Kippa af Einstök 1100 krónum ódýrari í verslun í Colorado en í ÁTVR Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2016 09:00 Myndin sem aðdáandi Einstakrar í Colorado í Bandaríkjunum deildi en á henni sést að kippan kostar milli 14 og 15 dollara. Þó nokkuð mikill munur er á verði á kippu af Einstök bjór í Bandaríkjunum og svo í verslunum ÁTVR hér á Íslandi ef marka má mynd sem aðdáandi bjórsins í Colorado deildi á Facebook-síðu Einstakrar. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, sést að kippa af Einstök White Ale kostar 13,99 dollara eða sem samsvarar rúmum 1600 krónum. Kippa af Einstök White Ale kostar hins vegar tæpan 2700 kall í ríkinu hér heima, eða 449 krónur flaskan, svo það munar næstum 1100 krónum á vörunni eftir því hvort hún er keypt á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Einhverjum kann að þykja það skjóta skökku við þar sem Einstök bjór er framleiddur hér á landi en munurinn liggur fyrst og fremst í áfengisgjaldinu sem á Íslandi er nokkuð hátt miðað við til dæmis Bandaríkin.Áfengisgjaldið 109 krónur af flösku af Einstök White Ale Áfengisgjöldin hér eru föst krónutala á prósentu vínanda í lítra umfram 2,25 prósent og því er misjafnt eftir því hversu sterkt vínið er hversu há áfengisgjöldin eru en þau leggjast í raun þyngra á ódýrari vöru en dýrari. Rétt er að taka fram að áfengisgjöldin eru utan álagningar ÁTVR og virðisaukaskatts. Samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda eru áfengisgjöldin af Egils Gulli, 33 cl dós sem kostar 269 krónur í ÁTVR, 101,6 króna eða 37,77 prósent af útsöluverðinu með virðisaukaskatti. Virðisaukaskattur leggst á verðið með áfengisgjaldi þannig að fyrir virðisaukaskatt er gjaldið tæplega 42 prósent af grunni til virðisaukaskatts.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Áfengisgjaldið af Einstök White Ale í 33 cl flösku eru síðan 109 krónur og svo 123,8 krónur af flösku af Einstök Pale Ale en það er hærra vegna hærri áfengisprósentu. Það gera tæplega 28 prósent af verði flöskunnar.Skattlagningin „komin út úr öllu korti“ Í Colorado-ríki leggja yfirvöld hins vegar mun lægra áfengisgjald á bjór. Gjaldið er 8 sent á gallon sem gerir þá 2,11 sent á lítra. Það eru þá 0,7 sent á 33 cl flösku sem samsvarar 80 aurum á flöskuna. Ofan á þetta kemur síðan alríkisgjaldið sem er fimm sent flösku en tvö sent ef hún kemur frá litlu brugghúsi. Það gera rúmar tvær krónur á flöskuna til tæplega sex króna. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir ýmislegt notað til að réttlæta hátt áfengisgjald en í því felst auðvitað ákveðin aðgangsstýring. „Það er hins vegar líka svo að þegar ríkið vantar peninga þá eru gjöldin hækkuð á áfengi og tóbak, og þetta er auðvitað komið út úr öllu korti eins og sést á þessum samanburði. Það er gott og gilt að vilja takmarka ásókn í þessa vöru en með breyttu neyslumynstri eru áfengiskaup í flestum tilfellum orðin partur af venjulegum matarinnkaupum og þetta er gríðarlega skattlagning á þessari almennu neysluvöru,“ segir Ólafur. Íslenskur bjór Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Þó nokkuð mikill munur er á verði á kippu af Einstök bjór í Bandaríkjunum og svo í verslunum ÁTVR hér á Íslandi ef marka má mynd sem aðdáandi bjórsins í Colorado deildi á Facebook-síðu Einstakrar. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, sést að kippa af Einstök White Ale kostar 13,99 dollara eða sem samsvarar rúmum 1600 krónum. Kippa af Einstök White Ale kostar hins vegar tæpan 2700 kall í ríkinu hér heima, eða 449 krónur flaskan, svo það munar næstum 1100 krónum á vörunni eftir því hvort hún er keypt á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Einhverjum kann að þykja það skjóta skökku við þar sem Einstök bjór er framleiddur hér á landi en munurinn liggur fyrst og fremst í áfengisgjaldinu sem á Íslandi er nokkuð hátt miðað við til dæmis Bandaríkin.Áfengisgjaldið 109 krónur af flösku af Einstök White Ale Áfengisgjöldin hér eru föst krónutala á prósentu vínanda í lítra umfram 2,25 prósent og því er misjafnt eftir því hversu sterkt vínið er hversu há áfengisgjöldin eru en þau leggjast í raun þyngra á ódýrari vöru en dýrari. Rétt er að taka fram að áfengisgjöldin eru utan álagningar ÁTVR og virðisaukaskatts. Samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda eru áfengisgjöldin af Egils Gulli, 33 cl dós sem kostar 269 krónur í ÁTVR, 101,6 króna eða 37,77 prósent af útsöluverðinu með virðisaukaskatti. Virðisaukaskattur leggst á verðið með áfengisgjaldi þannig að fyrir virðisaukaskatt er gjaldið tæplega 42 prósent af grunni til virðisaukaskatts.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Áfengisgjaldið af Einstök White Ale í 33 cl flösku eru síðan 109 krónur og svo 123,8 krónur af flösku af Einstök Pale Ale en það er hærra vegna hærri áfengisprósentu. Það gera tæplega 28 prósent af verði flöskunnar.Skattlagningin „komin út úr öllu korti“ Í Colorado-ríki leggja yfirvöld hins vegar mun lægra áfengisgjald á bjór. Gjaldið er 8 sent á gallon sem gerir þá 2,11 sent á lítra. Það eru þá 0,7 sent á 33 cl flösku sem samsvarar 80 aurum á flöskuna. Ofan á þetta kemur síðan alríkisgjaldið sem er fimm sent flösku en tvö sent ef hún kemur frá litlu brugghúsi. Það gera rúmar tvær krónur á flöskuna til tæplega sex króna. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir ýmislegt notað til að réttlæta hátt áfengisgjald en í því felst auðvitað ákveðin aðgangsstýring. „Það er hins vegar líka svo að þegar ríkið vantar peninga þá eru gjöldin hækkuð á áfengi og tóbak, og þetta er auðvitað komið út úr öllu korti eins og sést á þessum samanburði. Það er gott og gilt að vilja takmarka ásókn í þessa vöru en með breyttu neyslumynstri eru áfengiskaup í flestum tilfellum orðin partur af venjulegum matarinnkaupum og þetta er gríðarlega skattlagning á þessari almennu neysluvöru,“ segir Ólafur.
Íslenskur bjór Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira