Gunnar mætir Suður-Kóreumanni í Belfast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2016 09:03 Gunnar Nelson og Dong Hyun Kim. Samsett mynd/Vísir/Getty Ariel Helwani, einn þekktasti MMA-fréttamaður heims, fullyrðir á mmafighting.com að Gunnar Nelson muni berjast við Suður-Kóreumanninn Dong Hyun Kim í Belfast þann 19. nóvember. Þetta hefur UFC ekki staðfest en í síðustu viku var greint frá því að UFC bardagakvöld yrði haldið í Belfast á þessum degi. Gunnar nýtur gríðarlega vinsælda í Írlandi, þar sem hann hefur áður keppt og æft lengi með þjálfara sínum, John Kavanagh. Sjá einnig: Fær Gunnar bardaga í Belfast í nóvember? Helwani fullyrðir að þetta verði aðalbardagi kvöldsins sem þýðir að hann verður fimm lotur en ekki þrjár eins og í öðrum bardögum. Þetta yrði þá í annað skipti Gunnar fengi aðalbardaga á UFC-kvöldi en í fyrra skiptið var það gegn Rick Story í Stokkhólmi þar sem sá bandaríski hafði betur. Gunnar barðist síðast við Rússann Albert Tumenov í Rotterdam í maí og hafði þar sigur úr býtum en alls hefur Gunnar unnið sex af átta UFC-bardögum sínum og fimmtán af átján MMA-bardögum alls. Kim er 34 ára þaulreyndur bardagakappi með sextán bardaga að baki í UFC og 26 atvinnumannabardaga alls í MMA. Hann hefur tapað þremur bardögum á ferlinum, öllum gegn heimsþekktum köppum líkt og fjallað er um í úttekt sem birtist á vef MMAfrétta. Kim deilir 10. sæti styrkleikalista UFC í veltivigt með Rick Story en Gunnar kemur svo næstur í tólfta sæti. Miðasala fyrir bardagakvöldið í Belfast hefst 23. september en búast má við því að átta þúsund miðar verði til sölu. MMA Tengdar fréttir Gunnar kominn inn á topp tíu listann hjá UFC Gunnar Nelson er í fyrsta skipti kominn inn á lista yfir tíu bestu bardagakappana í veltivigtinni hjá UFC. 24. ágúst 2016 23:15 Fær Gunnar bardaga í Belfast í nóvember? UFC staðfesti fyrir helgi að síðasta bardagkvöld ársins í Evrópu verði í Belfast þann 19. nóvember. 22. ágúst 2016 13:45 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sjá meira
Ariel Helwani, einn þekktasti MMA-fréttamaður heims, fullyrðir á mmafighting.com að Gunnar Nelson muni berjast við Suður-Kóreumanninn Dong Hyun Kim í Belfast þann 19. nóvember. Þetta hefur UFC ekki staðfest en í síðustu viku var greint frá því að UFC bardagakvöld yrði haldið í Belfast á þessum degi. Gunnar nýtur gríðarlega vinsælda í Írlandi, þar sem hann hefur áður keppt og æft lengi með þjálfara sínum, John Kavanagh. Sjá einnig: Fær Gunnar bardaga í Belfast í nóvember? Helwani fullyrðir að þetta verði aðalbardagi kvöldsins sem þýðir að hann verður fimm lotur en ekki þrjár eins og í öðrum bardögum. Þetta yrði þá í annað skipti Gunnar fengi aðalbardaga á UFC-kvöldi en í fyrra skiptið var það gegn Rick Story í Stokkhólmi þar sem sá bandaríski hafði betur. Gunnar barðist síðast við Rússann Albert Tumenov í Rotterdam í maí og hafði þar sigur úr býtum en alls hefur Gunnar unnið sex af átta UFC-bardögum sínum og fimmtán af átján MMA-bardögum alls. Kim er 34 ára þaulreyndur bardagakappi með sextán bardaga að baki í UFC og 26 atvinnumannabardaga alls í MMA. Hann hefur tapað þremur bardögum á ferlinum, öllum gegn heimsþekktum köppum líkt og fjallað er um í úttekt sem birtist á vef MMAfrétta. Kim deilir 10. sæti styrkleikalista UFC í veltivigt með Rick Story en Gunnar kemur svo næstur í tólfta sæti. Miðasala fyrir bardagakvöldið í Belfast hefst 23. september en búast má við því að átta þúsund miðar verði til sölu.
MMA Tengdar fréttir Gunnar kominn inn á topp tíu listann hjá UFC Gunnar Nelson er í fyrsta skipti kominn inn á lista yfir tíu bestu bardagakappana í veltivigtinni hjá UFC. 24. ágúst 2016 23:15 Fær Gunnar bardaga í Belfast í nóvember? UFC staðfesti fyrir helgi að síðasta bardagkvöld ársins í Evrópu verði í Belfast þann 19. nóvember. 22. ágúst 2016 13:45 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sjá meira
Gunnar kominn inn á topp tíu listann hjá UFC Gunnar Nelson er í fyrsta skipti kominn inn á lista yfir tíu bestu bardagakappana í veltivigtinni hjá UFC. 24. ágúst 2016 23:15
Fær Gunnar bardaga í Belfast í nóvember? UFC staðfesti fyrir helgi að síðasta bardagkvöld ársins í Evrópu verði í Belfast þann 19. nóvember. 22. ágúst 2016 13:45