Loforð Bjarna Svandís Svavarsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Það dró til nokkurra tíðinda í þingsal á fimmtudaginn var þegar Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sat hjá við afgreiðslu fjármálastefnu til framtíðar sem er eitt af grunnplöggum ríkisstjórnarinnar. Þetta voru bæði pólitísk tíðindi og snúin fyrir ríkisstjórnina og ekki síst fyrir fjármálaráðherra sem er í nokkrum vanda frammi fyrir þessari stöðu vegna þess að félags- og húsnæðismálaráðherra rökstuddi sitt mál með því að ekki væri hugað nægilega vel að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum inn í framtíðina. Félagsmálaráðherra ríkisstjórnarinnar staðfesti sum sé að ríkisstjórnin, sem hún situr í, horfi ekki til þessara hópa þegar við fáum loksins tækifæri til að gera langtímaáætlun. Þetta er ekki síður neyðarlegt fyrir fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, sem skrifaði sjálfur bréf fyrir kosningarnar 2013 til eldri borgara þar sem hann listar upp það sem Sjálfstæðisflokkurinn muni gera nái flokkurinn völdum. Inntur eftir svörum á þinginu um hvort hann hafi haldið loforðin til eldri borgara, segir Bjarni svo vera. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hann hafi staðið við loforðin sín. Að auknu svigrúmi í ríkisfjármálum hafi verið ráðstafað til að bæta hag eldri borgara. Samt telur félagsmálaráðherra þessum málum svo illa fyrir komið að hún getur ekki stutt við ríkisfjármálaáætlun Bjarna. Þetta orkar allt saman tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Hvar er svigrúmið sem fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er sannfærður um að hafi verið notað í þágu elli- og örorkulífeyrisþega? Í stað þess að nýta svigrúm í ríkisfjármálum til samfélagslegrar uppbyggingar valdi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar að nýta það til að lækka skatta og gjöld á auðugustu hópa samfélagsins. Hún afnam t.a.m. sérstakt veiðigjald, lét auðlegðarskattinn falla niður og lækkaði tekjuskatt á tekjuhærri hópa. Við fjárlagagerðina í desember sl. var einstakt tækifæri til að skapa þverpólitíska sátt um raunverulegar kjarabætur fyrir þennan samfélagshóp. Það var verulegur samhljómur með þeim áherslum úti um allt samfélag. En Bjarni Benediktsson lagðist gegn því við afgreiðslu fjárlaganna að aldraðir fengju kjarabætur strax fyrir jól eins og aðrar stéttir. Hvenær telur fjármálaráðherra vera rétta tækifærið til þess að gera betur við þennan hóp fólks? Ætlar hann að útskýra það í bréfi fyrir kosningar?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Sjá meira
Það dró til nokkurra tíðinda í þingsal á fimmtudaginn var þegar Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sat hjá við afgreiðslu fjármálastefnu til framtíðar sem er eitt af grunnplöggum ríkisstjórnarinnar. Þetta voru bæði pólitísk tíðindi og snúin fyrir ríkisstjórnina og ekki síst fyrir fjármálaráðherra sem er í nokkrum vanda frammi fyrir þessari stöðu vegna þess að félags- og húsnæðismálaráðherra rökstuddi sitt mál með því að ekki væri hugað nægilega vel að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum inn í framtíðina. Félagsmálaráðherra ríkisstjórnarinnar staðfesti sum sé að ríkisstjórnin, sem hún situr í, horfi ekki til þessara hópa þegar við fáum loksins tækifæri til að gera langtímaáætlun. Þetta er ekki síður neyðarlegt fyrir fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, sem skrifaði sjálfur bréf fyrir kosningarnar 2013 til eldri borgara þar sem hann listar upp það sem Sjálfstæðisflokkurinn muni gera nái flokkurinn völdum. Inntur eftir svörum á þinginu um hvort hann hafi haldið loforðin til eldri borgara, segir Bjarni svo vera. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hann hafi staðið við loforðin sín. Að auknu svigrúmi í ríkisfjármálum hafi verið ráðstafað til að bæta hag eldri borgara. Samt telur félagsmálaráðherra þessum málum svo illa fyrir komið að hún getur ekki stutt við ríkisfjármálaáætlun Bjarna. Þetta orkar allt saman tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Hvar er svigrúmið sem fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er sannfærður um að hafi verið notað í þágu elli- og örorkulífeyrisþega? Í stað þess að nýta svigrúm í ríkisfjármálum til samfélagslegrar uppbyggingar valdi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar að nýta það til að lækka skatta og gjöld á auðugustu hópa samfélagsins. Hún afnam t.a.m. sérstakt veiðigjald, lét auðlegðarskattinn falla niður og lækkaði tekjuskatt á tekjuhærri hópa. Við fjárlagagerðina í desember sl. var einstakt tækifæri til að skapa þverpólitíska sátt um raunverulegar kjarabætur fyrir þennan samfélagshóp. Það var verulegur samhljómur með þeim áherslum úti um allt samfélag. En Bjarni Benediktsson lagðist gegn því við afgreiðslu fjárlaganna að aldraðir fengju kjarabætur strax fyrir jól eins og aðrar stéttir. Hvenær telur fjármálaráðherra vera rétta tækifærið til þess að gera betur við þennan hóp fólks? Ætlar hann að útskýra það í bréfi fyrir kosningar?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun