Skálavörður í Þórsmörk hrökk upp við óboðinn gest Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. ágúst 2016 16:15 Skálaverðir í Þórsmörk að störfum. vísir/vilhelm „Mér brá svolítið þegar hann kom inn því hingað kemur aldrei nokkur maður á þessum tíma,“ segir Eyrún Ósk Stefánsdóttir, skálavörður í Þórsmörk, í samtali við Vísi. Eyrún lenti í nótt í þeirri áhugaverðu lífreynslu að ókunnugur maður vakti hana upp af værum svefni um miðja nótt.Eyrún Ósk StefánsdóttirStaðarhaldarar á svæðinu sofa í lítilli starfsmannaaðstöðu sem, að sögn Eyrúnar, er nær alltaf ólæst þar sem fáir eru þarna á ferli. Á þriðja tímanum í nótt gerðist það að Eyrún vaknaði við það að yfir henni stóð maður sem hún kunni engin deili á. „Þetta var nokkuð óþægilegt,“ segir Eyrún. Hún bætir því við að hún hafi vaknað nokkuð snöggt og skipað hinum óboðna gesti að fara út. Hann hlýddi því. „Hann var víst bara að leita sér að stað til að sofa á. Þó þetta hafi verið óþægilegt í fyrstu þá er þetta eitthvað sem maður hlær að núna og síðar meir.“ Þetta er þriðja sumar Eyrúnar í skálavörslu en fyrri tvö sumrin var hún á miðjum Laugaveginum. Hún merkir því talsverðan mun í fjölda ferðamanna. „Hingað koma nokkrar rútur á degi hverjum og fjöldi gesta sem kemur hingað en gengur ekki Laugaveginn. Þetta hefur gengið vel fyrir sig. Skondnasta atvikið var sennilega þegar hingað komu ferðamenn að leita að flugvélarbrakinu á Sólheimasandi.“ Það styttist í annan endann á skálavarðarferli Eyrúnar, í það minnsta í sumar, því í haust sest hún á skólabekk og hefur nám í hjúkrunarfræði. „Ég er búin að vera hér síðan 9. júní og tekið tæpa viku í frí. Þetta er flott starf fyrir námsmann enda eyðir maður engu hérna. Ég hlakka samt alltaf til á haustin þegar þetta klárast en eiginlega jafn mikið til á vorin þegar maður kemur aftur,“ segir Eyrún að lokum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
„Mér brá svolítið þegar hann kom inn því hingað kemur aldrei nokkur maður á þessum tíma,“ segir Eyrún Ósk Stefánsdóttir, skálavörður í Þórsmörk, í samtali við Vísi. Eyrún lenti í nótt í þeirri áhugaverðu lífreynslu að ókunnugur maður vakti hana upp af værum svefni um miðja nótt.Eyrún Ósk StefánsdóttirStaðarhaldarar á svæðinu sofa í lítilli starfsmannaaðstöðu sem, að sögn Eyrúnar, er nær alltaf ólæst þar sem fáir eru þarna á ferli. Á þriðja tímanum í nótt gerðist það að Eyrún vaknaði við það að yfir henni stóð maður sem hún kunni engin deili á. „Þetta var nokkuð óþægilegt,“ segir Eyrún. Hún bætir því við að hún hafi vaknað nokkuð snöggt og skipað hinum óboðna gesti að fara út. Hann hlýddi því. „Hann var víst bara að leita sér að stað til að sofa á. Þó þetta hafi verið óþægilegt í fyrstu þá er þetta eitthvað sem maður hlær að núna og síðar meir.“ Þetta er þriðja sumar Eyrúnar í skálavörslu en fyrri tvö sumrin var hún á miðjum Laugaveginum. Hún merkir því talsverðan mun í fjölda ferðamanna. „Hingað koma nokkrar rútur á degi hverjum og fjöldi gesta sem kemur hingað en gengur ekki Laugaveginn. Þetta hefur gengið vel fyrir sig. Skondnasta atvikið var sennilega þegar hingað komu ferðamenn að leita að flugvélarbrakinu á Sólheimasandi.“ Það styttist í annan endann á skálavarðarferli Eyrúnar, í það minnsta í sumar, því í haust sest hún á skólabekk og hefur nám í hjúkrunarfræði. „Ég er búin að vera hér síðan 9. júní og tekið tæpa viku í frí. Þetta er flott starf fyrir námsmann enda eyðir maður engu hérna. Ég hlakka samt alltaf til á haustin þegar þetta klárast en eiginlega jafn mikið til á vorin þegar maður kemur aftur,“ segir Eyrún að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent