Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 22:35 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir í æfingu á jafnvægisslá í kvöld. Vísir/Anton Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. Hún keppir fyrir Holland þar sem hún hefur búið alla sína ævi en hún á íslenska foreldra sem fluttu á sinum tíma út til Hollands. Eyþóra er í áttunda sæti nú þegar aðeins einn hópur á eftir að keppa í undankeppninni í fjölþraut kvenna. Það eru ekki nógu margar sem eiga eftir að keppa til að ýta henni niður fyrir 24. sæti. Sætið hennar er því öruggt. Þetta var frábært kvöld hjá Eyþóru í úrslitum í fjölþraut kvenna en hún fékk samtals 57.566 stig fyrir æfingar sínar. Allt gekk nánast upp hjá henni fyrir utan lítið fall í lok gólfæfinganna. Eyþóra Elísabet, sem talar fína íslensku var líka ánægð í viðtölum við fjölmiðla eftir keppnina. „Þetta var alveg yndislegt kvöld. Auðvitað kom þetta litla fall á gólfinu en maður gleymir því ég er kominn í úrslit í fjölþraut og geta því bætt fyrir þetta þar. Þetta var mjög gaman," sagði Eyþóra eftir keppnina í kvöld. En hvað þýddi fallið á gólfinu, fór þar kannski möguleikinn á að komast í úrslitin á gólfinu. „Ég átti kannski möguleika þar en það hefði ekki komið í ljós fyrr en eftir að öll keppnin klárast. Þá kæmi í ljós hvort að einkunn mín með einum heilum meira hefði verið nóg til að koma mér í úrslitin þar eða ekki," sagði Eyþóra. Eyþór fékk 13.633 í einkunn fyrir gólfið en það var dreginn einn heill frá þeirri einkunn af því að hún datt. „Vonandi ekki því þá líður mér aðeins betur. Ég er komin í ein úrslit og kannski kemst hollenska liðið í úrslit líka þannig að þetta er alveg yndislegt," sagði Eyþóra. „Það verður núna að spennandi að sjá hvort við komust líka í úrslitin í liðakeppninni," sagði Eyþóra. Holland er eins og er í sjöunda sæti en átta efstu liðin komast áfram. Þetta verður því tæpt. Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþrautinni en Eyþóra Elísabet keppir til úrslita í fjölþrautinni á fimmtudagskvöldið. Komist hollenska liðið í úrslit verða þau á þriðjudagskvöldið. Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01 Irina skrifaði nýjan kafla í fimleikasögunni en komst ekki í úrslit Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþraut kvenna en hún varð í kvöld fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að taka þátt í Ólympíuleikum. 7. ágúst 2016 22:00 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. Hún keppir fyrir Holland þar sem hún hefur búið alla sína ævi en hún á íslenska foreldra sem fluttu á sinum tíma út til Hollands. Eyþóra er í áttunda sæti nú þegar aðeins einn hópur á eftir að keppa í undankeppninni í fjölþraut kvenna. Það eru ekki nógu margar sem eiga eftir að keppa til að ýta henni niður fyrir 24. sæti. Sætið hennar er því öruggt. Þetta var frábært kvöld hjá Eyþóru í úrslitum í fjölþraut kvenna en hún fékk samtals 57.566 stig fyrir æfingar sínar. Allt gekk nánast upp hjá henni fyrir utan lítið fall í lok gólfæfinganna. Eyþóra Elísabet, sem talar fína íslensku var líka ánægð í viðtölum við fjölmiðla eftir keppnina. „Þetta var alveg yndislegt kvöld. Auðvitað kom þetta litla fall á gólfinu en maður gleymir því ég er kominn í úrslit í fjölþraut og geta því bætt fyrir þetta þar. Þetta var mjög gaman," sagði Eyþóra eftir keppnina í kvöld. En hvað þýddi fallið á gólfinu, fór þar kannski möguleikinn á að komast í úrslitin á gólfinu. „Ég átti kannski möguleika þar en það hefði ekki komið í ljós fyrr en eftir að öll keppnin klárast. Þá kæmi í ljós hvort að einkunn mín með einum heilum meira hefði verið nóg til að koma mér í úrslitin þar eða ekki," sagði Eyþóra. Eyþór fékk 13.633 í einkunn fyrir gólfið en það var dreginn einn heill frá þeirri einkunn af því að hún datt. „Vonandi ekki því þá líður mér aðeins betur. Ég er komin í ein úrslit og kannski kemst hollenska liðið í úrslit líka þannig að þetta er alveg yndislegt," sagði Eyþóra. „Það verður núna að spennandi að sjá hvort við komust líka í úrslitin í liðakeppninni," sagði Eyþóra. Holland er eins og er í sjöunda sæti en átta efstu liðin komast áfram. Þetta verður því tæpt. Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþrautinni en Eyþóra Elísabet keppir til úrslita í fjölþrautinni á fimmtudagskvöldið. Komist hollenska liðið í úrslit verða þau á þriðjudagskvöldið.
Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01 Irina skrifaði nýjan kafla í fimleikasögunni en komst ekki í úrslit Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþraut kvenna en hún varð í kvöld fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að taka þátt í Ólympíuleikum. 7. ágúst 2016 22:00 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira
Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01
Irina skrifaði nýjan kafla í fimleikasögunni en komst ekki í úrslit Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþraut kvenna en hún varð í kvöld fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að taka þátt í Ólympíuleikum. 7. ágúst 2016 22:00