Skólamál sett í forgang Skúli Helgason skrifar 17. september 2016 07:00 Meirihluti borgarstjórnar hefur blásið til sóknar í skólamálum með aðgerðum í leikskólum og grunnskólum. Aðgerðirnar eru í tíu liðum og fela í sér að 919 milljónum króna er bætt við fjárveitingar til skólamála á þessu hausti.Hærri framlög til sérkennslu Framlög til sérkennslu í leikskólum og grunnskólum hækka um nærri 250 milljónir sem er afar mikilvægt því fagleg kennsla og stuðningur við börn með sérþarfir er eitt þýðingarmesta verkefni skólasamfélagsins og mikilvæg forsenda raunverulegs jafnréttis til náms. Samhliða auknum fjárveitingum munum við rýna vandlega hvernig sérkennsla og stuðningur nýtist viðkomandi börnum því eftirtektarvert er að hér á landi minnkar þörf fyrir sérkennslu ekki með hækkandi aldri ólíkt því sem tíðkast t.d. í Finnlandi þar sem mikil áhersla á snemmtæka íhlutun skilar sér í mun færri nemendum sem þurfa sérkennslu á mið- og unglingastigi grunnskólans.Efling faglegs starfs Fjármagn eykst til faglegs starfs í leikskólum og grunnskólum. Það er sérstakt ánægjuefni að geta tryggt starfsfólki leikskóla undirbúningstíma en tæpum 25 milljónum króna verður varið til þessa í haust með von um hækkun á næsta ári. Framlög til kaupa á námsgögnum til skapandi starfs í leikskólum hækka úr 1.800 kr. á barn í 3.000 kr. strax í haust. Þá verður aukið fjármagn, 60 m. kr., veitt til faglegrar stjórnunar í grunnskólum á þessu hausti.Fleiri ung börn á leikskóla Vilji okkar stendur til þess að bjóða yngri börnum á leikskóla og nú mun u.þ.b. 200 börnum sem fædd eru í mars og apríl 2015 bjóðast leikskólapláss frá og með áramótum. Leikskólarnir fá 425 milljónir til að fjármagna þessa þjónustu en nákvæm dagsetning á inntöku einstakra barna verður háð rými og stöðu starfsmannamála á einstökum leikskólum. Við munum ráðast í sameiginlegt átak með Félagi leikskólakennara, Félagi foreldra leikskólabarna og háskólasamfélaginu um leiðir til að laða fleira fagfólk til starfa. Við höfum lagt mikla áherslu á að bæta kjör skólafólks undanfarin tvö ár og varið til þess á fjórða milljarð króna. Þessar aðgerðir eru annar liður í því að gera starf á leikskólum og grunnskólum eftirsóknarverðara.Betri skólamatur Fjárveitingar til leikskóla og grunnskóla vegna skólamáltíða hækka verulega eða um 156 m. kr. strax í haust og nærri 360 m. kr. á næsta ári. Fæðisgjald verður hækkað í leik- og grunnskólum um 100 kr á dag fyrir hvert barn frá 1. október. Þeir fjármunir munu fara óskiptir í hráefnisinnkaup til að bæta gæði máltíða. Að auki mun hluta af hagræðingu vegna hráefnisinnkaupa verða skilað til baka, alls 45. m. kr. Skólar í Reykjavík munu eftir breytinguna búa við sambærileg framlög til hráefniskaupa og þau sveitarfélög sem leggja mest í matarinnkaup fyrir skólana.Aukinn stuðningur við stjórnendur Borgin leggur mikla áherslu á ábyrga fjármálastjórn og mun auka ráðgjöf og stuðning við stjórnendur varðandi fjármál og rekstur, meðferð halla og afgangs auk þess sem gerð verða ný líkön um deilingu fjármagns. Þessar fyrstu aðgerðir voru unnar í samráði við stjórnendur leikskóla og grunnskóla og verður áfram byggt á þeim uppbyggilega anda sem einkenndi það samstarf. Sameiginlegt markmið okkar allra verður að tryggja skóla – og frístundastarf í fremstu röð í