Vill Ungverjaland úr Evrópusambandinu Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. september 2016 06:45 Girðingin rammgerða sem reist var á síðasta ári meðfram landamærum Serbíu til að halda flóttafólki úti. vísir/epa Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar, segist vilja reka Ungverjaland úr Evrópusambandinu. Ástæðan er ekki síst hin harða stefna Ungverjalands gagnvart flóttafólki. „Við getum ekki fallist á að brotið sé í stórum stíl gegn grundvallargildum Evrópusambandsins,“ segir Allesborn í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt. „Þeir sem hafa eins og Ungverjar reist girðingar gegn flóttafólki eða brotið gegn fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði dómstóla, þeim ætti að víkja tímabundið eða ef þörf krefur til frambúðar úr Evrópusambandinu.“Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxembúrgvísir/epaHann segir að í Ungverjalandi fái fólk, sem sé að flýja stríð, næstum því verri meðferð en dýr. Girðingin verði sífellt lengri, hærri og hættulegri og ekki sé langt í að gefin verði út skipun um að skjóta á flóttafólk: „Allir sem reyna að komast yfir girðinguna verða að reikna með því versta.“ Þann 2. október verður efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu stjórnarinnar í málefnum flóttafólks. Þar verða kjósendur spurðir hvort þeir styðji ekki þær fyrirætlanir Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, að neita að hlíta ákvörðun Evrópusambandsins um að Ungverjar taki, eins og önnur ESB-ríki, við ákveðnum fjölda hælisleitenda í ár. Í hlut Ungverjalands koma aðeins 1.294 hælisleitendur, samkvæmt kvótakerfi ESB. Stjórnin hefur vikum saman hvatt fólk til að kjósa og hafna kvótatilskipuninni þar sem óspart er höfðað til ótta fólks við útlendinga. Þar hefur stjórnin varpað fram spurningum af þessu tagi: „Vissirðu að Evrópusambandið vill setja jafngildi heillar borgar af ólöglegum innflytjendum niður í Ungverjalandi?“ og „Vissirðu að frá því innflytjendakreppan hófst hefur áreitni gegn konum aukist verulega í Evrópu?“ Stjórn Orbans hyggst setja upp nýja girðingu meðfram landamærum Serbíu, til viðbótar þeirri sem nú þegar hefur verið sett upp. Þetta er gert til þess að Ungverjar verði nú örugglega viðbúnir fari svo að samningur ESB við Tyrkland verði að engu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnvöld í Ungverjalandi munu lýsa yfir neyðarástandi Innanríkisráðherra Ungverjalands mun lýsa yfir neyðarástandi frá og með 15. september. 10. september 2015 13:51 Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar, segist vilja reka Ungverjaland úr Evrópusambandinu. Ástæðan er ekki síst hin harða stefna Ungverjalands gagnvart flóttafólki. „Við getum ekki fallist á að brotið sé í stórum stíl gegn grundvallargildum Evrópusambandsins,“ segir Allesborn í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt. „Þeir sem hafa eins og Ungverjar reist girðingar gegn flóttafólki eða brotið gegn fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði dómstóla, þeim ætti að víkja tímabundið eða ef þörf krefur til frambúðar úr Evrópusambandinu.“Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxembúrgvísir/epaHann segir að í Ungverjalandi fái fólk, sem sé að flýja stríð, næstum því verri meðferð en dýr. Girðingin verði sífellt lengri, hærri og hættulegri og ekki sé langt í að gefin verði út skipun um að skjóta á flóttafólk: „Allir sem reyna að komast yfir girðinguna verða að reikna með því versta.“ Þann 2. október verður efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu stjórnarinnar í málefnum flóttafólks. Þar verða kjósendur spurðir hvort þeir styðji ekki þær fyrirætlanir Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, að neita að hlíta ákvörðun Evrópusambandsins um að Ungverjar taki, eins og önnur ESB-ríki, við ákveðnum fjölda hælisleitenda í ár. Í hlut Ungverjalands koma aðeins 1.294 hælisleitendur, samkvæmt kvótakerfi ESB. Stjórnin hefur vikum saman hvatt fólk til að kjósa og hafna kvótatilskipuninni þar sem óspart er höfðað til ótta fólks við útlendinga. Þar hefur stjórnin varpað fram spurningum af þessu tagi: „Vissirðu að Evrópusambandið vill setja jafngildi heillar borgar af ólöglegum innflytjendum niður í Ungverjalandi?“ og „Vissirðu að frá því innflytjendakreppan hófst hefur áreitni gegn konum aukist verulega í Evrópu?“ Stjórn Orbans hyggst setja upp nýja girðingu meðfram landamærum Serbíu, til viðbótar þeirri sem nú þegar hefur verið sett upp. Þetta er gert til þess að Ungverjar verði nú örugglega viðbúnir fari svo að samningur ESB við Tyrkland verði að engu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnvöld í Ungverjalandi munu lýsa yfir neyðarástandi Innanríkisráðherra Ungverjalands mun lýsa yfir neyðarástandi frá og með 15. september. 10. september 2015 13:51 Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Stjórnvöld í Ungverjalandi munu lýsa yfir neyðarástandi Innanríkisráðherra Ungverjalands mun lýsa yfir neyðarástandi frá og með 15. september. 10. september 2015 13:51
Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42