Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. ágúst 2016 14:45 Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum. Vísir/Getty Verulega hefur skilið að á milli forsetaframbjóðenda tveggja stærstu flokkanna í Bandaríkjunum á undanförnum dögum. Samkvæmt sérstakri spá kosninga- og tölfræðivefs FiveThirtyEight mun Hillary Clinton, frambjóðandi Demókrata vinna öruggan sigur á Donald Trump frambjóðanda Repúblikana. Hafa aðstandendur vefsins útbúið sérstaka kosningaspá þar sem teknar eru saman niðurstöður allrar skoðanakannanna sem framkvæmdar eru í Bandaríkjunum. Út frá þeim er líkt eftir niðurstöðum tuttugu þúsund kosninga og út koma líkurnar á því hver muni sigra í kosningunum sem haldnar verða í nóvember. Þegar þetta er skrifað líta útreikningar FiveThirtyEight svona út.Sigurlíkurnar eins og staðan er í dag.VísirÞróunin hefur í raun verið mjög dramatísk undanfarna viku eða svo en frá 30. júlí síðastliðnum, þegar Trump var nánast búinn að ná í skottið á Clinton, hefur hún hreinlega stungið af líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Trump sótti mjög í sig veðrið í aðdraganda og fyrstu dagana eftir flokksþing Repúblikanaflokksins. Vel þekkt er í bandarískum stjórnmálum að frambjóðendur njóti aukins fylgis í skoðanakönnunum á meðan flokksþingin standa yfir og var engin undantekning þar á eftir flokksþing Repúblikana þetta árið sem stóð yfir frá 18.-21. júlí. Þá var á svipuðum tíma mikið fjallað um tölvupóstmál Clinton frá því að hún var utanríkisráðherra og naut Trump þess í skoðanakönnunum. Hægt er að útskýra þessa miklu sókn Clinton að hluta til með hinni þekktu fylgisaukningu í kjölfar flokksþinga en flokksþing Demókrata fór fram 25.-28. júlí, helgina eftir flokksþing Repúblikana.Svona hefur þróunin verið frá 30. júlí til dagsins í dag.VísirÞá hefur Trump lent í miklum vandræðum að undanförnu og telur þar líklega mest deila hans við fjölskyldu Humayun Khan, hermanns sem lést í Írak árið 2004, en þeir ávörpuðu flokksþing Demókrata. Gagnrýndu þau Trump fyrir stefnu sína og orð í garð múslima en Khan, sem lét lífið fyrir þjóð sína, var múslimi. Hefur Trump lagt til að múslimum verði hreinlega meinað að koma til Bandaríkjanna. Þótti óvægin gagnrýni Trump á foreldra Khan ómakleg og ljóst að rekja má hluta fylgishruns Trump til þess. Var hann m.a. harðlega gagnrýndur af eigin flokksmönnum, þar á meðal John McCain, fyrrum forsetaefni Repúblikana og einum helsta þungavigtarmanni flokksins. Þá hafa ýmsir innan raða Repúblikanaflokksins gagnrýnt Trump harðlega, þar á meðal 50 helstu sérfræðingar flokksins í þjóðaröryggismálum og segja þeir stefnu Trump í þeim málaflokki beinlínis hættulega. Ekki batnaði það þegar Trump kallaði eftir því að Rússar myndu stunda njósnir um Clinton eða þegar hann kallaði Clinton djöfulinn sjálfan. Clinton leiðir nú í nánast hverri einustu skoðanakönnun sem gerð er á landsvísu og samkvæmt spá FiveThirtyEight mun Clinton sigra í kosningunum með yfirburðum. Gert er ráð fyrir að Clinton hljóti 365 kjörmenn gegn 172 kjörmönnum Trump. Í grein á FiveThirtyEight þar sem fjallað er um fylgishrun er þó sérstaklega fram að spá síðunnar sé byggð á skoðanakönnunum sem geti auðveldlega breyst. Eins og staðan er núna séu þó yfirgnæfandi líkur á því að á næsta ári setjist kona í fyrsta sinn í æðsta valdastól Bandaríkjanna.Til vinstri má sjá áætlaðan fjölda kjörmanna, til hægri áætlaðan prósentufjölda greiddra atkvæða. Donald Trump Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Verulega hefur skilið að á milli forsetaframbjóðenda tveggja stærstu flokkanna í Bandaríkjunum á undanförnum dögum. Samkvæmt sérstakri spá kosninga- og tölfræðivefs FiveThirtyEight mun Hillary Clinton, frambjóðandi Demókrata vinna öruggan sigur á Donald Trump frambjóðanda Repúblikana. Hafa aðstandendur vefsins útbúið sérstaka kosningaspá þar sem teknar eru saman niðurstöður allrar skoðanakannanna sem framkvæmdar eru í Bandaríkjunum. Út frá þeim er líkt eftir niðurstöðum tuttugu þúsund kosninga og út koma líkurnar á því hver muni sigra í kosningunum sem haldnar verða í nóvember. Þegar þetta er skrifað líta útreikningar FiveThirtyEight svona út.Sigurlíkurnar eins og staðan er í dag.VísirÞróunin hefur í raun verið mjög dramatísk undanfarna viku eða svo en frá 30. júlí síðastliðnum, þegar Trump var nánast búinn að ná í skottið á Clinton, hefur hún hreinlega stungið af líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Trump sótti mjög í sig veðrið í aðdraganda og fyrstu dagana eftir flokksþing Repúblikanaflokksins. Vel þekkt er í bandarískum stjórnmálum að frambjóðendur njóti aukins fylgis í skoðanakönnunum á meðan flokksþingin standa yfir og var engin undantekning þar á eftir flokksþing Repúblikana þetta árið sem stóð yfir frá 18.-21. júlí. Þá var á svipuðum tíma mikið fjallað um tölvupóstmál Clinton frá því að hún var utanríkisráðherra og naut Trump þess í skoðanakönnunum. Hægt er að útskýra þessa miklu sókn Clinton að hluta til með hinni þekktu fylgisaukningu í kjölfar flokksþinga en flokksþing Demókrata fór fram 25.-28. júlí, helgina eftir flokksþing Repúblikana.Svona hefur þróunin verið frá 30. júlí til dagsins í dag.VísirÞá hefur Trump lent í miklum vandræðum að undanförnu og telur þar líklega mest deila hans við fjölskyldu Humayun Khan, hermanns sem lést í Írak árið 2004, en þeir ávörpuðu flokksþing Demókrata. Gagnrýndu þau Trump fyrir stefnu sína og orð í garð múslima en Khan, sem lét lífið fyrir þjóð sína, var múslimi. Hefur Trump lagt til að múslimum verði hreinlega meinað að koma til Bandaríkjanna. Þótti óvægin gagnrýni Trump á foreldra Khan ómakleg og ljóst að rekja má hluta fylgishruns Trump til þess. Var hann m.a. harðlega gagnrýndur af eigin flokksmönnum, þar á meðal John McCain, fyrrum forsetaefni Repúblikana og einum helsta þungavigtarmanni flokksins. Þá hafa ýmsir innan raða Repúblikanaflokksins gagnrýnt Trump harðlega, þar á meðal 50 helstu sérfræðingar flokksins í þjóðaröryggismálum og segja þeir stefnu Trump í þeim málaflokki beinlínis hættulega. Ekki batnaði það þegar Trump kallaði eftir því að Rússar myndu stunda njósnir um Clinton eða þegar hann kallaði Clinton djöfulinn sjálfan. Clinton leiðir nú í nánast hverri einustu skoðanakönnun sem gerð er á landsvísu og samkvæmt spá FiveThirtyEight mun Clinton sigra í kosningunum með yfirburðum. Gert er ráð fyrir að Clinton hljóti 365 kjörmenn gegn 172 kjörmönnum Trump. Í grein á FiveThirtyEight þar sem fjallað er um fylgishrun er þó sérstaklega fram að spá síðunnar sé byggð á skoðanakönnunum sem geti auðveldlega breyst. Eins og staðan er núna séu þó yfirgnæfandi líkur á því að á næsta ári setjist kona í fyrsta sinn í æðsta valdastól Bandaríkjanna.Til vinstri má sjá áætlaðan fjölda kjörmanna, til hægri áætlaðan prósentufjölda greiddra atkvæða.
Donald Trump Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira