„Hún mun leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. október 2016 18:45 Síðan hljóðupptökur með ummælum Donald Trumps var lekið til fjölmiðla fyrir helgi hafa milljónir kvenna stigið fram á samfélagsmiðlum og lýst upplifun sinni af kynferðislegri áreitni karmanna í sinn garð. Í umræddum hljóðupptökum sem eru frá árinu 2005 segist Trump geta gert hvað sem er við konur í krafti frægðar sinnar. Þrátt fyrir afsökunarbeiðni Trump í gær á ummælum sínum hafa áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins farið fram á að Trump dragi framboð sitt til baka og lýst því yfir að þeir muni ekki styðja hann í komandi forsetakosningum. Vilja þeir jafnframt að Mike Pence, varaforsetaefni Trump, taki við keflinu. En hann hefur meðal annars fordæmt ummælin. Aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, hefur fylgst með kosningabaráttunni vestanhafs segir að viðbúið sé að mikill taugatitringur sér í herbúðum Trumps fyrir kappræðurnar í kvöld. „Þetta er eiginlega ótrúleg staða. Að þetta komi bæði í kjölfar slæmra daga fyrir hann og síðan akkúrat rétt fyrir þessar kappræður. Hann getur ekki verið vel stemmdur,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Þrátt fyrir að mikla mótstöðu meðal flokksmanna sinna komu hundruð stuðningsmanna Trump saman fyrir utan Trump Towers í gær og hvöttu hann áfram. Ljóst er að Rebúblikanaflokkurinn á í vandræðum með forsetaefni sitt en Trump hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki draga sig í hlé. „Þetta er gífurlega skaðlegt fyrir flokkinn og í raun og veru þetta val á frambjóðanda er algjörlega andsætt markmiðum sem flokkurinn setti sér eftir kosningarnar 2012. Flokkurinn er í sárum. Það hefur komið inn nokkur fjöldi stuðningsmanna sem hefur kannski fundið sig þarna áður en á ekki samleið með hugmyndafræði leiðtogum flokksins. Þannig að þetta verður mjög erfitt að byggja flokkinn upp aftur, “ segir Silja Bára. Donald Trump og Hillary Clinton mætast í kappræðum öðru sinni af þremur í St. Louis í Missouri í kvöld. Hillary þótti standa sig betur í fyrstu kappræðum frambjóðendanna og ljóst að atburðir síðustu daga muni ekki hjálpa mótframbjóðanda hennar. „Hún verður örugglega tilbúin með einhver skot sem koma fram í hennar svörum og miðað við hennar frammistöðu í síðustu kappræðum að þá mun hún svona leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur,“ segir Silja Bára Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10 Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44 Ringulreið er hundruð stuðningsmanna Trump stöppuðu í hann stálinu Myndband sýnir hvernig lögreglan í New York átti í fullu fangi með að halda aftur að mannfjöldanum sem kom saman fyrir utan Trump Tower. 8. október 2016 22:18 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Síðan hljóðupptökur með ummælum Donald Trumps var lekið til fjölmiðla fyrir helgi hafa milljónir kvenna stigið fram á samfélagsmiðlum og lýst upplifun sinni af kynferðislegri áreitni karmanna í sinn garð. Í umræddum hljóðupptökum sem eru frá árinu 2005 segist Trump geta gert hvað sem er við konur í krafti frægðar sinnar. Þrátt fyrir afsökunarbeiðni Trump í gær á ummælum sínum hafa áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins farið fram á að Trump dragi framboð sitt til baka og lýst því yfir að þeir muni ekki styðja hann í komandi forsetakosningum. Vilja þeir jafnframt að Mike Pence, varaforsetaefni Trump, taki við keflinu. En hann hefur meðal annars fordæmt ummælin. Aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, hefur fylgst með kosningabaráttunni vestanhafs segir að viðbúið sé að mikill taugatitringur sér í herbúðum Trumps fyrir kappræðurnar í kvöld. „Þetta er eiginlega ótrúleg staða. Að þetta komi bæði í kjölfar slæmra daga fyrir hann og síðan akkúrat rétt fyrir þessar kappræður. Hann getur ekki verið vel stemmdur,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Þrátt fyrir að mikla mótstöðu meðal flokksmanna sinna komu hundruð stuðningsmanna Trump saman fyrir utan Trump Towers í gær og hvöttu hann áfram. Ljóst er að Rebúblikanaflokkurinn á í vandræðum með forsetaefni sitt en Trump hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki draga sig í hlé. „Þetta er gífurlega skaðlegt fyrir flokkinn og í raun og veru þetta val á frambjóðanda er algjörlega andsætt markmiðum sem flokkurinn setti sér eftir kosningarnar 2012. Flokkurinn er í sárum. Það hefur komið inn nokkur fjöldi stuðningsmanna sem hefur kannski fundið sig þarna áður en á ekki samleið með hugmyndafræði leiðtogum flokksins. Þannig að þetta verður mjög erfitt að byggja flokkinn upp aftur, “ segir Silja Bára. Donald Trump og Hillary Clinton mætast í kappræðum öðru sinni af þremur í St. Louis í Missouri í kvöld. Hillary þótti standa sig betur í fyrstu kappræðum frambjóðendanna og ljóst að atburðir síðustu daga muni ekki hjálpa mótframbjóðanda hennar. „Hún verður örugglega tilbúin með einhver skot sem koma fram í hennar svörum og miðað við hennar frammistöðu í síðustu kappræðum að þá mun hún svona leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur,“ segir Silja Bára
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10 Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44 Ringulreið er hundruð stuðningsmanna Trump stöppuðu í hann stálinu Myndband sýnir hvernig lögreglan í New York átti í fullu fangi með að halda aftur að mannfjöldanum sem kom saman fyrir utan Trump Tower. 8. október 2016 22:18 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10
Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15
Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44
Ringulreið er hundruð stuðningsmanna Trump stöppuðu í hann stálinu Myndband sýnir hvernig lögreglan í New York átti í fullu fangi með að halda aftur að mannfjöldanum sem kom saman fyrir utan Trump Tower. 8. október 2016 22:18