Mikilvægi hjúkrunarfræðinga á breyttum Landspítala Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Velferðarráðuneytið kynnti á dögunum niðurstöðu skýrslu McKinsey & Company: Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans. Áhersla skýrslunnar er á rekstrarhagkvæmni og framleiðni vinnuafls Landspítalans og notuð voru tvö sænsk sjúkrahús til viðmiðunar, Karolinska háskólasjúkrahúsið og háskólasjúkrahúsið í Umeå. Skýrt kemur fram í skýrslunni að ekki er verið að horfa á samanburðinn við bestu starfsvenjur á heimsvísu og nauðsynlegt að hafa það í huga þegar horft er á niðurstöður skýrslunnar. Skýrslu sem þessari ber að fagna þar sem bent er á skort á heildarstefnu og stýringu veittrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Tímabært er að taka upp ákveðna þjónustustýringu og að fólki sé leiðbeint með hvert það eigi að sækja mismunandi heilbrigðisþjónustu. Það er ljóst að vissa þjónustu, sem nú er veitt á Landspítala og á einkastofum sérfræðilækna, ætti að veita á heilsugæslustöðvum. Stærstur hluti af útskriftarvanda Landspítala er vegna skorts á úrræðum fyrir sjúklinga sem þurfa áframhaldandi hjúkrunarþjónustu á ódýrara þjónustustigi. Ekki er hægt að útskrifa þá til að rýma fyrir bráðveikum sjúklingum og minnka markvisst biðlista eftir aðgerðum þar sem það vantar fleiri hjúkrunarrými og aukin úrræði í heimahjúkrun og innan heilsugæslunnar.Misskilnings virðist gæta Lausnir undanfarinna ára hafa dugað skammt og kemur það vel fram í skýrslunni. Misskilnings virðist þó gæta á meðal skýrsluhöfunda þar sem þeir telja að þegar búið verður að leysa útskriftarvanda Landspítala þurfi færri hjúkrunarfræðinga þar til starfa. Með fækkun legudaga og aukinni skilvirkni í starfsemi legu- og göngudeilda eykst álagið og þar með hjúkrunarþörfin. Það er því hæpið að hægt sé að fækka hjúkrunarfræðingum í starfi þegar flæði bráðveikra sjúklinga eykst. Til að tryggja útskriftarúrræðin fyrir Landspítala þarf einnig að fjölga vel menntuðum hjúkrunarfræðingum í heilsugæslunni og heimahjúkrun svo hægt sé að taka við þeim og veita áframhaldandi þjónustu því ekki verða sjúklingarnir útskrifaðir út í tómið. Góð mönnun hjúkrunarfræðinga sem hafa þekkingu og færni í að sinna fólkinu t.d. í sínu heimaumhverfi eða á öldrunarstofnun er lykilatriði í að því farnist vel en það hafa margar rannsóknir þegar sýnt fram á. Við mat á frammistöðu Landspítala er notast við svonefnd greiningartengd hópgildi (e. Diagnsosis-related group, DRG). Þessi gildi byggja á flokkun sjúklinga eftir sjúkdómsgreiningum, aðgerðum og meðferðum, kyni, aldri og eðli útskriftar og kemur Landspítali ágætlega út í samanburði við sænsku sjúkrahúsin tvö. Hafa ber í huga að DRG tekur ekki tillit til hjúkrunarþyngdar nema að takmörkuðu leyti þar sem sjúklingur með fáar DRG greiningar getur þurft mikla hjúkrun. Þegar lagt er mat á frammistöðu Landspítalans og eingöngu notast við DRG er því ekki verið að taka inn einn stærsta kostnaðarliðinn sem er hjúkrun og raunverulegar hjúkrunarþarfir sjúklinga.Hundruð hjúkrunarfræðinga vantar Nú vantar fleiri hundruð hjúkrunarfræðinga til starfa á heilbrigðisstofnanir á Íslandi. Á næstu árum verður stór hluti hjúkrunarfræðinga komin á eftirlaunaaldur og ná Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri ekki að útskrifa nógu marga hjúkrunarfræðinga árlega til að mæta þessari vaxandi þörf. Helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga á Íslandi vinnur á Landspítala og benda skýrsluhöfundar á að huga verði að nægu framboði menntaðra hjúkrunarfræðinga fyrir heilbrigðisþjónustuna. Fram kemur að það þurfi að sjá til þess að nægjanlegur fjöldi hjúkrunarfræðinga sé starfandi til að heilbrigðiskerfið geti starfað eðlilega. Samkeppni er um vel menntaða hjúkrunarfræðinga í hin ýmsu störf, m.a. á almenna markaðnum, og hefur hjúkrunarfræðingum í starfi á heilbrigðisstofnunum farið fækkandi. Þrjár meginástæður sem hjúkrunarfræðingar nefna fyrir því að þeir starfi ekki innan heilbrigðiskerfisins eru léleg laun, óviðunandi vinnuumhverfi og of mikið vinnuálag. Til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi eða fá þá til starfa á ný, þarf að bæta launakjör, vinnuumhverfi og tryggja fullnægjandi mönnun sem getur dregið úr vinnuálagi og gert starfið eftirsóknarverðara. Það er gott að fá svona skýrslu þar sem vandinn er greindur og aðgerðir settar fram sem geta styrkt íslenskt heilbrigðiskerfi í framtíðinni. Talið er að hægt sé að innleiða umbæturnar að fullu innan fjögurra ára. Þess væri óskandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Velferðarráðuneytið kynnti á dögunum niðurstöðu skýrslu McKinsey & Company: Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans. Áhersla skýrslunnar er á rekstrarhagkvæmni og framleiðni vinnuafls Landspítalans og notuð voru tvö sænsk sjúkrahús til viðmiðunar, Karolinska háskólasjúkrahúsið og háskólasjúkrahúsið í Umeå. Skýrt kemur fram í skýrslunni að ekki er verið að horfa á samanburðinn við bestu starfsvenjur á heimsvísu og nauðsynlegt að hafa það í huga þegar horft er á niðurstöður skýrslunnar. Skýrslu sem þessari ber að fagna þar sem bent er á skort á heildarstefnu og stýringu veittrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Tímabært er að taka upp ákveðna þjónustustýringu og að fólki sé leiðbeint með hvert það eigi að sækja mismunandi heilbrigðisþjónustu. Það er ljóst að vissa þjónustu, sem nú er veitt á Landspítala og á einkastofum sérfræðilækna, ætti að veita á heilsugæslustöðvum. Stærstur hluti af útskriftarvanda Landspítala er vegna skorts á úrræðum fyrir sjúklinga sem þurfa áframhaldandi hjúkrunarþjónustu á ódýrara þjónustustigi. Ekki er hægt að útskrifa þá til að rýma fyrir bráðveikum sjúklingum og minnka markvisst biðlista eftir aðgerðum þar sem það vantar fleiri hjúkrunarrými og aukin úrræði í heimahjúkrun og innan heilsugæslunnar.Misskilnings virðist gæta Lausnir undanfarinna ára hafa dugað skammt og kemur það vel fram í skýrslunni. Misskilnings virðist þó gæta á meðal skýrsluhöfunda þar sem þeir telja að þegar búið verður að leysa útskriftarvanda Landspítala þurfi færri hjúkrunarfræðinga þar til starfa. Með fækkun legudaga og aukinni skilvirkni í starfsemi legu- og göngudeilda eykst álagið og þar með hjúkrunarþörfin. Það er því hæpið að hægt sé að fækka hjúkrunarfræðingum í starfi þegar flæði bráðveikra sjúklinga eykst. Til að tryggja útskriftarúrræðin fyrir Landspítala þarf einnig að fjölga vel menntuðum hjúkrunarfræðingum í heilsugæslunni og heimahjúkrun svo hægt sé að taka við þeim og veita áframhaldandi þjónustu því ekki verða sjúklingarnir útskrifaðir út í tómið. Góð mönnun hjúkrunarfræðinga sem hafa þekkingu og færni í að sinna fólkinu t.d. í sínu heimaumhverfi eða á öldrunarstofnun er lykilatriði í að því farnist vel en það hafa margar rannsóknir þegar sýnt fram á. Við mat á frammistöðu Landspítala er notast við svonefnd greiningartengd hópgildi (e. Diagnsosis-related group, DRG). Þessi gildi byggja á flokkun sjúklinga eftir sjúkdómsgreiningum, aðgerðum og meðferðum, kyni, aldri og eðli útskriftar og kemur Landspítali ágætlega út í samanburði við sænsku sjúkrahúsin tvö. Hafa ber í huga að DRG tekur ekki tillit til hjúkrunarþyngdar nema að takmörkuðu leyti þar sem sjúklingur með fáar DRG greiningar getur þurft mikla hjúkrun. Þegar lagt er mat á frammistöðu Landspítalans og eingöngu notast við DRG er því ekki verið að taka inn einn stærsta kostnaðarliðinn sem er hjúkrun og raunverulegar hjúkrunarþarfir sjúklinga.Hundruð hjúkrunarfræðinga vantar Nú vantar fleiri hundruð hjúkrunarfræðinga til starfa á heilbrigðisstofnanir á Íslandi. Á næstu árum verður stór hluti hjúkrunarfræðinga komin á eftirlaunaaldur og ná Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri ekki að útskrifa nógu marga hjúkrunarfræðinga árlega til að mæta þessari vaxandi þörf. Helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga á Íslandi vinnur á Landspítala og benda skýrsluhöfundar á að huga verði að nægu framboði menntaðra hjúkrunarfræðinga fyrir heilbrigðisþjónustuna. Fram kemur að það þurfi að sjá til þess að nægjanlegur fjöldi hjúkrunarfræðinga sé starfandi til að heilbrigðiskerfið geti starfað eðlilega. Samkeppni er um vel menntaða hjúkrunarfræðinga í hin ýmsu störf, m.a. á almenna markaðnum, og hefur hjúkrunarfræðingum í starfi á heilbrigðisstofnunum farið fækkandi. Þrjár meginástæður sem hjúkrunarfræðingar nefna fyrir því að þeir starfi ekki innan heilbrigðiskerfisins eru léleg laun, óviðunandi vinnuumhverfi og of mikið vinnuálag. Til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi eða fá þá til starfa á ný, þarf að bæta launakjör, vinnuumhverfi og tryggja fullnægjandi mönnun sem getur dregið úr vinnuálagi og gert starfið eftirsóknarverðara. Það er gott að fá svona skýrslu þar sem vandinn er greindur og aðgerðir settar fram sem geta styrkt íslenskt heilbrigðiskerfi í framtíðinni. Talið er að hægt sé að innleiða umbæturnar að fullu innan fjögurra ára. Þess væri óskandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun