Vilja að hætt verði við að gera bílastæði á kríuvarpsvæði í Dyrhólaey 13. ágúst 2016 07:00 Ásókn á svæðið er mikil en 90 til 150 bílar keyra í eynna á klukkustund. mynd/Eva Íbúar og ábúendur í Dyrhólahverfi krefjast þess að Umhverfisstofnun hætti við fyrirhugaðar framkvæmdir í fuglafriðlandi eyjunnar. „Við fórum á fund í vikunni með Umhverfisstofnun og settum fram þá kröfu að stöðva strax fyrirhugaða lagningu bílastæðis yfir stærsta varpsvæði kríunnar í eynni,“ segir hún. Hún segir ástandi Dyrhólaeyjar hafa hrakað mjög með auknu aðgengi og ferðamannafjölda í eynni. Um 4.500 manns heimsæki Dyrhólaey á hverjum degi. „Í dag koma á bilinu 90-150 bílar í eyna á hverri klukkustund. Umhverfisstofnun vill fjarlægja gamla bílastæðið á Lágey og gera nýtt bílastæði fyrir 45 bíla í fuglafriðlandinu og þar á líka að vera klósettaðstaða. Fyrirhugað nýtt 45 bíla bílastæði er álíka stórt og núverandi bílastæði sem annar auðvitað ekki þeim fjölda sem kemur nú,“ segir Eva Dögg. Salernisaðstaða í eynni hefur verið lokuð í allt sumar. Því hefur saur og skeinipappír verið að finna víða um eyna. Ábúendur og íbúar segja að friðlandið sem áður var náttúruparadís, standi ekki undir nafni. Þá fara bændur á svæðinu fram á að Umhverfisstofnun bæði stöðvi framkvæmdirnar og leggi fjármagn sem til þeirra var ætlað í rannsóknir á fugla- og plöntulífi, á eðli og hegðun gesta svæðisins og þolmörkum þess. Snorri Baldursson formaður Landverndar, segir kríuna hafa flutt varp sitt á umrætt svæði fyrir tveimur árum. Varpið hafi ekki verið á umræddum stað þegar framkvæmdir voru ákveðnar og Umhverfisstofnun hljóti að taka mið af breyttum aðstæðum. „Aðstæður geta breyst mjög hratt og það verður að vera möguleiki á að bregðast við þeim, segir Snorri en eigendur gerðu ekki athugasemdir við deiliskipulag fyrir tveimur árum. Honum finnst koma til greina að takmarka fjölda gesta í eyna. „Það má fara að huga að því að takmarka umferð í eyna og það þarf að rannsaka hvað eyjan þolir marga ferðamenn á dag. Kannski er rétt að gera tálma. En svo getur fólk líka gengið og þá er hægt að nota almenningssamgöngur,“ segir Snorri.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Íbúar og ábúendur í Dyrhólahverfi krefjast þess að Umhverfisstofnun hætti við fyrirhugaðar framkvæmdir í fuglafriðlandi eyjunnar. „Við fórum á fund í vikunni með Umhverfisstofnun og settum fram þá kröfu að stöðva strax fyrirhugaða lagningu bílastæðis yfir stærsta varpsvæði kríunnar í eynni,“ segir hún. Hún segir ástandi Dyrhólaeyjar hafa hrakað mjög með auknu aðgengi og ferðamannafjölda í eynni. Um 4.500 manns heimsæki Dyrhólaey á hverjum degi. „Í dag koma á bilinu 90-150 bílar í eyna á hverri klukkustund. Umhverfisstofnun vill fjarlægja gamla bílastæðið á Lágey og gera nýtt bílastæði fyrir 45 bíla í fuglafriðlandinu og þar á líka að vera klósettaðstaða. Fyrirhugað nýtt 45 bíla bílastæði er álíka stórt og núverandi bílastæði sem annar auðvitað ekki þeim fjölda sem kemur nú,“ segir Eva Dögg. Salernisaðstaða í eynni hefur verið lokuð í allt sumar. Því hefur saur og skeinipappír verið að finna víða um eyna. Ábúendur og íbúar segja að friðlandið sem áður var náttúruparadís, standi ekki undir nafni. Þá fara bændur á svæðinu fram á að Umhverfisstofnun bæði stöðvi framkvæmdirnar og leggi fjármagn sem til þeirra var ætlað í rannsóknir á fugla- og plöntulífi, á eðli og hegðun gesta svæðisins og þolmörkum þess. Snorri Baldursson formaður Landverndar, segir kríuna hafa flutt varp sitt á umrætt svæði fyrir tveimur árum. Varpið hafi ekki verið á umræddum stað þegar framkvæmdir voru ákveðnar og Umhverfisstofnun hljóti að taka mið af breyttum aðstæðum. „Aðstæður geta breyst mjög hratt og það verður að vera möguleiki á að bregðast við þeim, segir Snorri en eigendur gerðu ekki athugasemdir við deiliskipulag fyrir tveimur árum. Honum finnst koma til greina að takmarka fjölda gesta í eyna. „Það má fara að huga að því að takmarka umferð í eyna og það þarf að rannsaka hvað eyjan þolir marga ferðamenn á dag. Kannski er rétt að gera tálma. En svo getur fólk líka gengið og þá er hægt að nota almenningssamgöngur,“ segir Snorri.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira