Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2016 07:38 Donald Trump og Hillary Clinton í kappræðunum í nótt. vísir/getty Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. Clinton er forsetaframbjóðandi Demókrata og Trump sækist eftir embættinu fyrir hönd Repúblikana en forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram þann 8. nóvember næstkomandi. Talið er líklegt að metfjöldi hafi horft á kappræðurnar eða allt að 100 milljónir áhorfenda. Skömmu eftir að kappræðunum lauk gerði CNN könnun á meðal áhorfenda sinna hvor frambjóðandinn hafði betur og það var engin spurning; 62 próesnt aðspurðra sögðu Clinton hafa unnið kappræðurnar á meðan 27 prósent sögðu Trump hafa borið sigur úr býtum. Í umfjöllun CNN um könnunina kemur fram að 41 prósent þeirra sem svöruðu könnuninni voru Demókratar og 26 prósent Repúblikanar sem er 10 prósentum meira af Demókrötum en venjulega í könnunum og tvö prósent minna af Repúblikönum. Engu að síður er niðurstaðan nokkuð afgerandi Hillary í vil. Eftir fyrstu kappræðurnar á milli þeirra Barack Obama og Mitt Romney árið 2012 var niðurstaðan svipuð úr fyrstu könnun en þá mátu áhorfendur það sem svo að Romney hefði haft betur. Þau Clinton og Trump tókust á um ýmislegt í gær, meðal annars atvinnuhorfur, utanríkisstefnu og kynjamisrétti svo fátt eitt sé nefnt en kappræðurnar stóðu í níutíu mínútur. Baráttan harðnaði þegar farið var út í persónuleg málefni til að mynda þegar Trump sakaði Hillary um að vera ekki með rétta geðslagið í það að verða forseti Bandaríkjanna. Clinton skaut einnig á Trump með því að benda á að honum hafi láðst að gera skattagögn sín opinber. Kappræðurnar í heild sinni má sjá hér að neðan en þær hefjast þegar um ein klukkustund og 45 mínútur eru eftir af útsendingunni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu kappræður Trump og Clinton í heild sinni Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína. 27. september 2016 02:30 Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00 John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. Clinton er forsetaframbjóðandi Demókrata og Trump sækist eftir embættinu fyrir hönd Repúblikana en forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram þann 8. nóvember næstkomandi. Talið er líklegt að metfjöldi hafi horft á kappræðurnar eða allt að 100 milljónir áhorfenda. Skömmu eftir að kappræðunum lauk gerði CNN könnun á meðal áhorfenda sinna hvor frambjóðandinn hafði betur og það var engin spurning; 62 próesnt aðspurðra sögðu Clinton hafa unnið kappræðurnar á meðan 27 prósent sögðu Trump hafa borið sigur úr býtum. Í umfjöllun CNN um könnunina kemur fram að 41 prósent þeirra sem svöruðu könnuninni voru Demókratar og 26 prósent Repúblikanar sem er 10 prósentum meira af Demókrötum en venjulega í könnunum og tvö prósent minna af Repúblikönum. Engu að síður er niðurstaðan nokkuð afgerandi Hillary í vil. Eftir fyrstu kappræðurnar á milli þeirra Barack Obama og Mitt Romney árið 2012 var niðurstaðan svipuð úr fyrstu könnun en þá mátu áhorfendur það sem svo að Romney hefði haft betur. Þau Clinton og Trump tókust á um ýmislegt í gær, meðal annars atvinnuhorfur, utanríkisstefnu og kynjamisrétti svo fátt eitt sé nefnt en kappræðurnar stóðu í níutíu mínútur. Baráttan harðnaði þegar farið var út í persónuleg málefni til að mynda þegar Trump sakaði Hillary um að vera ekki með rétta geðslagið í það að verða forseti Bandaríkjanna. Clinton skaut einnig á Trump með því að benda á að honum hafi láðst að gera skattagögn sín opinber. Kappræðurnar í heild sinni má sjá hér að neðan en þær hefjast þegar um ein klukkustund og 45 mínútur eru eftir af útsendingunni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu kappræður Trump og Clinton í heild sinni Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína. 27. september 2016 02:30 Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00 John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Sjáðu fyrstu kappræður Trump og Clinton í heild sinni Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína. 27. september 2016 02:30
Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00
John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07