Hollande ætlar sér að loka Calais-búðunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. september 2016 07:00 Flóttamaður í Calais-búðunum, þar sem allt að tíu þúsund manns búa við lélegar aðstæður. Nordicphotos/AFP Francois Hollande, forseti Frakklands, segist staðráðinn í að loka flóttamannabúðunum í Calais fyrir árslok. Hann vill samt að Bretar taki þátt í kostnaðinum. Hollande skýrði frá þessu í gærmorgun þegar hann hélt til Calais að hitta þar lögreglumenn og stjórnmálamenn. Ekki heimsótti hann þó búðirnar sjálfar. Þar hafast við allt að tíu þúsund flóttamenn, sem flestir hverjir vonast til að geta komist í gegn um Ermarsundsgöngin yfir til Bretlands. Margir hafa reynt að laumast yfir sundið með því að fela sig í flutningabílum sem eru á leiðinni inn í göngin. Í síðustu viku var byrjað að reisa múr einn mikinn meðfram þjóðveginum til að einangra hann frá búðunum. Þannig verði flóttafólkinu þar gert erfiðara að nálgast umferðina undir Ermarsundið. Það eru Bretar sem fjármagna þessa múrgerð, sem talið er að hafi kostað hátt í tvær milljónir punda, sem er jafnvirði nærri 300 milljóna króna. Fyrr á þessu ári var svæðið, sem búðirnar eru á, minnkað um helming. Engu að síður hefur íbúum þeirra fjölgað. Opinberlega er fullyrt að um sjö þúsund manns búi þar, en talið er að raunverulegur fjöldi sé nær tíu þúsundum. Þar á meðal eru um þúsund börn. Frönsk stjórnvöld reyna nú að koma þessu fólki fyrir annars staðar í Frakklandi fyrir vetrarbyrjun.Hollande Frakklandsforseti er strax byrjaður að undirbúa kosningabaráttu sína fyrir forsetakjör á næsta ári.vísir/epaBúðirnar voru aldrei skipulagðar af stjórnvöldum heldur kom flóttafólk sér þar sjálft fyrir og setti þar upp tjöld og bráðabirgðaskýli af ýmsu tagi. Fyrstu búðirnar risu þar stuttu fyrir aldamótin. Stjórnvöld hafa reglulega reynt að loka þeim en fólkið hefur þá bara komið sér fyrir annars staðar í nágrenninu. Hjálparstofnanir hafa útvegað fólkinu heilbrigðisþjónustu en hreinlætisaðstaða er mjög bágborin. Heimsókn Hollande til Calais virðist vera liður í undirbúningi hans fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Nicolas Sarkosy, fyrrverandi forseti, kom einnig til Calais í síðustu viku, en hann vonast til þess að endurheimta embættið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Francois Hollande, forseti Frakklands, segist staðráðinn í að loka flóttamannabúðunum í Calais fyrir árslok. Hann vill samt að Bretar taki þátt í kostnaðinum. Hollande skýrði frá þessu í gærmorgun þegar hann hélt til Calais að hitta þar lögreglumenn og stjórnmálamenn. Ekki heimsótti hann þó búðirnar sjálfar. Þar hafast við allt að tíu þúsund flóttamenn, sem flestir hverjir vonast til að geta komist í gegn um Ermarsundsgöngin yfir til Bretlands. Margir hafa reynt að laumast yfir sundið með því að fela sig í flutningabílum sem eru á leiðinni inn í göngin. Í síðustu viku var byrjað að reisa múr einn mikinn meðfram þjóðveginum til að einangra hann frá búðunum. Þannig verði flóttafólkinu þar gert erfiðara að nálgast umferðina undir Ermarsundið. Það eru Bretar sem fjármagna þessa múrgerð, sem talið er að hafi kostað hátt í tvær milljónir punda, sem er jafnvirði nærri 300 milljóna króna. Fyrr á þessu ári var svæðið, sem búðirnar eru á, minnkað um helming. Engu að síður hefur íbúum þeirra fjölgað. Opinberlega er fullyrt að um sjö þúsund manns búi þar, en talið er að raunverulegur fjöldi sé nær tíu þúsundum. Þar á meðal eru um þúsund börn. Frönsk stjórnvöld reyna nú að koma þessu fólki fyrir annars staðar í Frakklandi fyrir vetrarbyrjun.Hollande Frakklandsforseti er strax byrjaður að undirbúa kosningabaráttu sína fyrir forsetakjör á næsta ári.vísir/epaBúðirnar voru aldrei skipulagðar af stjórnvöldum heldur kom flóttafólk sér þar sjálft fyrir og setti þar upp tjöld og bráðabirgðaskýli af ýmsu tagi. Fyrstu búðirnar risu þar stuttu fyrir aldamótin. Stjórnvöld hafa reglulega reynt að loka þeim en fólkið hefur þá bara komið sér fyrir annars staðar í nágrenninu. Hjálparstofnanir hafa útvegað fólkinu heilbrigðisþjónustu en hreinlætisaðstaða er mjög bágborin. Heimsókn Hollande til Calais virðist vera liður í undirbúningi hans fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Nicolas Sarkosy, fyrrverandi forseti, kom einnig til Calais í síðustu viku, en hann vonast til þess að endurheimta embættið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira