Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Donald Trump hefur með framferði sínu vakið bæði reiði og ugg meðal áhrifamanna í Repúblikanaflokknum. Vísir/EPA Donald Trump lætur allt flakka eins og enginn sé morgundagurinn, þótt hann sé formlega orðinn forsetaefni Repúblikanaflokksins og þyrfti kannski að haga orðum sínum í samræmi við það. Til dæmis vakti hann hneyksli með ummælum um móður ungs hermanns, múslima, sem lét lífið í Írak. Faðir piltsins hafði flutt ræðu á flokksþingi demókrata, meðan móðirin stóð þögul við hlið hans. Áhrifin láta ekki á sér standa: Fylgi hans hefur dalað verulega og líkurnar á sigri í forsetakosningunum í nóvember minnka hratt. Bandaríska ABC-sjónvarpsstöðin segir að áhrifamenn innan flokksins séu farnir að hafa áhyggjur af því að mótlætið verði til þess að hann muni hætta við framboðið. Þá þyrftu þeir í snatri að finna einhvern í staðinn. Algerlega óljóst er hver það ætti að verða. Ekki er sjálfgefið að það verði varaforsetaefnið Mike Pence. Ekki er heldur sjálfgefið að það verði einhver þeirra repúblikana sem hafa sóst eftir að verða forsetaefni flokksins. Það mætti hins vegar ekki dragast mjög því að með tímanum verður æ flóknara að setja annað nafn á kjörseðlana. Fylgi Trumps hefur fallið hratt á síðustu dögum. Líkurnar á að hann sigri eru nú komnar niður í 22 til 27 prósent samkvæmt kosningavefnum fivethirtyeight.com. Ef kosið væri strax reiknast líkurnar 9 prósent. Kosningafræðingar eru einnig farnir að velta því fyrir sér hvort neikvæð áhrif Trumps á Repúblikanaflokkinn geti smitað frá sér yfir á þingkosningarnar, þannig að þingmeirihluti flokksins í öldungadeildinni verði úr sögunni þegar nýtt þing kemur saman í janúar. Harry Enten, stjórnmálaskýrandi á kosningavefnum fivethirtyeight.com, bendir á að í flestum svonefndum lykilríkjum kosninganna sé Trump nú með minna fylgi en frambjóðandi repúblikana til öldungadeildarinnar: „Ef staða Trumps skánar ekki þá munu repúblikanar því aðeins geta haldið meirihluta í öldungadeildinni að nógu margir kjósendur skipti atkvæðum sínum og kjósi repúblikana í öldungadeildina en ekki í forsetakjörinu,“ skrifar Enten. Barack Obama Bandaríkjaforseti.Vísir/EPAÁnægjan með Obama eykstAlmenningur í Bandaríkjunum er ánægðari með frammistöðu Baracks Obama forseta nú en mælst hefur síðan í byrjun seinna kjörtímabil hans í janúar 2013. Samkvæmt skoðanakönnun CNN-stöðvarinnar segjast 54 prósent Bandaríkjamanna ánægð með forsetann, en 45 prósent eru óánægð. Ánægjan er meiri meðal yngra fólks en eldra. Hún mælist líka meiri meðal þéttbýlisbúa en dreifbýlisbúa. Einnig mælist hún meiri meðal þeirra sem hafa meiri menntun en minni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fordæmir Trump en styður hann samt áfram Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur ekki dregið til baka stuðning sinn við Donald Trump, en fordæmir engu að síður orð Trumps í garð bandarískra múslimahjóna sem stigu á svið á landsþingi Demókrataflokksins í síðustu viku. 2. ágúst 2016 07:00 Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10 Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Donald Trump lætur allt flakka eins og enginn sé morgundagurinn, þótt hann sé formlega orðinn forsetaefni Repúblikanaflokksins og þyrfti kannski að haga orðum sínum í samræmi við það. Til dæmis vakti hann hneyksli með ummælum um móður ungs hermanns, múslima, sem lét lífið í Írak. Faðir piltsins hafði flutt ræðu á flokksþingi demókrata, meðan móðirin stóð þögul við hlið hans. Áhrifin láta ekki á sér standa: Fylgi hans hefur dalað verulega og líkurnar á sigri í forsetakosningunum í nóvember minnka hratt. Bandaríska ABC-sjónvarpsstöðin segir að áhrifamenn innan flokksins séu farnir að hafa áhyggjur af því að mótlætið verði til þess að hann muni hætta við framboðið. Þá þyrftu þeir í snatri að finna einhvern í staðinn. Algerlega óljóst er hver það ætti að verða. Ekki er sjálfgefið að það verði varaforsetaefnið Mike Pence. Ekki er heldur sjálfgefið að það verði einhver þeirra repúblikana sem hafa sóst eftir að verða forsetaefni flokksins. Það mætti hins vegar ekki dragast mjög því að með tímanum verður æ flóknara að setja annað nafn á kjörseðlana. Fylgi Trumps hefur fallið hratt á síðustu dögum. Líkurnar á að hann sigri eru nú komnar niður í 22 til 27 prósent samkvæmt kosningavefnum fivethirtyeight.com. Ef kosið væri strax reiknast líkurnar 9 prósent. Kosningafræðingar eru einnig farnir að velta því fyrir sér hvort neikvæð áhrif Trumps á Repúblikanaflokkinn geti smitað frá sér yfir á þingkosningarnar, þannig að þingmeirihluti flokksins í öldungadeildinni verði úr sögunni þegar nýtt þing kemur saman í janúar. Harry Enten, stjórnmálaskýrandi á kosningavefnum fivethirtyeight.com, bendir á að í flestum svonefndum lykilríkjum kosninganna sé Trump nú með minna fylgi en frambjóðandi repúblikana til öldungadeildarinnar: „Ef staða Trumps skánar ekki þá munu repúblikanar því aðeins geta haldið meirihluta í öldungadeildinni að nógu margir kjósendur skipti atkvæðum sínum og kjósi repúblikana í öldungadeildina en ekki í forsetakjörinu,“ skrifar Enten. Barack Obama Bandaríkjaforseti.Vísir/EPAÁnægjan með Obama eykstAlmenningur í Bandaríkjunum er ánægðari með frammistöðu Baracks Obama forseta nú en mælst hefur síðan í byrjun seinna kjörtímabil hans í janúar 2013. Samkvæmt skoðanakönnun CNN-stöðvarinnar segjast 54 prósent Bandaríkjamanna ánægð með forsetann, en 45 prósent eru óánægð. Ánægjan er meiri meðal yngra fólks en eldra. Hún mælist líka meiri meðal þéttbýlisbúa en dreifbýlisbúa. Einnig mælist hún meiri meðal þeirra sem hafa meiri menntun en minni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fordæmir Trump en styður hann samt áfram Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur ekki dregið til baka stuðning sinn við Donald Trump, en fordæmir engu að síður orð Trumps í garð bandarískra múslimahjóna sem stigu á svið á landsþingi Demókrataflokksins í síðustu viku. 2. ágúst 2016 07:00 Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10 Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Fordæmir Trump en styður hann samt áfram Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur ekki dregið til baka stuðning sinn við Donald Trump, en fordæmir engu að síður orð Trumps í garð bandarískra múslimahjóna sem stigu á svið á landsþingi Demókrataflokksins í síðustu viku. 2. ágúst 2016 07:00
Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10
Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24