Ártalið bjargar þér ekki Pawel Bartoszek skrifar 20. ágúst 2016 10:00 Af hverju má ég ekki taka þátt?“ „Þú varst bara sein að skrá þig!“ „Sein að skrá mig, var frestur?“ „Já, og svo ertu líka, þú veist?… kona.“ „Ertu að grínast? Ertu að segja mér að árið 1896 megi kona ekki keppa í hlaupi á Ólympíuleikunum, bara út af því að hún er kona?“ Fyrsta nútíma-maraþonið var hlaupið á fyrstu nútíma-Ólympíuleikum í Aþenu árið 1896. Þá reyndi kona að nafni Stamata Revíþí að taka þátt. Hún fékk ekki að ræsa með hópnum, hljóp sjálf degi síðar, var meinuð innganga á völlinn en fékk sjónarvotta til að votta tímann sinn. Síðan er lítið vitað hvað af henni varð. Allavega veit Wikipedia það ekki. Fyrst kvenna til að hlaupa Boston-maraþonið var Bobbi Gibbs sem gerði það árið 1967. Það var nú bara í gær. Maður trúir því varla að fyrir fimmtíu árum hafi þótt í lagi að banna konum að hlaupa löng hlaup. En sumt fólk trúði því heldur ekki þá og lét eins og það væri jafnfáránlegt og það raunverulega var. Þegar fólk segir hluti eins og „ég trúi því ekki að árið 2016 sé enn verið að mismuna fólki vegna kyns, kynhneigðar, trúar eða uppruna“ þá felur það í sér ákveðna hugmynd um að samfélagið sé stöðugt á leið í einhverja átt og að ekkert geti snúið þeirri þróun við. En þrátt fyrir að samfélag okkar sé betra nú en fyrir 100 árum þá þarf ekki að endilega að vera að sú þróun haldi áfram. Því miður vitum við að hugmyndir þeirra sem vilja mismuna fólki vegna kyns, kynhneigðar, trúar eða uppruna geta aftur orðið ofan á. Alveg óháð ártalinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Af hverju má ég ekki taka þátt?“ „Þú varst bara sein að skrá þig!“ „Sein að skrá mig, var frestur?“ „Já, og svo ertu líka, þú veist?… kona.“ „Ertu að grínast? Ertu að segja mér að árið 1896 megi kona ekki keppa í hlaupi á Ólympíuleikunum, bara út af því að hún er kona?“ Fyrsta nútíma-maraþonið var hlaupið á fyrstu nútíma-Ólympíuleikum í Aþenu árið 1896. Þá reyndi kona að nafni Stamata Revíþí að taka þátt. Hún fékk ekki að ræsa með hópnum, hljóp sjálf degi síðar, var meinuð innganga á völlinn en fékk sjónarvotta til að votta tímann sinn. Síðan er lítið vitað hvað af henni varð. Allavega veit Wikipedia það ekki. Fyrst kvenna til að hlaupa Boston-maraþonið var Bobbi Gibbs sem gerði það árið 1967. Það var nú bara í gær. Maður trúir því varla að fyrir fimmtíu árum hafi þótt í lagi að banna konum að hlaupa löng hlaup. En sumt fólk trúði því heldur ekki þá og lét eins og það væri jafnfáránlegt og það raunverulega var. Þegar fólk segir hluti eins og „ég trúi því ekki að árið 2016 sé enn verið að mismuna fólki vegna kyns, kynhneigðar, trúar eða uppruna“ þá felur það í sér ákveðna hugmynd um að samfélagið sé stöðugt á leið í einhverja átt og að ekkert geti snúið þeirri þróun við. En þrátt fyrir að samfélag okkar sé betra nú en fyrir 100 árum þá þarf ekki að endilega að vera að sú þróun haldi áfram. Því miður vitum við að hugmyndir þeirra sem vilja mismuna fólki vegna kyns, kynhneigðar, trúar eða uppruna geta aftur orðið ofan á. Alveg óháð ártalinu.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar