Vilja að Repúblikanaflokkurinn hætti að ausa peningum í Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. ágúst 2016 09:03 Donald Trump á kosningafundi í vikunni. vísir/epa Meira en sjötíu meðlimir Repúblikanaflokksins hafa ritað bréf til Reince Priebus, formanns landsnefndar flokksins, þar sem hann er hvattur til þess að sjá til þess að flokkurinn hætti að styðja fjárhagslega við kosningabaráttu Donald Trump, frambjóðanda repúblikana til forseta Bandaríkjanna. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru nokkrir fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins en í því segir meðal annars að vanhæfi og tilhneiging hans til að vilja sundra frekar en sameina geti leitt til þess að flokkurinn bíði afhroð í forsetakosningunum í nóvember.Eins og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni eru einmitt líkur á því að Clinton sigri Trump, og það jafnvel með nokkrum yfirburðum, að minnsta kosti ef marka má spá kosninga-og tölfræðivefsins FiveThirtyEight. Þannig hefur forskot Clinton í könnunum undanfarna daga aukist jafnt og þétt. „Við trúum því að vilji Trump til þess að sundra frekar en sameina, vanhæfi hans, kæruleysi og fordæmalausar óvinsældir leiði til þess að Demókratar vinni stórsigur í nóvember,“ segir í bréfinu. Í bréfinu er flokkurinn hvattur til þess að styðja frekar við frambjóðendur í kosningum til öldunga-og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Að mati þeirra sem skrifa undir bréfið ætti ekki að vera erfitt fyrir flokkinn að ákveða að hætta að styrkja Trump þar sem sigurlíkur hans fari hverfandi með hverjum degi sem líður. Trump hefur brugðist við bréfinu og gefur lítið fyrir það að Repúblikanaflokkurinn hætti að styðja við kosningabaráttu hans. „Það eina sem ég þarf að gera er að hætta að dæla styrkjum í flokkinn,“ sagði Trump.Time-tímaritið greindi frá því í að gær að Reince Priebus hefði hótað Trump því að flokkurinn myndi hætta að styrkja hann og að peningarnir færu í staðinn til þingframbjóðenda sem þurfi meira á stuðningi að halda. Trump neitar því að hafa átt samtal um þetta við Priebus. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Ryan segir ummæli Trumps um byssueigendur óviðeigandi grín Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari. 11. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Meira en sjötíu meðlimir Repúblikanaflokksins hafa ritað bréf til Reince Priebus, formanns landsnefndar flokksins, þar sem hann er hvattur til þess að sjá til þess að flokkurinn hætti að styðja fjárhagslega við kosningabaráttu Donald Trump, frambjóðanda repúblikana til forseta Bandaríkjanna. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru nokkrir fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins en í því segir meðal annars að vanhæfi og tilhneiging hans til að vilja sundra frekar en sameina geti leitt til þess að flokkurinn bíði afhroð í forsetakosningunum í nóvember.Eins og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni eru einmitt líkur á því að Clinton sigri Trump, og það jafnvel með nokkrum yfirburðum, að minnsta kosti ef marka má spá kosninga-og tölfræðivefsins FiveThirtyEight. Þannig hefur forskot Clinton í könnunum undanfarna daga aukist jafnt og þétt. „Við trúum því að vilji Trump til þess að sundra frekar en sameina, vanhæfi hans, kæruleysi og fordæmalausar óvinsældir leiði til þess að Demókratar vinni stórsigur í nóvember,“ segir í bréfinu. Í bréfinu er flokkurinn hvattur til þess að styðja frekar við frambjóðendur í kosningum til öldunga-og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Að mati þeirra sem skrifa undir bréfið ætti ekki að vera erfitt fyrir flokkinn að ákveða að hætta að styrkja Trump þar sem sigurlíkur hans fari hverfandi með hverjum degi sem líður. Trump hefur brugðist við bréfinu og gefur lítið fyrir það að Repúblikanaflokkurinn hætti að styðja við kosningabaráttu hans. „Það eina sem ég þarf að gera er að hætta að dæla styrkjum í flokkinn,“ sagði Trump.Time-tímaritið greindi frá því í að gær að Reince Priebus hefði hótað Trump því að flokkurinn myndi hætta að styrkja hann og að peningarnir færu í staðinn til þingframbjóðenda sem þurfi meira á stuðningi að halda. Trump neitar því að hafa átt samtal um þetta við Priebus.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Ryan segir ummæli Trumps um byssueigendur óviðeigandi grín Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari. 11. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26
Ryan segir ummæli Trumps um byssueigendur óviðeigandi grín Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari. 11. ágúst 2016 07:00