Trump um ummæli sín um Obama og ISIS: Skilur fólk ekki kaldhæðni? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2016 13:05 Enn er sótt að Trump vegna ummæla forsetaefnis Repúblikana. Vísir/Getty Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segir að ummæli sín um að Barack Obama hafi stofnað hryðjuverkasamtökin ISIS hafi verið sögð í kaldhæðni. Hann gagnrýnir fréttastofur fyrir að hafa sagt fréttir af ummælum sínum um Obama og spyr hvort að fólk skilji ekki kaldhæðni. Trump gagnrýndi sérstaklega fréttastofu CNN og tísti eftirfarandi í morgun.Ratings challenged @CNN reports so seriously that I call President Obama (and Clinton) "the founder" of ISIS, & MVP. THEY DON'T GET SARCASM?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2016 Líkt og greint hefur verið frá sagði Trump í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. „Hann er stofnandi ISIS,“ sagði Trump en hlaut dræmar undirtektir. Frambjóðandi endurtók þessi orð sín svo tvívegis til að leggja áherslu á þau og sagði svo Clinton jafn seka og Obama. Trump fékk tækifæri til þess að skýra ummæli sín þegar hann var spurður hvort að hann átt við að Obama hafi átt þátt í að skapa ástandið í Mið-Austurlöndum sem gat af sér hryðjuverkasamtökin ISIS. Trump hafnaði því hins vegar og sagðist ekki hafa átt við það. „Nei, ég átti við að hann stofnaði ISIS,“ sagði Trump í útvarpsviðtali. Viðurkenndi sagði síðar í þættinum að ef Obama hefði staðið sig í starfi hefði ISIS aldrei orðið til. „Þess vegna er Obama stofnandi ISIS.“ Trump hefur lengi gagnrýnt Obama og Clinton fyrir utanríkisstefnu þeirra sem hann segir að hafi skapað svigrúm í Mið-Austurlöndum fyrir ISIS. Hillary Clinton, forsetefni Demókrata hefur að undanförnu tekið afgerandi forystu í skoðanakönnunum á meðan Trump glímir við ýmiskonar vandræði en átök eru innan flokksins um kosningabaráttu Trump sem þótt hefur umdeild. Donald Trump Tengdar fréttir Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum. 9. ágúst 2016 14:45 Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Vilja að Repúblikanaflokkurinn hætti að ausa peningum í Trump Meira en sjötíu meðlimir Repúblikanaflokksins hafa ritað bréf til Reince Priebus, formanns landsnefndar flokksins, þar sem hann er hvattur til þess að sjá til þess að flokkurinn hætti að styðja fjárhagslega við kosningabaráttu Donald Trump. 12. ágúst 2016 09:03 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segir að ummæli sín um að Barack Obama hafi stofnað hryðjuverkasamtökin ISIS hafi verið sögð í kaldhæðni. Hann gagnrýnir fréttastofur fyrir að hafa sagt fréttir af ummælum sínum um Obama og spyr hvort að fólk skilji ekki kaldhæðni. Trump gagnrýndi sérstaklega fréttastofu CNN og tísti eftirfarandi í morgun.Ratings challenged @CNN reports so seriously that I call President Obama (and Clinton) "the founder" of ISIS, & MVP. THEY DON'T GET SARCASM?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2016 Líkt og greint hefur verið frá sagði Trump í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. „Hann er stofnandi ISIS,“ sagði Trump en hlaut dræmar undirtektir. Frambjóðandi endurtók þessi orð sín svo tvívegis til að leggja áherslu á þau og sagði svo Clinton jafn seka og Obama. Trump fékk tækifæri til þess að skýra ummæli sín þegar hann var spurður hvort að hann átt við að Obama hafi átt þátt í að skapa ástandið í Mið-Austurlöndum sem gat af sér hryðjuverkasamtökin ISIS. Trump hafnaði því hins vegar og sagðist ekki hafa átt við það. „Nei, ég átti við að hann stofnaði ISIS,“ sagði Trump í útvarpsviðtali. Viðurkenndi sagði síðar í þættinum að ef Obama hefði staðið sig í starfi hefði ISIS aldrei orðið til. „Þess vegna er Obama stofnandi ISIS.“ Trump hefur lengi gagnrýnt Obama og Clinton fyrir utanríkisstefnu þeirra sem hann segir að hafi skapað svigrúm í Mið-Austurlöndum fyrir ISIS. Hillary Clinton, forsetefni Demókrata hefur að undanförnu tekið afgerandi forystu í skoðanakönnunum á meðan Trump glímir við ýmiskonar vandræði en átök eru innan flokksins um kosningabaráttu Trump sem þótt hefur umdeild.
Donald Trump Tengdar fréttir Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum. 9. ágúst 2016 14:45 Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Vilja að Repúblikanaflokkurinn hætti að ausa peningum í Trump Meira en sjötíu meðlimir Repúblikanaflokksins hafa ritað bréf til Reince Priebus, formanns landsnefndar flokksins, þar sem hann er hvattur til þess að sjá til þess að flokkurinn hætti að styðja fjárhagslega við kosningabaráttu Donald Trump. 12. ágúst 2016 09:03 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum. 9. ágúst 2016 14:45
Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26
Vilja að Repúblikanaflokkurinn hætti að ausa peningum í Trump Meira en sjötíu meðlimir Repúblikanaflokksins hafa ritað bréf til Reince Priebus, formanns landsnefndar flokksins, þar sem hann er hvattur til þess að sjá til þess að flokkurinn hætti að styðja fjárhagslega við kosningabaráttu Donald Trump. 12. ágúst 2016 09:03