Rússarnir áttu ekki svör við íslensku geðveikinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2016 07:00 Strákarnir átta sem eru í æfingahóp 20 ára landsliðsins. Mynd/KKÍ/Baldur Ragnarsson Íslensku landsliðin halda áfram að vera stóru þjóðunum skeinuhætt eins og Davíð á móti Golíat. Þetta hafa þau sýnt síðustu árin og litla Ísland minnti enn á ný á sig á alþjóðlegum vettvangi um síðustu helgi. Ísland er með í Evrópukeppni undir tuttugu ára liða á ný í körfunni og á laugardaginn vann liðið Rússa 71-65. Bestu úrslit Íslands á móti Rússum fyrir þennan sögulega leik var 16 stiga tap og Rússarnir voru einmitt komnir sextán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann. Strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir, komu til baka og urðu fyrstir íslenskra liða til að vinna Rússa í körfubolta.Nauðsynlegt skref Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara KR undanfarin þrjú ár, er þjálfari liðsins. „Það er bara frábært að við séum að keppa aftur á Evrópumóti undir 20 ára og þannig að reyna að brúa bilið á milli yngri landsliðanna og A-landsliðsins. Þetta er nauðsynlegt skref. Það er líka ekki oft sem við fáum tækifæri til að keppa á móti Rússum. Liðunum var fækkað í A-deild. Rússland, Króatía, Grikkland, Pólland, Bosnía og Svartfjallaland féllu öll í B-deildina og B-deildin er því mjög sterk í ár,“ segir Finnur.Sjokk í fyrsta leik Íslenska liðið tapaði fyrsta leik sínum en hefur síðan svarað með sigrum á Rússum og Eistum. „Hvít-Rússaleikurinn var svolítið sjokk fyrir liðið og þá sérstaklega upp á varnarleikinn að gera. Við vorum betur undir það búnir á móti Rússunum. Við duttum betur í gírinn þegar leið á leikinn. Við fórum í þessa íslensku geðveiki sem við höfum alltaf talað um hjá A-landsliðinu. Það var bara að kýla á þetta og spila hratt og reyna með því að sprengja upp leikinn,“ segir Finnur. Í liði hans eru strákar sem voru í stórum hlutverkum hjá meistaraflokkum sínum undanfarin tímabil.Skemmtilega samsett lið „Þeir eru klárir í slaginn, eru ekkert hikandi eða smeykir. Þeir eru ákveðnir og hræðast ekki neitt. Það er munur að vera með stráka sem eru vanir að spila á móti fullorðnum karlmönnum þó að varnarleikurinn hérna sé svolítið öðruvísi en við erum vanir heima. Þetta er mjög skemmtilega samsett lið og strákar sem lofa góðu fyrir framtíðina,“ segir Finnur. Átta þeirra eru í æfingahóp A-landsliðsins og þar er Finnur aðstoðarþjálfari. Er þetta ekki bara ein stór áheyrnarprufa hjá þessum strákum? „Jú, að sjálfsögðu. Við ætlum síðan að sjá hvernig strákarnir koma inn í prógrammið heima þegar þeir koma til baka eftir mótið. Stóri hópurinn byrjar að æfa í vikunni en við komum heim á mánudaginn og strákarnir byrja að æfa fljótlega eftir það. Það verður mjög athyglisvert að sjá hvernig þeir standa miðað við þessa karla heima eftir þetta mót,“ segir Finnur. A-landsliðið keppir í undankeppni EM í haust þar sem liðið reynir að komast á sitt annað Eurobasket-mót í röð.Geta tekið við keflinu Finnur segir að í 20 ára liðinu séu leikmenn sem geti náð langt. „Ég sé fyrir mér í framtíðinni að hér séu strákar sem eru klárir í það að taka við keflinu af eldri strákunum í A-landsliðinu. Þeir þurfa að hugsa um það að leggja hart að sér áfram. Þeir eru gríðarlega góðir og hafa staðið sig vel heima en þeir eiga enn þá mikið verk fyrir höndum ef þeir ætla að komast í fremstu röð. Það er núna bara í þeirra höndum hversu langt þeir vilja ná, hversu mikið þeir eru tilbúnir að leggja á sig því hæfileikarnir eru klárlega til staðar,“ segir Finnur. Íslenska liðið fékk tveggja daga hvíld en mætir Póllandi í dag þar sem sigur tryggir liðinu sæti í átta liða úrslitum. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Íslensku landsliðin halda áfram að vera stóru þjóðunum skeinuhætt eins og Davíð á móti Golíat. Þetta hafa þau sýnt síðustu árin og litla Ísland minnti enn á ný á sig á alþjóðlegum vettvangi um síðustu helgi. Ísland er með í Evrópukeppni undir tuttugu ára liða á ný í körfunni og á laugardaginn vann liðið Rússa 71-65. Bestu úrslit Íslands á móti Rússum fyrir þennan sögulega leik var 16 stiga tap og Rússarnir voru einmitt komnir sextán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann. Strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir, komu til baka og urðu fyrstir íslenskra liða til að vinna Rússa í körfubolta.Nauðsynlegt skref Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara KR undanfarin þrjú ár, er þjálfari liðsins. „Það er bara frábært að við séum að keppa aftur á Evrópumóti undir 20 ára og þannig að reyna að brúa bilið á milli yngri landsliðanna og A-landsliðsins. Þetta er nauðsynlegt skref. Það er líka ekki oft sem við fáum tækifæri til að keppa á móti Rússum. Liðunum var fækkað í A-deild. Rússland, Króatía, Grikkland, Pólland, Bosnía og Svartfjallaland féllu öll í B-deildina og B-deildin er því mjög sterk í ár,“ segir Finnur.Sjokk í fyrsta leik Íslenska liðið tapaði fyrsta leik sínum en hefur síðan svarað með sigrum á Rússum og Eistum. „Hvít-Rússaleikurinn var svolítið sjokk fyrir liðið og þá sérstaklega upp á varnarleikinn að gera. Við vorum betur undir það búnir á móti Rússunum. Við duttum betur í gírinn þegar leið á leikinn. Við fórum í þessa íslensku geðveiki sem við höfum alltaf talað um hjá A-landsliðinu. Það var bara að kýla á þetta og spila hratt og reyna með því að sprengja upp leikinn,“ segir Finnur. Í liði hans eru strákar sem voru í stórum hlutverkum hjá meistaraflokkum sínum undanfarin tímabil.Skemmtilega samsett lið „Þeir eru klárir í slaginn, eru ekkert hikandi eða smeykir. Þeir eru ákveðnir og hræðast ekki neitt. Það er munur að vera með stráka sem eru vanir að spila á móti fullorðnum karlmönnum þó að varnarleikurinn hérna sé svolítið öðruvísi en við erum vanir heima. Þetta er mjög skemmtilega samsett lið og strákar sem lofa góðu fyrir framtíðina,“ segir Finnur. Átta þeirra eru í æfingahóp A-landsliðsins og þar er Finnur aðstoðarþjálfari. Er þetta ekki bara ein stór áheyrnarprufa hjá þessum strákum? „Jú, að sjálfsögðu. Við ætlum síðan að sjá hvernig strákarnir koma inn í prógrammið heima þegar þeir koma til baka eftir mótið. Stóri hópurinn byrjar að æfa í vikunni en við komum heim á mánudaginn og strákarnir byrja að æfa fljótlega eftir það. Það verður mjög athyglisvert að sjá hvernig þeir standa miðað við þessa karla heima eftir þetta mót,“ segir Finnur. A-landsliðið keppir í undankeppni EM í haust þar sem liðið reynir að komast á sitt annað Eurobasket-mót í röð.Geta tekið við keflinu Finnur segir að í 20 ára liðinu séu leikmenn sem geti náð langt. „Ég sé fyrir mér í framtíðinni að hér séu strákar sem eru klárir í það að taka við keflinu af eldri strákunum í A-landsliðinu. Þeir þurfa að hugsa um það að leggja hart að sér áfram. Þeir eru gríðarlega góðir og hafa staðið sig vel heima en þeir eiga enn þá mikið verk fyrir höndum ef þeir ætla að komast í fremstu röð. Það er núna bara í þeirra höndum hversu langt þeir vilja ná, hversu mikið þeir eru tilbúnir að leggja á sig því hæfileikarnir eru klárlega til staðar,“ segir Finnur. Íslenska liðið fékk tveggja daga hvíld en mætir Póllandi í dag þar sem sigur tryggir liðinu sæti í átta liða úrslitum.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira