Borgin greiðir húseiganda tvær milljónir vegna yfirsjónar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2016 13:32 Ráðhús Reykjavíkur. Vísir/Stefán Reykjavíkurborg þarf að greiða húseigendum hluta Hallveigarstígs 2 rúmlega tvær milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka embættismanns. Borgarráð samþykkti beiðni borgarlögmanns þess efnis á fundi sínum í fyrradag. Fyrst var sagt frá málinu af RÚV. Í ársbyrjun 2015 höfðu húseigendur sótt um leyfi til að starfrækja íbúðargistingu fyrir ferðamenn í íbúð á neðri hæð hússins. Afgreiðsla byggingafulltrúa á bóninni var jákvæð. Í kjölfarið hófust framkvæmdir til að verða við þeim kröfum sem gerðar eru til slíkrar þjónustu. Á sumarmánuðum sama árs sóttu eigendurnir um leyfi til reksturs gististaðar. Frá skrifstofu borgarstjórnar barst þá neikvæð umsögn um umsóknina þar sem íbúðin væri staðsett utan þeirra marka sem Aðalskipulag Reykjavíkurborgar heimilar rekstur gististaða. Sú niðurstaða var þvert á niðurstöðu byggingarfulltrúa. Það var síðan í ársbyrjun þessa árs sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því að veita leyfi fyrir gististaðnum þar sem neikvæð umsögn hafði borist frá skrifstofunni. Sökum þessa kröfðust húseigendur skaðabóta að upphæð tæplega 4,5 milljónum króna. Þær voru vegna kostnaðar við afgreiðslu leyfa, tapaðra leigutekna og helmings kostnaðar við ýmsar framkvæmdir. Í bréfi borgarlögmanns kemur fram að húseigendurnir hafi orðið fyrir tjóni og ýmsu óhagræði vegna yfirsjónar embættis byggingarfulltrúa. Þá var einnig tekið fram að þrátt fyrir neikvæða umsögn skrifstofunnar hafi eigendur haldið áfram með framkvæmdir sínar og þar með ekkert gert til að takmarka tjón sitt. Með vísan til þess féllst borgarlögmaður á kröfu eigenda Hallveigarstígs 2 að hluta. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Reykjavíkurborg þarf að greiða húseigendum hluta Hallveigarstígs 2 rúmlega tvær milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka embættismanns. Borgarráð samþykkti beiðni borgarlögmanns þess efnis á fundi sínum í fyrradag. Fyrst var sagt frá málinu af RÚV. Í ársbyrjun 2015 höfðu húseigendur sótt um leyfi til að starfrækja íbúðargistingu fyrir ferðamenn í íbúð á neðri hæð hússins. Afgreiðsla byggingafulltrúa á bóninni var jákvæð. Í kjölfarið hófust framkvæmdir til að verða við þeim kröfum sem gerðar eru til slíkrar þjónustu. Á sumarmánuðum sama árs sóttu eigendurnir um leyfi til reksturs gististaðar. Frá skrifstofu borgarstjórnar barst þá neikvæð umsögn um umsóknina þar sem íbúðin væri staðsett utan þeirra marka sem Aðalskipulag Reykjavíkurborgar heimilar rekstur gististaða. Sú niðurstaða var þvert á niðurstöðu byggingarfulltrúa. Það var síðan í ársbyrjun þessa árs sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því að veita leyfi fyrir gististaðnum þar sem neikvæð umsögn hafði borist frá skrifstofunni. Sökum þessa kröfðust húseigendur skaðabóta að upphæð tæplega 4,5 milljónum króna. Þær voru vegna kostnaðar við afgreiðslu leyfa, tapaðra leigutekna og helmings kostnaðar við ýmsar framkvæmdir. Í bréfi borgarlögmanns kemur fram að húseigendurnir hafi orðið fyrir tjóni og ýmsu óhagræði vegna yfirsjónar embættis byggingarfulltrúa. Þá var einnig tekið fram að þrátt fyrir neikvæða umsögn skrifstofunnar hafi eigendur haldið áfram með framkvæmdir sínar og þar með ekkert gert til að takmarka tjón sitt. Með vísan til þess féllst borgarlögmaður á kröfu eigenda Hallveigarstígs 2 að hluta.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent