Ellefu fylkja slagurinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. september 2016 07:00 Aðeins tveir mánuðir eru í forsetakosningar í Bandaríkjunum 8. nóvember næstkomandi. Frambjóðendur eru í fimmta gír og flakka milli ræðuhalla til að halda kosningafundi víða um landið. Þó fá ekki öll fylki Bandaríkjanna að hýsa kosningafund annars hvors frambjóðendanna tveggja sem njóta mests fylgis, Repúblikanans Donalds Trump og Demókratans Hillary Clinton. Þess í stað hefur baráttan mestmegnis farið fram í broti þeirra fimmtíu fylkja sem mynda Bandaríkin. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman eru nefnilega einungis ellefu fylki þar sem munurinn á milli frambjóðendanna tveggja er undir sex prósentustigum. Þau eru: Flórída, Virginía, Ohio, Pennsylvanía, Wisconsin, Iowa, Nevada, Arizona, Georgía, Norður-Karólína og Missouri. Aðrir miðlar á borð við Politico hafa bætt Colorado, Michigan og New Hampshire við þennan lista en þar sýnir meðaltal skoðanakannana ögn meiri mun.Fólkið kýs ekki forsetaÁstæða þess að einungis er barist um brot þeirra fylkja sem mynda Bandaríkin er kosningakerfi gjörólíkt því sem við þekkjum hér. Atkvæði Bandaríkjamanna eru nefnilega ekki talin sem ein heild heldur eru haldnar kosningar í hverju fylki fyrir sig, þó samdægurs. Það er gert vegna þess að kjósendur kjósa ekki forseta heldur svokallaða kjörmenn sem hittast stuttu eftir kosningar og greiða atkvæði líkt og almenningur kaus þá til að gera. Fylki eru með mismarga kjörmenn, áætlað gróflega eftir fólksfjölda, og því sum fylki í raun verðmætari en önnur fyrir frambjóðendur. Allir kjörmenn sama fylkis kjósa alla jafna sama frambjóðanda og meirihluti almennings í fylkinu gerði. Þannig fær sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í fylkinu, sama hvort hann vann með einu atkvæði eða milljón, alla kjörmenn fylkisins. Alls eru 538 kjörmenn í Bandaríkjunum og þarf frambjóðandi því að tryggja sér 270 kjörmenn til að tryggja sér forsetaembættið. Clinton með forskot Líkt og skoðanakannanir hafa sýnt er Clinton með tæplega þriggja prósentustiga forskot á landsvísu. Ef rýnt er í kannanir fyrir hvert fylki fyrir sig má einnig sjá að Clinton er með gott forskot þegar kemur að kjörmönnum, hún þarf því að vinna færri baráttufylki en Trump ef hún vill verða forseti. Alls mælist Clinton með öruggt forskot í tuttugu fylkjum sem hafa samtals 229 kjörmenn. Trump mælist hins vegar með gott forskot í nítján fylkjum sem hafa samtals 154 kjörmenn. Allnokkur fylki eru nógu höll undir annan hvorn flokkinn til að hafa kosið frambjóðanda sama flokks allt frá aldamótum. Til að mynda hafa Kaliforníubúar og íbúar New York einungis kosið Demókrata á þeim tíma og Texasbúar ávallt Repúblikana. Þau fylki sem hafa kosið Demókrata alla tíð frá 2000 búa yfir 242 kjörmönnum en fylki Repúblikana 179.Ohio fær mesta athygliÞau þrjú baráttufylki þar sem kjörmenn eru flestir eru Ohio með sína átján, Pennsylvanía með tuttugu og Flórída með 29. Undanfarna mánuði hafa íbúar þeirra fylkja því fengið að sitja undir milljóna bandaríkjadala virði af sjónvarps- og útvarpsauglýsingum sem og tíðum kosningafundum frambjóðenda. Ohio hefur fengið mesta athygli allra baráttufylkja. Samkvæmt greiningu Politico höfðu hvorki Clinton né Trump heimsótt nokkurt annað fylki oftar á þessu ári, um átta sinnum hvort. Í kjölfarið fylgja Pennsylvanía, Virginía, Norður-Karólína og Flórída með um fimm heimsóknir frá hvoru þeirra.George Bush ásamt Dick Cheney.Vísir/EPABrestar myndast í kerfinuKosningakerfið sem stuðst er við í forsetakosningum í Bandaríkjunum útilokar ekki að frambjóðandi sigri án þess að hafa fengið fleiri atkvæði en keppinauturinn. Það hefur raunar gerst fjórum sinnum og síðast árið 2000 þegar Repúblikaninn George W. Bush bar sigur úr býtum gegn Demókratanum Al Gore. Mjótt var á munum í þeim kosningum. Bush fékk atkvæði 271 kjörmanns en Gore 266. Hins vegar fékk Gore 48,4 prósent atkvæða en Bush 47,9 prósent. Í kjölfarið fylgdu málaferli þar sem farið var fram á endurtalningu í Flórída sökum afar lítils munar. Hæstiréttur úrskurðaði svo að ekki skyldi telja á ný og vann því Bush alla 25 kjörmenn fylkisins og þar með forsetaembættið. Alls kusu 2.912.790 Bush en 2.912.253 kusu Gore og verður það að teljast afar lítill munur. Áður höfðu þeir John Quincy Adams, árið 1824, Rutherford B. Hayes, árið 1876, og Benjamin Harrison, árið 1888, orðið forsetar án þess að fá fleiri atkvæði en keppinauturinn. Einnig eru allnokkur fylki í Bandaríkjunum þar sem löglegt er fyrir kjörmann að kjósa gegn vilja fólksins. Frá aldamótum hefur það gerst tvisvar. Annars vegar árið 2000 þegar kjörmaður frá Washingtonborg neitaði að kjósa Gore og hins vegar árið 2004 þegar kjörmaður frá Minnesota kaus óvart John Edwards, varaforsetaefni Johns Kerry frambjóðanda Demókrata.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Aðeins tveir mánuðir eru í forsetakosningar í Bandaríkjunum 8. nóvember næstkomandi. Frambjóðendur eru í fimmta gír og flakka milli ræðuhalla til að halda kosningafundi víða um landið. Þó fá ekki öll fylki Bandaríkjanna að hýsa kosningafund annars hvors frambjóðendanna tveggja sem njóta mests fylgis, Repúblikanans Donalds Trump og Demókratans Hillary Clinton. Þess í stað hefur baráttan mestmegnis farið fram í broti þeirra fimmtíu fylkja sem mynda Bandaríkin. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman eru nefnilega einungis ellefu fylki þar sem munurinn á milli frambjóðendanna tveggja er undir sex prósentustigum. Þau eru: Flórída, Virginía, Ohio, Pennsylvanía, Wisconsin, Iowa, Nevada, Arizona, Georgía, Norður-Karólína og Missouri. Aðrir miðlar á borð við Politico hafa bætt Colorado, Michigan og New Hampshire við þennan lista en þar sýnir meðaltal skoðanakannana ögn meiri mun.Fólkið kýs ekki forsetaÁstæða þess að einungis er barist um brot þeirra fylkja sem mynda Bandaríkin er kosningakerfi gjörólíkt því sem við þekkjum hér. Atkvæði Bandaríkjamanna eru nefnilega ekki talin sem ein heild heldur eru haldnar kosningar í hverju fylki fyrir sig, þó samdægurs. Það er gert vegna þess að kjósendur kjósa ekki forseta heldur svokallaða kjörmenn sem hittast stuttu eftir kosningar og greiða atkvæði líkt og almenningur kaus þá til að gera. Fylki eru með mismarga kjörmenn, áætlað gróflega eftir fólksfjölda, og því sum fylki í raun verðmætari en önnur fyrir frambjóðendur. Allir kjörmenn sama fylkis kjósa alla jafna sama