Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, segir rússnesku leyniþjónustuna bera ábyrgð á tölvuárás sem gerð var á tölvukerfi Demókrataflokksins.
Í samtali við sjónvarpsstöðina Fox News sakaði Clinton jafnframt Donald Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins um að styðja Vladimír Pútín Rússlandsforseta.
„Við vitum að rússneska leyniþjónustan braust inn í tölvukerfi Demókrataflokksins og við vitum að þeir sáu til þess að mörgum þessara tölvupósta var lekið. Við vitum líka að Donald Trump hefur sýnt óþægilegan vilja til að styðja Pútín,“ sagði Clinton.
Fyrr í vikunni var greint frá því að tölvuþrjótar hefðu komist yfir viðkvæmar upplýsingar um forsetaframboð Clinton.
Áður hafði trúnaðargögnum einnig verið stolið sem sýndu fram á að hluti starfsmanna flokksins hafi verið hlutdrægir í forkosningum flokksins sem leiddu til þess að Debbie Wassermann Schultz þurfti að segja af sér sem framkvæmdastjóri flokksins.
Clinton segir rússnesku leyniþjónustuna bera ábyrgð á tölvuárás

Tengdar fréttir

Önnur tölvuárás gerð á kerfi Demókrataflokksins
Í yfirlýsingu frá bandarískum yfirvöldum segir að þau telji að netárásin hafi verið gerð að beiðni rússnesku leyniþjónustunnar.

Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi
Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins.

Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump
Hillary Clinton birtist kjósendum sem hinn bjartsýni frambjóðandi í ræðu sinni á flokksþingi demókrata.

Trump hvetur Rússa til að leka tölvupóstum Hillary Clinton
Wikileaks hefur einnig birt tugþúsundir tölvupósta frá Hillary Clinton.