureyringinn af á eftir öðrum. Það endaði með því að fyrirliðinn Rebekah Bass skoraði eina mark leiksins þegar Lacasse renndi boltanum út í teig á Bass sem setti hann þægilega í fjærhornið. Eyjakonur áttu einfaldlega skilið að fara áfram í úrslit, því þær börðust mun meira í framlengingunni. Þór/KA fékk gott færi undir lok leiksins en Bryndís í markið Eyjamanna varði vel. Það verður því ÍBV sem mætir Breiðablik í úrslitaleik Borgunarbikarsins sem fram fer 12. ágúst. Þau lið eru því komin í stærsta leik ársins. Ian Jeffs: Markmiðið hefur alltaf verið að berjast um titlaIan Jeffs í leik með karlaliði ÍBV.vísir/valli„Það er bara geggjað að komast í úrslit,“segir Ian David Jeffs, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Við erum eðlilega mjög ánægð með þetta en þetta var algjör baráttuleikur og bara 50/50 hver myndi fara alla leið.“ Jeffs segir að ÍBV hafi verið betri aðilinn í framlengingunni og það hafi skipt sköpum. Cloe Laccase var mögnuð í liði ÍBV í dag og lagði upp sigurmarkið. „Sem þjálfari þarftu stundum að taka ákvarðanir og standa og falla með þeim. Í síðasta leik lét ég Cloe bara spila einn hálfleik og hvíldi hana. Það borgaði sig heldu betur í dag og hún átti frábæran leik.“ Hann segir að völlurinn hafi verið blautur og mjög erfitt að spila góðan fótbolta á Akureyri í dag. „Það er frábært fyrir okkur að vera komnar í þennan leik. Þetta er stærsti leikurinn á hverju ári í karla og kvennaboltanum og það var markmiðið okkar í sumar að berjast um einhvern titil.“ Jóhann: Cloe er svindlkall eins og Harpa ÞorsteinsJóhann Kristinn Gunnarsson, Þjálfari Þórs/KA.Mynd/Daníel„Liðið sem tapar í undanúrslitum er sársvekkt, það er auðvitað alltaf þannig,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir leikinn. „Það munaði mjög litlu á liðunum í dag en það sem verður okkur að falli er bara einn leikmaður, hún Cloe Lacasse. Það eru ekki margir svona leikmenn í þessari deild, eiginlega bara örfáir ef það er einhver.“ Hann segir að Cloe sé svona svindlkall eins og Harpa Þorsteinsdóttir hjá Stjörnunni. „Þvílíkur gæðaleikmaður. Mér fannst við vera á pari við þær í baráttunni og slíku en við náðum ekki að skora og þá getur leikmaður eins og Cloe dúkkað upp og nýtt sér okkar mistök og refsað.“ Jóhann segir að þegar svona leikur er kominn í framlengingu skiptir bara máli hvaða lið gerir mistök.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira