Tjölduðu í garði læknishjónanna í Vík að þeim forspurðum Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2016 12:52 Þegar hjónin komu heim voru tveir vörpulegir ferðamenn í fastasvefni í tjaldi sem þeir höfðu komið upp fyrir framan stofuglugga þeirra. Læknishjónunum í Vík, þeim Helgu Þorbergsdóttur og Sigurgeiri Má Jenssyni, var nokkuð brugðið í brún þegar þau komu heim eftir stutt frí í Danmörku. Þetta var að kvöldi þriðjudags en þá var búið að tjalda í garði þeirra, fyrir framan stofugluggann. „Já, þetta kom okkur nokkuð spánskt fyrir sjónir. Tjaldið var þarna þegar við komum og svo var það farið þegar við fórum á fætur,“ segir Sigurgeir. En, þarna voru sem sagt tveir vörpulegir útlendingar í fastasvefni, eða Sigurgeir telur ekki óvarlegt að ætla að svo hafi verið. Hann telur ólíklegt að um Íslendinga hafi verið að ræða. Helga kíkti inní tjaldið; hélt að þarna gæti verið komið fólk sem það þekkti í óvænta heimsókn. „Hvort þetta væru einhverjir sem við þekktum. En, þá lágu þarna tveir stórir og þykkir menn í sínum svefnpokum. Með afskaplega fallegar húfur. Þannig að ég lokaði bara varlega aftur,“ segir Helga.Hjónin segja þetta sér að meinalausu, en atvikið sýnir glöggt þá stöðu sem upp er komin í ferðamálum á Íslandi. Fólk hendir sér til svefns nánast hvar sem er.Þau hjónin taka þessu atviki létt og hafa húmor fyrir því. En segja þetta jafnframt lýsandi fyrir stöðu mála. Sigurgeir segir að þetta hafi verið þeim að meinalausu. En, þetta sé til marks um hversu gríðarlega mikill ferðmannastraumurinn til Víkur hefur verið undanfarin misserin. „Það er þensla á öllum sviðum. Yfirleitt er þetta allt mjög kurteist fólk og vafalaust hafa þau ætlað að spyrja leyfis. En, við vorum ekki heima. Við myndum reyndar ekki leyfa þetta, svona almennt, að fólk sé að tjalda fyrir framan stofuglugga okkar.“ Helga segir að þau hafi sé þessa KúKú-bíla, sem fólk sefur í, áður. Stundum hafa ferðamenn lagt bak við bílskúrinn. „En, það hefur enginn tjaldað í garðinum fyrr. Það er náttúrlega gríðarlega mikið af fólki hér og maður sér fólk leggja bílum sínum í allskonar útskotum og sefur þá jafnvel í litlum fólksbílum. Hér er mikið lagt á kirkjuplaninu og á planinu við sundlaugina. Allskonar farartækjum.“ Þetta atvik, eins sérkennilegt og það er, hlýtur að fara í safnið Furðufréttir úr ferðamannabransanum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Furðufréttir úr ferðamannabransanum Kostuleg atvik, grátbrosleg og sum hver lýsa hreinlega háskalegum aðstæðum. 8. júlí 2016 14:21 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Læknishjónunum í Vík, þeim Helgu Þorbergsdóttur og Sigurgeiri Má Jenssyni, var nokkuð brugðið í brún þegar þau komu heim eftir stutt frí í Danmörku. Þetta var að kvöldi þriðjudags en þá var búið að tjalda í garði þeirra, fyrir framan stofugluggann. „Já, þetta kom okkur nokkuð spánskt fyrir sjónir. Tjaldið var þarna þegar við komum og svo var það farið þegar við fórum á fætur,“ segir Sigurgeir. En, þarna voru sem sagt tveir vörpulegir útlendingar í fastasvefni, eða Sigurgeir telur ekki óvarlegt að ætla að svo hafi verið. Hann telur ólíklegt að um Íslendinga hafi verið að ræða. Helga kíkti inní tjaldið; hélt að þarna gæti verið komið fólk sem það þekkti í óvænta heimsókn. „Hvort þetta væru einhverjir sem við þekktum. En, þá lágu þarna tveir stórir og þykkir menn í sínum svefnpokum. Með afskaplega fallegar húfur. Þannig að ég lokaði bara varlega aftur,“ segir Helga.Hjónin segja þetta sér að meinalausu, en atvikið sýnir glöggt þá stöðu sem upp er komin í ferðamálum á Íslandi. Fólk hendir sér til svefns nánast hvar sem er.Þau hjónin taka þessu atviki létt og hafa húmor fyrir því. En segja þetta jafnframt lýsandi fyrir stöðu mála. Sigurgeir segir að þetta hafi verið þeim að meinalausu. En, þetta sé til marks um hversu gríðarlega mikill ferðmannastraumurinn til Víkur hefur verið undanfarin misserin. „Það er þensla á öllum sviðum. Yfirleitt er þetta allt mjög kurteist fólk og vafalaust hafa þau ætlað að spyrja leyfis. En, við vorum ekki heima. Við myndum reyndar ekki leyfa þetta, svona almennt, að fólk sé að tjalda fyrir framan stofuglugga okkar.“ Helga segir að þau hafi sé þessa KúKú-bíla, sem fólk sefur í, áður. Stundum hafa ferðamenn lagt bak við bílskúrinn. „En, það hefur enginn tjaldað í garðinum fyrr. Það er náttúrlega gríðarlega mikið af fólki hér og maður sér fólk leggja bílum sínum í allskonar útskotum og sefur þá jafnvel í litlum fólksbílum. Hér er mikið lagt á kirkjuplaninu og á planinu við sundlaugina. Allskonar farartækjum.“ Þetta atvik, eins sérkennilegt og það er, hlýtur að fara í safnið Furðufréttir úr ferðamannabransanum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Furðufréttir úr ferðamannabransanum Kostuleg atvik, grátbrosleg og sum hver lýsa hreinlega háskalegum aðstæðum. 8. júlí 2016 14:21 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Furðufréttir úr ferðamannabransanum Kostuleg atvik, grátbrosleg og sum hver lýsa hreinlega háskalegum aðstæðum. 8. júlí 2016 14:21