Ætlar að binda endi á glæpi í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2016 23:28 Vísir/EPA Donald Trump mun í nótt taka opinberlega við tilnefningu Repúblikanaflokksins sem forsetaefni þeirra í komandi kosningum í Bandaríkjunum. Í ræðu sem hann ætlar að flytja í nótt, mun hann heita því að koma röð og reglu á Bandaríkin, stöðva glæpi og skapa störf. Fjölmiðlar ytra hafa komist yfir samantekt úr ræðu Trump, sem hann mun flytja á síðasta degi flokksþings Repúblikana í Cleveland í Ohio. Fundurinn hófst um klukkan hálf tólf en hægt er að fylgjast með honum í beinni útsendingu hér að neðan.Þá er einnig hægt að fylgjast með umfjöllun BBC um fundinn. Í ræðu sinni mun Trump fjalla um skotárásir í Bandaríkjunum eins og þegar sex lögregluþjónar voru skotnir til bana í Dallas í byrjun mánaðarins. Þó mun hann ekki fara djúpt í málefnið. „Ég er með skilaboð til ykkar allra. Glæpirnir og ofbeldi sem hrjáir þjóð okkar í dag mun enda á næstunni.“ Þá mun Trump ræða um Hillary Clinton og segja að Bandaríkin séu óöruggari eftir að hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ræða hans mun að miklu leyti leggja línurnar fyrir kosningabaráttu hans næstu mánuði. Trump mun halda ræðu sína undir lok kvöldsins í Ohio.Trump olli miklu fjaðrafoki í dag þegar hann sagði að yrði hann kjörinn forseti væri mögulegt að hann myndi ekki standa við skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart NATO. Hann myndi ekki endilega koma Eystrasaltslöndunum til varnar ef Rússar myndi gera innrás þar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ræðuhöfundur Trump biðst afsökunar Hún segist hafa boðist til að hætta í starfi sínu, en því hafi verið hafnað. 20. júlí 2016 17:27 Repúblikanar fylkja sér að baki Trump Donald Trump hefur lagt undir sig bandaríska Repúblikanaflokkinn. Flestir áhrifamenn í flokknum fylkja sér að baki honum, mishikandi þó. Fulltrúar á landsþingi flokksins eru komnir saman til að útnefna Trump sem forsetaefni repúblikana í ko 20. júlí 2016 07:00 Cruz stendur á sínu "Ég hef ekki vanið mig á að styðja fólk sem ræðst gegn konu minni og föður.“ 21. júlí 2016 19:45 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Donald Trump mun í nótt taka opinberlega við tilnefningu Repúblikanaflokksins sem forsetaefni þeirra í komandi kosningum í Bandaríkjunum. Í ræðu sem hann ætlar að flytja í nótt, mun hann heita því að koma röð og reglu á Bandaríkin, stöðva glæpi og skapa störf. Fjölmiðlar ytra hafa komist yfir samantekt úr ræðu Trump, sem hann mun flytja á síðasta degi flokksþings Repúblikana í Cleveland í Ohio. Fundurinn hófst um klukkan hálf tólf en hægt er að fylgjast með honum í beinni útsendingu hér að neðan.Þá er einnig hægt að fylgjast með umfjöllun BBC um fundinn. Í ræðu sinni mun Trump fjalla um skotárásir í Bandaríkjunum eins og þegar sex lögregluþjónar voru skotnir til bana í Dallas í byrjun mánaðarins. Þó mun hann ekki fara djúpt í málefnið. „Ég er með skilaboð til ykkar allra. Glæpirnir og ofbeldi sem hrjáir þjóð okkar í dag mun enda á næstunni.“ Þá mun Trump ræða um Hillary Clinton og segja að Bandaríkin séu óöruggari eftir að hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ræða hans mun að miklu leyti leggja línurnar fyrir kosningabaráttu hans næstu mánuði. Trump mun halda ræðu sína undir lok kvöldsins í Ohio.Trump olli miklu fjaðrafoki í dag þegar hann sagði að yrði hann kjörinn forseti væri mögulegt að hann myndi ekki standa við skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart NATO. Hann myndi ekki endilega koma Eystrasaltslöndunum til varnar ef Rússar myndi gera innrás þar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ræðuhöfundur Trump biðst afsökunar Hún segist hafa boðist til að hætta í starfi sínu, en því hafi verið hafnað. 20. júlí 2016 17:27 Repúblikanar fylkja sér að baki Trump Donald Trump hefur lagt undir sig bandaríska Repúblikanaflokkinn. Flestir áhrifamenn í flokknum fylkja sér að baki honum, mishikandi þó. Fulltrúar á landsþingi flokksins eru komnir saman til að útnefna Trump sem forsetaefni repúblikana í ko 20. júlí 2016 07:00 Cruz stendur á sínu "Ég hef ekki vanið mig á að styðja fólk sem ræðst gegn konu minni og föður.“ 21. júlí 2016 19:45 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Ræðuhöfundur Trump biðst afsökunar Hún segist hafa boðist til að hætta í starfi sínu, en því hafi verið hafnað. 20. júlí 2016 17:27
Repúblikanar fylkja sér að baki Trump Donald Trump hefur lagt undir sig bandaríska Repúblikanaflokkinn. Flestir áhrifamenn í flokknum fylkja sér að baki honum, mishikandi þó. Fulltrúar á landsþingi flokksins eru komnir saman til að útnefna Trump sem forsetaefni repúblikana í ko 20. júlí 2016 07:00
Cruz stendur á sínu "Ég hef ekki vanið mig á að styðja fólk sem ræðst gegn konu minni og föður.“ 21. júlí 2016 19:45