Skotarnir aftur með stæla: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. september 2016 13:45 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Skotlandi á morgun á Laugardalsvelli klukkan 17.00 í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2017. Ísland er nú þegar komið á EM en með sigri eða jafntefli vinnur íslenska liðið riðilinn sem hefur verið markmið stelpnanna frá upphafi. Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, hefur unnið að því frá því flautað var til leiksloka gegn Slóvenum á föstudagskvöldið að koma stelpunum niður á jörðina. „Ég upplifi þetta þannig að allir eru klárir. Við áttum fína stund úti á velli með fólkinu þar sem var geggjuð stemning en svo var bara byrjað að undirbúa sig fyrir næsta leik,“ segir Freyr í samtali við Vísi en stelpurnar æfðu í hádeginu á Laugardalsvelli í dag. „Ég held að það segi svolítið mikið. Það var enginn að kvarta yfir því að geta ekki sleppt sér í einhverjum fagnaðarlátum á föstudaginn. Það vissu allir að markmiðinu okkar hefur ekki enn verið náð sem er að vinna riðilinn. Okkur hlakkar mikið til að vinna Skotana og enda riðilinn í toppsætinu. Það rífur okkur áfram.“Sú besta mætir ekki Skotarnir voru með stæla í garð íslenska liðsins þegar þau mættust ytra í vor. Þar talaði skoska liðið sig upp til skýjana en gerði lítið úr okkar stelpum og fengu að launum 4-0 skell. Nú er svo í pottinn búið að besti leikmaður skoska liðsins, Kim Little, mætir ekki til leiks og sama má segja um aðra 100 leikja konu, miðvörðinn Ifeoma Dieke. „Ef við þurftum einhverja hvatningu þá hjálpuðu þær okkur hressilega þarna. Þeir segja að hún sé eitthvað lítillega meidd en við vitum að stefnan er að hún spili deildarleik á sunnudaginn,“ segir Freyr, en Little er leikmaður Seattle Reign í Bandaríkjunum. „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur. Við þökkum Skotunum bara kærlega fyrir þetta,“ segir Freyr Alexandersson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Skotlandi á morgun á Laugardalsvelli klukkan 17.00 í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2017. Ísland er nú þegar komið á EM en með sigri eða jafntefli vinnur íslenska liðið riðilinn sem hefur verið markmið stelpnanna frá upphafi. Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, hefur unnið að því frá því flautað var til leiksloka gegn Slóvenum á föstudagskvöldið að koma stelpunum niður á jörðina. „Ég upplifi þetta þannig að allir eru klárir. Við áttum fína stund úti á velli með fólkinu þar sem var geggjuð stemning en svo var bara byrjað að undirbúa sig fyrir næsta leik,“ segir Freyr í samtali við Vísi en stelpurnar æfðu í hádeginu á Laugardalsvelli í dag. „Ég held að það segi svolítið mikið. Það var enginn að kvarta yfir því að geta ekki sleppt sér í einhverjum fagnaðarlátum á föstudaginn. Það vissu allir að markmiðinu okkar hefur ekki enn verið náð sem er að vinna riðilinn. Okkur hlakkar mikið til að vinna Skotana og enda riðilinn í toppsætinu. Það rífur okkur áfram.“Sú besta mætir ekki Skotarnir voru með stæla í garð íslenska liðsins þegar þau mættust ytra í vor. Þar talaði skoska liðið sig upp til skýjana en gerði lítið úr okkar stelpum og fengu að launum 4-0 skell. Nú er svo í pottinn búið að besti leikmaður skoska liðsins, Kim Little, mætir ekki til leiks og sama má segja um aðra 100 leikja konu, miðvörðinn Ifeoma Dieke. „Ef við þurftum einhverja hvatningu þá hjálpuðu þær okkur hressilega þarna. Þeir segja að hún sé eitthvað lítillega meidd en við vitum að stefnan er að hún spili deildarleik á sunnudaginn,“ segir Freyr, en Little er leikmaður Seattle Reign í Bandaríkjunum. „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur. Við þökkum Skotunum bara kærlega fyrir þetta,“ segir Freyr Alexandersson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Sjá meira
Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00