Guðbjörg: Lofum að koma í rosalegu standi á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2016 21:25 Guðbjörg fagnar í leikslok. Vísir/anton Ísland hélt enn einu sinni hreinu í leik sínum í undankeppni EM 2017, í þetta sinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er með fullt hús stiga eftir sjö leiki og markatöluna 33-0. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir segir að það gefi sér mikið þegar svona vel gengur. „Maður mætir með mikið sjálfstraust í leikina og stórt egó. Maður verður bara að passa sig á því að láta það ekki stíga sér til höfuðs,“ sagði hún við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við vorum reyndar nálægt því að klúðra þessu í lokin,“ bætir hún við og hlær en Slóvenar fengu dauðafæri til að skora í uppbótartíma en hittu ekki á markið. „Almennt séð hefur liðunum gengið illa að skapa opin færi gegn okkur og þannig var það líka í kvöld. Það var reyndar smá kæruleysi í okkur á köflum og ef til vill var erfitt að halda fullri einbeitingu í 90 mínútur í kvöld.“ „Það var samt ekkert stress í okkur en við vitum að við getum spilað aðeins betur en við gerðum í dag,“ segir hún. Ísland tryggði sér í dag sæti í lokakeppni EM en það er þriðja sinn í röð sem Ísland fer á Evrópumeistaramótið. Rúmlega sex þúsund áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn í kvöld og létu þeir vel í sér heyra. „Það er frábært að spila fyrir framan þessa áhorfendur. Þeir gefa manni mikið, ekki bara í leiknum. Það eru svona stundir sem hjálpa manni mest í vetur, þegar maður er að drífa sig í ræktina og æfa í snjó og kulda. Við lofum að við komum í rosalegu standi á EM næsta sumar.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Margrét Lára: Sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. 16. september 2016 21:05 Stoltur Freyr: Gæði, reynsla og þroski Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, var afar ánægður með sitt lið eftir að EM-sætið var í höfn í kvöld. 16. september 2016 21:14 Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30 Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira
Ísland hélt enn einu sinni hreinu í leik sínum í undankeppni EM 2017, í þetta sinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er með fullt hús stiga eftir sjö leiki og markatöluna 33-0. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir segir að það gefi sér mikið þegar svona vel gengur. „Maður mætir með mikið sjálfstraust í leikina og stórt egó. Maður verður bara að passa sig á því að láta það ekki stíga sér til höfuðs,“ sagði hún við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við vorum reyndar nálægt því að klúðra þessu í lokin,“ bætir hún við og hlær en Slóvenar fengu dauðafæri til að skora í uppbótartíma en hittu ekki á markið. „Almennt séð hefur liðunum gengið illa að skapa opin færi gegn okkur og þannig var það líka í kvöld. Það var reyndar smá kæruleysi í okkur á köflum og ef til vill var erfitt að halda fullri einbeitingu í 90 mínútur í kvöld.“ „Það var samt ekkert stress í okkur en við vitum að við getum spilað aðeins betur en við gerðum í dag,“ segir hún. Ísland tryggði sér í dag sæti í lokakeppni EM en það er þriðja sinn í röð sem Ísland fer á Evrópumeistaramótið. Rúmlega sex þúsund áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn í kvöld og létu þeir vel í sér heyra. „Það er frábært að spila fyrir framan þessa áhorfendur. Þeir gefa manni mikið, ekki bara í leiknum. Það eru svona stundir sem hjálpa manni mest í vetur, þegar maður er að drífa sig í ræktina og æfa í snjó og kulda. Við lofum að við komum í rosalegu standi á EM næsta sumar.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Margrét Lára: Sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. 16. september 2016 21:05 Stoltur Freyr: Gæði, reynsla og þroski Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, var afar ánægður með sitt lið eftir að EM-sætið var í höfn í kvöld. 16. september 2016 21:14 Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30 Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira
Margrét Lára: Sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. 16. september 2016 21:05
Stoltur Freyr: Gæði, reynsla og þroski Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, var afar ánægður með sitt lið eftir að EM-sætið var í höfn í kvöld. 16. september 2016 21:14
Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30
Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08