Bandaríkin er áfram með fullt hús stiga í körfubolta kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sigur á Serbíu í kvöld, 110-84.
Bandaríkin byrjaði af krafti og leiddi með tíu stigum eftir fysta leikhlutann, 31-21 og staðan í hálfleik var 56-34, Bandaríkjunum í vil.
Í síðari hálfleik urðu Bandaríkjunum engin mistök á og unnu þær að lokum 26 stiga sigur, 110-84 og eru á toppi riðilsins með sex stig. Serbía er með tvö stig.
Diana Taurasi skoraði 25 stig fyrir Bandaríkin, en stigahæstar hjá Serbíu voru Sonja Petrovic, Jelena Milovanovic og Danielle Page allar með fimmtán stig.
Bandaríkin með fullt hús stiga
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið






Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi
Íslenski boltinn




Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls
Körfubolti
Fleiri fréttir
