Annie Mist missti toppsætið eftir sjósundið | Sara synti hraðast af Íslendingunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2016 16:32 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Vísir/Daníel Íslenska crossfit fólkið fékk að glíma við sjósund í fyrstu grein dagsins á heimsleikunum í crossfit og þar gekk mikið á. Allir keppendurnir, 40 karlar og 40 konur, kepptu á sama tíma þannig að þau voru að synda í einum hnapp og á móti ágætis öldum.Að neðan má sjá upptöku frá keppni í sjósundinu.Þetta snérist því ekki aðeins um að synda þessa fjarlægð heldur einnig um að þora og hafa betur í baráttu um stöðu í sjónum. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark af íslensku keppendunum og var bæði á undan Björgvini Karli Guðmundssyni og hinum þremur íslensku stelpunum, þeim Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Þuríði Erlu Helgadóttur og Annie Mist Þórisdóttur. Eftir fyrstu grein dagsins eru allar íslensku stelpurnar meðal þeirra tuttugu fremstu í heildarkeppninni. Annie Mist hefur tvívegis sigrað á heimsleikunum en þurfti að hætta keppni á leikunum í fyrra.Vísir/StefánAnnie Mist Þórisdóttir var í efsta sæti í kvennaflokki eftir fyrsta daginn í gær en hún varð í 22. sæti í sjósundinu og datt niður um fjögur sæti. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark af íslensku stelpunum. Hún varð í fjórða sæti í sjósundinu og hækkaði sig úr 5. sæti í heildarkeppninni upp í sæti fjögur. Ragnheiður Sara ef því efst af íslensku keppendunum eftir fyrstu fjórar greinarnar. Katrín Tanja Davíðsdóttir náði ellefta besta tímanum og er nú komin upp í tíunda sæti eftir að hafa klikkað í annarri greininni í gær. Þuríður Erla Helgadóttir og Lilja Lind Helgadóttir sjást hér á æfingu í gær.Vísir/ValliÞuríður Erla Helgadóttir varð í 17. sæti í sjósundinu og það skilar henni í 19. sæti í heildarkeppninni. Tia-Clair Toomey kom fyrst í mark á 7:28.23 mínútum en Ragnheiður Sara kom í mark á 7:38.22 mínútum eða aðeins tíu sekúndum seinna. Tími Katrínar Tönju var 8:42.78 mínútur, Þuríður Erla kom í mark á 8:54.95 mínútum og tími Annie Mist var 9:07.82 mínútur. Björgvin Karl Guðmundsson varð í sautjánda sæti hjá körlunum en hann kom í mark á 8:12.01 mínútum og var því hálfri mínútu á eftir Ragnheiði Söru. Björgvin Karl hækkaði sig um tvö sæti og er nú í fimmta sæti í heildarkeppninni. CrossFit Tengdar fréttir Annie Mist komin í toppsætið eftir frábæra þriðju grein Annie Mist Þórisdóttir er í fyrsta sæti í keppni í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit eftir fyrsta daginn en þrjár fyrstu greinarnar fóru fram í dag. 20. júlí 2016 21:57 Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Ballið byrjað hjá skyttunum fjórum í kvennaflokki og Björgvini Guðmundssyni. 20. júlí 2016 17:45 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Sjá meira
Íslenska crossfit fólkið fékk að glíma við sjósund í fyrstu grein dagsins á heimsleikunum í crossfit og þar gekk mikið á. Allir keppendurnir, 40 karlar og 40 konur, kepptu á sama tíma þannig að þau voru að synda í einum hnapp og á móti ágætis öldum.Að neðan má sjá upptöku frá keppni í sjósundinu.Þetta snérist því ekki aðeins um að synda þessa fjarlægð heldur einnig um að þora og hafa betur í baráttu um stöðu í sjónum. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark af íslensku keppendunum og var bæði á undan Björgvini Karli Guðmundssyni og hinum þremur íslensku stelpunum, þeim Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Þuríði Erlu Helgadóttur og Annie Mist Þórisdóttur. Eftir fyrstu grein dagsins eru allar íslensku stelpurnar meðal þeirra tuttugu fremstu í heildarkeppninni. Annie Mist hefur tvívegis sigrað á heimsleikunum en þurfti að hætta keppni á leikunum í fyrra.Vísir/StefánAnnie Mist Þórisdóttir var í efsta sæti í kvennaflokki eftir fyrsta daginn í gær en hún varð í 22. sæti í sjósundinu og datt niður um fjögur sæti. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark af íslensku stelpunum. Hún varð í fjórða sæti í sjósundinu og hækkaði sig úr 5. sæti í heildarkeppninni upp í sæti fjögur. Ragnheiður Sara ef því efst af íslensku keppendunum eftir fyrstu fjórar greinarnar. Katrín Tanja Davíðsdóttir náði ellefta besta tímanum og er nú komin upp í tíunda sæti eftir að hafa klikkað í annarri greininni í gær. Þuríður Erla Helgadóttir og Lilja Lind Helgadóttir sjást hér á æfingu í gær.Vísir/ValliÞuríður Erla Helgadóttir varð í 17. sæti í sjósundinu og það skilar henni í 19. sæti í heildarkeppninni. Tia-Clair Toomey kom fyrst í mark á 7:28.23 mínútum en Ragnheiður Sara kom í mark á 7:38.22 mínútum eða aðeins tíu sekúndum seinna. Tími Katrínar Tönju var 8:42.78 mínútur, Þuríður Erla kom í mark á 8:54.95 mínútum og tími Annie Mist var 9:07.82 mínútur. Björgvin Karl Guðmundsson varð í sautjánda sæti hjá körlunum en hann kom í mark á 8:12.01 mínútum og var því hálfri mínútu á eftir Ragnheiði Söru. Björgvin Karl hækkaði sig um tvö sæti og er nú í fimmta sæti í heildarkeppninni.
CrossFit Tengdar fréttir Annie Mist komin í toppsætið eftir frábæra þriðju grein Annie Mist Þórisdóttir er í fyrsta sæti í keppni í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit eftir fyrsta daginn en þrjár fyrstu greinarnar fóru fram í dag. 20. júlí 2016 21:57 Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Ballið byrjað hjá skyttunum fjórum í kvennaflokki og Björgvini Guðmundssyni. 20. júlí 2016 17:45 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Sjá meira
Annie Mist komin í toppsætið eftir frábæra þriðju grein Annie Mist Þórisdóttir er í fyrsta sæti í keppni í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit eftir fyrsta daginn en þrjár fyrstu greinarnar fóru fram í dag. 20. júlí 2016 21:57
Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Ballið byrjað hjá skyttunum fjórum í kvennaflokki og Björgvini Guðmundssyni. 20. júlí 2016 17:45