höfuðborginni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar hefur blásið til sóknar í skólamálum með aðgerðum í leikskólum og grunnskólum. Aðgerðirnar eru í tíu liðum og fela í sér að 919 milljónum króna er bætt við fjárveitingar til skólamála á þessu hausti.Hærri framlög til sérkennslu Framlög til sérkennslu í leikskólum og grunnskólum hækka um nærri 250 milljónir sem er afar mikilvægt því fagleg kennsla og stuðningur við börn með sérþarfir er eitt þýðingarmesta verkefni skólasamfélagsins og mikilvæg forsenda raunverulegs jafnréttis til náms. Samhliða auknum fjárveitingum munum við rýna vandlega hvernig sérkennsla og stuðningur nýtist viðkomandi börnum því eftirtektarvert er að hér á landi minnkar þörf fyrir sérkennslu ekki með hækkandi aldri ólíkt því sem tíðkast t.d. í Finnlandi þar sem mikil áhersla á snemmtæka íhlutun skilar sér í mun færri nemendum sem þurfa sérkennslu á mið- og unglingastigi grunnskólans.Efling faglegs starfs Fjármagn eykst til faglegs starfs í leikskólum og grunnskólum. Það er sérstakt ánægjuefni að geta tryggt starfsfólki leikskóla undirbúningstíma en tæpum 25 milljónum króna verður varið til þessa í haust með von um hækkun á næsta ári. Framlög til kaupa á námsgögnum til skapandi starfs í leikskólum hækka úr 1.800 kr. á barn í 3.000 kr. strax í haust. Þá verður aukið fjármagn, 60 m. kr., veitt til faglegrar stjórnunar í grunnskólum á þessu hausti.Fleiri ung börn á leikskóla Vilji okkar stendur til þess að bjóða yngri börnum á leikskóla og nú mun u.þ.b. 200 börnum sem fædd eru í mars og apríl 2015 bjóðast leikskólapláss frá og með áramótum. Leikskólarnir fá 425 milljónir til að fjármagna þessa þjónustu en nákvæm dagsetning á inntöku einstakra barna verður háð rými og stöðu starfsmannamála á einstökum leikskólum. Við munum ráðast í sameiginlegt átak með Félagi leikskólakennara, Félagi foreldra leikskólabarna og háskólasamfélaginu um leiðir til að laða fleira fagfólk til starfa. Við höfum lagt mikla áherslu á að bæta kjör skólafólks undanfarin tvö ár og varið til þess á fjórða milljarð króna. Þessar aðgerðir eru annar liður í því að gera starf á leikskólum og grunnskólum eftirsóknarverðara.Betri skólamatur Fjárveitingar til leikskóla og grunnskóla vegna skólamáltíða hækka verulega eða um 156 m. kr. strax í haust og nærri 360 m. kr. á næsta ári. Fæðisgjald verður hækkað í leik- og grunnskólum um 100 kr á dag fyrir hvert barn frá 1. október. Þeir fjármunir munu fara óskiptir í hráefnisinnkaup til að bæta gæði máltíða. Að auki mun hluta af hagræðingu vegna hráefnisinnkaupa verða skilað til baka, alls 45. m. kr. Skólar í Reykjavík munu eftir breytinguna búa við sambærileg framlög til hráefniskaupa og þau sveitarfélög sem leggja mest í matarinnkaup fyrir skólana.Aukinn stuðningur við stjórnendur Borgin leggur mikla áherslu á ábyrga fjármálastjórn og mun auka ráðgjöf og stuðning við stjórnendur varðandi fjármál og rekstur, meðferð halla og afgangs auk þess sem gerð verða ný líkön um deilingu fjármagns. Þessar fyrstu aðgerðir voru unnar í samráði við stjórnendur leikskóla og grunnskóla og verður áfram byggt á þeim uppbyggilega anda sem einkenndi það samstarf. Sameiginlegt markmið okkar allra verður að tryggja skóla – og frístundastarf í fremstu röð í höfuðborginni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun