Bjóða upp á tjaldgistingu fyrir sautján þúsund krónur nóttina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2016 14:39 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Getty Framtakssamir frumkvöðlar í ferðaþjónustu bjóða nú upp á nýstárlega þjónustu í ferðamennsku hér á landi. Hægt er að leigja gistingu í svokölluðum lúxustjöldum á tjaldsvæði í Mosfellsbæ. Kostar nóttin litlar sautján þúsund krónur en pláss er fyrir fimm í tjaldinu. Hægt er að bóka gistingu í tjöldunum á bókunarsíðunni Booking.com. Þar má sjá að inn í gjaldinu er fjallaútsýni og grillaðstaða auk þess sem að inn í tjaldinu er allt sem þarf fyrir svefninn, rúm, sængurföt og koddar. Þá geta þeir sem nýta sér gistingu nýtt sér salernis- og sturtuaðstöðu á tjaldsvæðinu en handklæði fylgja með tjaldinu. Tjaldsvæðið sem um ræðir er Mosskógar í Mossfellsdal. Staðarhaldari þar er Jón Jóhannsson og í samtali við Vísi tók hann skýrt fram að þessi þjónusta væri ekki á vegum tjaldsvæðisins. Fyrir nokkru hafi hópur manna komið með þessa hugmynd og hafi hann tekið ágætlega í hana, svo lengi sem að gjaldið fyrir gistinguna á tjaldsvæðinu yrði greitt, 1600 krónur. Þá hafi þeir samið um að starfsmenn tjaldsvæðisins myndu færa tjaldið öðru hvoru svo grasið undir myndi ekki skemmast. Hann hafi þó ekki orðið var við að neinn hafi nýtt sér þessa þjónustu enn sem komið en á Booking.com má sjá að tjaldgistingin hefur verið í boði frá 18. júlí síðastliðnum. Jón segir raunar að tjöldin aldrei verið sett upp, utan eitt skipti fyrir myndatöku en afrakstur hennar má sjá á vef Booking.com Tjöldin eru auglýst sem lúxustjöld en samkvæmt heimildum Vísis kostar eitt slíkt tjald um 129 þúsund krónur. Þarf því að bóka tjaldið í rétta rúma viku áður en mögulegt er að það borgi sig hreinlega að fjárfesta í einu slíku tjaldi. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Framtakssamir frumkvöðlar í ferðaþjónustu bjóða nú upp á nýstárlega þjónustu í ferðamennsku hér á landi. Hægt er að leigja gistingu í svokölluðum lúxustjöldum á tjaldsvæði í Mosfellsbæ. Kostar nóttin litlar sautján þúsund krónur en pláss er fyrir fimm í tjaldinu. Hægt er að bóka gistingu í tjöldunum á bókunarsíðunni Booking.com. Þar má sjá að inn í gjaldinu er fjallaútsýni og grillaðstaða auk þess sem að inn í tjaldinu er allt sem þarf fyrir svefninn, rúm, sængurföt og koddar. Þá geta þeir sem nýta sér gistingu nýtt sér salernis- og sturtuaðstöðu á tjaldsvæðinu en handklæði fylgja með tjaldinu. Tjaldsvæðið sem um ræðir er Mosskógar í Mossfellsdal. Staðarhaldari þar er Jón Jóhannsson og í samtali við Vísi tók hann skýrt fram að þessi þjónusta væri ekki á vegum tjaldsvæðisins. Fyrir nokkru hafi hópur manna komið með þessa hugmynd og hafi hann tekið ágætlega í hana, svo lengi sem að gjaldið fyrir gistinguna á tjaldsvæðinu yrði greitt, 1600 krónur. Þá hafi þeir samið um að starfsmenn tjaldsvæðisins myndu færa tjaldið öðru hvoru svo grasið undir myndi ekki skemmast. Hann hafi þó ekki orðið var við að neinn hafi nýtt sér þessa þjónustu enn sem komið en á Booking.com má sjá að tjaldgistingin hefur verið í boði frá 18. júlí síðastliðnum. Jón segir raunar að tjöldin aldrei verið sett upp, utan eitt skipti fyrir myndatöku en afrakstur hennar má sjá á vef Booking.com Tjöldin eru auglýst sem lúxustjöld en samkvæmt heimildum Vísis kostar eitt slíkt tjald um 129 þúsund krónur. Þarf því að bóka tjaldið í rétta rúma viku áður en mögulegt er að það borgi sig hreinlega að fjárfesta í einu slíku tjaldi.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira