Vandamál í veitingabransanum: Finnur enga íslenska uppvaskara eða vínþjóna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. ágúst 2016 04:00 Fréttablaðið greindi frá því í gær að verulegur skortur væri á starfsfólki á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Veitingastöðum á landinu gengur mörgum illa að ráða til sín starfsmenn með reynslu af þjónsstörfum eða matreiðslu. Fréttablaðið greindi frá því í gær að verulegur skortur væri á starfsfólki á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þetta staðfestu framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands. Þeir segja þetta aðallega eiga við um þjónustu- og iðnaðarstörf og virðast ástæður vera margþættar. Fjölgun ferðamanna í landinu og uppsveifla í efnahagslífinu er meðal þess sem talið er hafa áhrif. „Þetta er auðvitað vandamál,“ segir Guðjón Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri veitingastaðarins Bazaar, en erfitt reyndist að fá starfsfólk með reynslu í þjónustustörf þegar staðurinn var opnaður í maí. Brugðið var á það ráð að fá starfsfólk að utan í gegn um vinnumiðlun. „Við fengum ekki fólk með reynslu í störfin á Íslandi og þurftum því að leita út fyrir landsteinana. Það reyndar gekk svo ekki upp því að starfsfólkið sem kom var ekki með þá reynslu sem við vorum að leita eftir,“ segir Guðjón en í dag leitar Bazaar enn að starfsfólki. Hann segir að það gangi nokkuð betur að ráða á þessum tíma þar sem sumarið er að klárast en á sumrin fari margir þjónar og matreiðslumenn út á land að vinna. „Ég hef verið í þessum bransa í mörg ár og veit að þetta er vandamál í bænum. Það er hins vegar jafnvel meira mál úti á landi og þar er verið að bjóða starfsfólki hærri laun fyrir að koma og vinna,“ segir hann.Leita að fólki í útlöndum Guðjón segist neyðast til að fá starfsfólk að utan í vinnu. „Við þurfum til dæmis að fá uppvaskara í gegn um vinnumiðlun þar sem við fáum bara alls enga Íslendinga í þau störf. Við erum líka með mikið úrval af léttvíni á Bazaar en það finnast engir vínþjónar á Íslandi og erum við því að leita að faglærðum vínþjóni erlendis.“ Guðjón segir kostinn hins vegar vera þann að mikið sé að gera í þessum bransa enda uppsveifla í landinu og fleiri ferðamenn. Hrefna Sætran, eigandi Grillmarkaðarins og Fiskmarkaðarins, hefur tekið eftir því að aðsókn nema í matreiðslu minnkar. „Þjónanemar hafa lengi verið fáir en það er miklu minna um matreiðslunema en áður var,“ segir hún en bætir við að veitingastaðir sínir hafi þó verið heppnir með starfsfólk. „Við höfum marga faglærða og það er af því að þegar við byrjuðum fengum við góðan kjarna af fólki. Við höfum til dæmis ekki lent í því að þurfa að ráða þjóna sem tala ekki íslensku,“ segir Hrefna. Hún segir stöðuna í dag einfaldlega þannig að ekki séu til nægilega margir faglærðir þjónar og matreiðslumenn til að sinna eftirspurninni. „Það sem hefur líka verið að gerast í gegnum árin er að veitingastaðir úti á landi bjóða betur í kokkanema til að þeir komi og vinni fyrir þá. Neminn segir þá upp samningnum við staðinn sem hann er að læra á. Þegar neminn hefur hætt í námi er ólíklegt að hann byrji aftur,“ segir Hrefna en hún þekkir mörg slík dæmi.Hörð keppni um starfsfólk Hrefna Sverrisdóttir, eigandi veitingastaðarins Roks, tekur undir með Guðjóni og Hrefnu Sætran og segir að það hafi reynst mjög erfitt að fá starfsfólk með reynslu. Rok sé nýr staður og þurfi því að keppa við rótgrónari aðila um starfsfólk. Auðveldara sé fyrir þá aðila að bjóða betur. „Það er búin að vera gríðarleg vinna að þjálfa fólk sem ekki er með reynslu og við ákváðum að fjárfesta í því að þjálfa mannskapinn vel og þannig vonast til að halda í hann,“ segir Hrefna en hún telur að það sé mikil hreyfing í þjónustustörfum á borð við þjónsstörf. „Það eru mjög fáir að horfa á þjónsstarfið sem framtíðarstarfið.“ Hrefna segist halda að fjölgun veitingahúsa og hótela hafi áhrif á framboð starfsmanna í geiranum. Eftirspurnin sé orðin svo mikil.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016 Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gengur afar illa að manna störf Erfitt er að fá starfsfólk í fjölmörg störf á Íslandi. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur ASÍ, formaður RSÍ og formaður MATVÍS. Fleiri atvinnurekendur þurfa að leita til útlanda. 17. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
Veitingastöðum á landinu gengur mörgum illa að ráða til sín starfsmenn með reynslu af þjónsstörfum eða matreiðslu. Fréttablaðið greindi frá því í gær að verulegur skortur væri á starfsfólki á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þetta staðfestu framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands. Þeir segja þetta aðallega eiga við um þjónustu- og iðnaðarstörf og virðast ástæður vera margþættar. Fjölgun ferðamanna í landinu og uppsveifla í efnahagslífinu er meðal þess sem talið er hafa áhrif. „Þetta er auðvitað vandamál,“ segir Guðjón Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri veitingastaðarins Bazaar, en erfitt reyndist að fá starfsfólk með reynslu í þjónustustörf þegar staðurinn var opnaður í maí. Brugðið var á það ráð að fá starfsfólk að utan í gegn um vinnumiðlun. „Við fengum ekki fólk með reynslu í störfin á Íslandi og þurftum því að leita út fyrir landsteinana. Það reyndar gekk svo ekki upp því að starfsfólkið sem kom var ekki með þá reynslu sem við vorum að leita eftir,“ segir Guðjón en í dag leitar Bazaar enn að starfsfólki. Hann segir að það gangi nokkuð betur að ráða á þessum tíma þar sem sumarið er að klárast en á sumrin fari margir þjónar og matreiðslumenn út á land að vinna. „Ég hef verið í þessum bransa í mörg ár og veit að þetta er vandamál í bænum. Það er hins vegar jafnvel meira mál úti á landi og þar er verið að bjóða starfsfólki hærri laun fyrir að koma og vinna,“ segir hann.Leita að fólki í útlöndum Guðjón segist neyðast til að fá starfsfólk að utan í vinnu. „Við þurfum til dæmis að fá uppvaskara í gegn um vinnumiðlun þar sem við fáum bara alls enga Íslendinga í þau störf. Við erum líka með mikið úrval af léttvíni á Bazaar en það finnast engir vínþjónar á Íslandi og erum við því að leita að faglærðum vínþjóni erlendis.“ Guðjón segir kostinn hins vegar vera þann að mikið sé að gera í þessum bransa enda uppsveifla í landinu og fleiri ferðamenn. Hrefna Sætran, eigandi Grillmarkaðarins og Fiskmarkaðarins, hefur tekið eftir því að aðsókn nema í matreiðslu minnkar. „Þjónanemar hafa lengi verið fáir en það er miklu minna um matreiðslunema en áður var,“ segir hún en bætir við að veitingastaðir sínir hafi þó verið heppnir með starfsfólk. „Við höfum marga faglærða og það er af því að þegar við byrjuðum fengum við góðan kjarna af fólki. Við höfum til dæmis ekki lent í því að þurfa að ráða þjóna sem tala ekki íslensku,“ segir Hrefna. Hún segir stöðuna í dag einfaldlega þannig að ekki séu til nægilega margir faglærðir þjónar og matreiðslumenn til að sinna eftirspurninni. „Það sem hefur líka verið að gerast í gegnum árin er að veitingastaðir úti á landi bjóða betur í kokkanema til að þeir komi og vinni fyrir þá. Neminn segir þá upp samningnum við staðinn sem hann er að læra á. Þegar neminn hefur hætt í námi er ólíklegt að hann byrji aftur,“ segir Hrefna en hún þekkir mörg slík dæmi.Hörð keppni um starfsfólk Hrefna Sverrisdóttir, eigandi veitingastaðarins Roks, tekur undir með Guðjóni og Hrefnu Sætran og segir að það hafi reynst mjög erfitt að fá starfsfólk með reynslu. Rok sé nýr staður og þurfi því að keppa við rótgrónari aðila um starfsfólk. Auðveldara sé fyrir þá aðila að bjóða betur. „Það er búin að vera gríðarleg vinna að þjálfa fólk sem ekki er með reynslu og við ákváðum að fjárfesta í því að þjálfa mannskapinn vel og þannig vonast til að halda í hann,“ segir Hrefna en hún telur að það sé mikil hreyfing í þjónustustörfum á borð við þjónsstörf. „Það eru mjög fáir að horfa á þjónsstarfið sem framtíðarstarfið.“ Hrefna segist halda að fjölgun veitingahúsa og hótela hafi áhrif á framboð starfsmanna í geiranum. Eftirspurnin sé orðin svo mikil.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gengur afar illa að manna störf Erfitt er að fá starfsfólk í fjölmörg störf á Íslandi. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur ASÍ, formaður RSÍ og formaður MATVÍS. Fleiri atvinnurekendur þurfa að leita til útlanda. 17. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
Gengur afar illa að manna störf Erfitt er að fá starfsfólk í fjölmörg störf á Íslandi. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur ASÍ, formaður RSÍ og formaður MATVÍS. Fleiri atvinnurekendur þurfa að leita til útlanda. 17. ágúst 2016 10:00