frambjóðanda og meirihluti almennings í fylkinu gerði. Þannig fær sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í fylkinu, sama hvort hann vann með einu atkvæði eða milljón, alla kjörmenn fylkisins. Alls eru 538 kjörmenn í Bandaríkjunum og þarf frambjóðandi því að tryggja sér 270 kjörmenn til að tryggja sér forsetaembættið. Clinton með forskot Líkt og skoðanakannanir hafa sýnt er Clinton með tæplega þriggja prósentustiga forskot á landsvísu. Ef rýnt er í kannanir fyrir hvert fylki fyrir sig má einnig sjá að Clinton er með gott forskot þegar kemur að kjörmönnum, hún þarf því að vinna færri baráttufylki en Trump ef hún vill verða forseti. Alls mælist Clinton með öruggt forskot í tuttugu fylkjum sem hafa samtals 229 kjörmenn. Trump mælist hins vegar með gott forskot í nítján fylkjum sem hafa samtals 154 kjörmenn. Allnokkur fylki eru nógu höll undir annan hvorn flokkinn til að hafa kosið frambjóðanda sama flokks allt frá aldamótum. Til að mynda hafa Kaliforníubúar og íbúar New York einungis kosið Demókrata á þeim tíma og Texasbúar ávallt Repúblikana. Þau fylki sem hafa kosið Demókrata alla tíð frá 2000 búa yfir 242 kjörmönnum en fylki Repúblikana 179.Ohio fær mesta athygliÞau þrjú baráttufylki þar sem kjörmenn eru flestir eru Ohio með sína átján, Pennsylvanía með tuttugu og Flórída með 29. Undanfarna mánuði hafa íbúar þeirra fylkja því fengið að sitja undir milljóna bandaríkjadala virði af sjónvarps- og útvarpsauglýsingum sem og tíðum kosningafundum frambjóðenda. Ohio hefur fengið mesta athygli allra baráttufylkja. Samkvæmt greiningu Politico höfðu hvorki Clinton né Trump heimsótt nokkurt annað fylki oftar á þessu ári, um átta sinnum hvort. Í kjölfarið fylgja Pennsylvanía, Virginía, Norður-Karólína og Flórída með um fimm heimsóknir frá hvoru þeirra.George Bush ásamt Dick Cheney.Vísir/EPABrestar myndast í kerfinuKosningakerfið sem stuðst er við í forsetakosningum í Bandaríkjunum útilokar ekki að frambjóðandi sigri án þess að hafa fengið fleiri atkvæði en keppinauturinn. Það hefur raunar gerst fjórum sinnum og síðast árið 2000 þegar Repúblikaninn George W. Bush bar sigur úr býtum gegn Demókratanum Al Gore. Mjótt var á munum í þeim kosningum. Bush fékk atkvæði 271 kjörmanns en Gore 266. Hins vegar fékk Gore 48,4 prósent atkvæða en Bush 47,9 prósent. Í kjölfarið fylgdu málaferli þar sem farið var fram á endurtalningu í Flórída sökum afar lítils munar. Hæstiréttur úrskurðaði svo að ekki skyldi telja á ný og vann því Bush alla 25 kjörmenn fylkisins og þar með forsetaembættið. Alls kusu 2.912.790 Bush en 2.912.253 kusu Gore og verður það að teljast afar lítill munur. Áður höfðu þeir John Quincy Adams, árið 1824, Rutherford B. Hayes, árið 1876, og Benjamin Harrison, árið 1888, orðið forsetar án þess að fá fleiri atkvæði en keppinauturinn. Einnig eru allnokkur fylki í Bandaríkjunum þar sem löglegt er fyrir kjörmann að kjósa gegn vilja fólksins. Frá aldamótum hefur það gerst tvisvar. Annars vegar árið 2000 þegar kjörmaður frá Washingtonborg neitaði að kjósa Gore og hins vegar árið 2004 þegar kjörmaður frá Minnesota kaus óvart John Edwards, varaforsetaefni Johns Kerry frambjóðanda Demókrata.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira