Fýla eða framsókn Ívar Halldórsson skrifar 3. október 2016 13:40 Framsóknarmaður af fundi gekk Fúll því að formennsku eigi hann fékk Atkvæðin talin Útkoman galin Full saklaus flæktist Í Framsóknarhrekk Mig langar til að trúa því að kjörnir fulltrúar flokka séu að vinna fyrir fólkið í landinu fyrst og fremst. Ég verð þó að viðurkenna að stundum reynist mér erfitt að trúa því. Loforð drjúpa af vörum stjórnmálamanna eins og himneskt hunang en eftirbragðið er oft beiskt og brennisteinskennt - sér í lagi þegar í ljós kemur að fyrirheit þeirra eru oft ekki annað en loðin pólitísk leikflétta til að viðhalda vígi og völdum. Svona las ég skilaboðin og margir aðrir þegar Sigmundur Davíð gekk einn og fýldur út af flokksþingi, eftir að meirihluti flokksbræðra hans sammæltust um að flokkurinn nyti meira trausts kjósenda með Sigurð Inga í stafni. Ég viðurkenni að ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ljóst var að Sigmundur Davíð styddi ekki vilja flokksins og virtist ekki geta borið virðingu fyrir vilja kjósenda í landinu. Það sem þarna átti sér stað innan Framsóknarflokksins er eins og póstkortaútgáfa af plakatinu sem er fyrir allra augum í landi okkar. Á plakatinu eru pólitíkusar í pollagöllum sem berjast um fötur og skóflur sem þeir eiga ekki einu sinni sjálfir. Áhöldin fá þeir að láni frá okkur sem fylgjumst vel með fyrir utan pólitíska sandkassann. Stjórnmálamenn ættu aldrei að gleyma því að valdið kemur frá okkur; fólkinu í landinu. Ef fólkið í landinu álítur að valdið eigi að færast manna á milli þýðir ekkert fyrir stjórnmálamenn að setja stút á munninn og reyna að sniðganga lýðræðislegan vilja landans. Þannig fýkur öll virðing út í veður og vind. Stjórnmálamenn fara í dag á mis við svo ótal mörg tækifæri til að afla sér virðingar meðal landans. Við, fólkið í landinu, vitum að stjórnmálamenn eru ekki ofurhetjur eða fullkomnar verur. Við vitum að þeir eru breyskir og taka oft kjánalegar og vanhugsaðar ákvarðanir- eins og við. Þeir mismæla sig, missa skapið og gera hluti í fljótfærni sem þeir sjá svo margir eftir - eins og við. Það sem flestir þeirra átta sig ekki á er að við erum ekki eins miskunnarlaus og þeir virðast halda, á meðan þeir ríghalda í ráðherrastóla sína og embætti. Við viljum bara að það sé komið heiðarlega fram við okkur. Við viljum sannleikann. Við viljum ekki hroka og endalausar afsakanir. Við viljum að komið sé fram við okkur eins og jafningja, en ekki eins og við séum einhverjar hraðahindranir á framabraut þeirra. Það er allt í lagi að biðjast fyrirgefningar. Allir vilja vera beðnir fyrirgefningar þegar þeir telja að einhver hafi brugðist þeim eða finnst einhver hafa misnotað umboð sitt. Að biðjast fyrirgefningar er ekki opinber yfirlýsing um að vera „lúser“. Þvert á móti er það virðingarvert athæfi sem krefst heilmikils kjarks. Að biðjast fyrirgefningar ber vott um að virðing sé til staðar fyrir þeirri manneskju sem brotið hefur verið á og er um leið yfirlýsing um skilning á þeim erfiðleikum sem athæfið kann að hafa valdið viðkomandi. Það þarf stóra manneskju til að viðurkenna mistök sín og afhenda þeim sem honum valdið gaf, lyklana að sinni nánustu framtíð. Það er allt of sjaldan sem maður heyrir orðin „Fyrirgefðu mér“. Kannski er það vegna þess að hinum kristnu gildum hefur verið ýtt út í kant í okkar pólitíska umhverfi. Ég ber virðingu fyrir þeim sem viðurkenna mistök sín. Mig langar til að gefa slíku fólki fleiri tækifæri en þeim sem reyna að réttlæta allt sem þeir gera til að reyna að líta vel út. Þetta eru nefnilega ekki endilega mistökin, eða stærð þeirra, sem vega þyngst þegar upp er staðið. Öllu heldur hversu mikið viðkomandi þykir fyrir því að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað. Kannski er ekkert sem hefði getað forðað Sigmundi frá formennskumissinum, en maður veltir þó fyrir sér hvort staðan væri önnur og ef til vill betri ef hann hefði á einhverjum tímapunkti sagt: „Ég klúðraði ýmsu með Wintris-málið og tók klaufalega á málunum. Ég vildi óska þess að ég hefði tekið öðru vísi á málunum. Ég tek fúslega fulla ábyrgð á þeim skaða sem umræðan um minn fjárhag hefur valdið. Ég olli landsmönnum vonbrigðum og brást trausti þeirra sem studdu mig, og það harma ég mjög. Fyrirgefið mér. Þetta kemur ekki fyrir aftur.“ Kannski hefði Sigurður Ingi verið kosinn formaður þrátt fyrir þetta - kannski ekki. Það skiptir ekki öllu máli. Andrúmsloftið í landinu hefði þó að öllum líkum verið léttara. Fjöldi fólks hefði fyrirgefið Sigmundi Davíð klúðrið og gefið honum annað tækifæri. Ég er viss um það. Sigmundur Davíð hefði trúlega ekki vikið af kjörfundi án þess að lýsa yfir stuðningi við Sigurð Inga og flokkinn sinn. Heildarmyndin hefði verið skýrari í huga hans og hann hefði ekki viljað halda áfram sem formaður án umboðs meirihlutans. Hann hefði hugsað meira um vilja þjóðarinnar og hag flokksins en sinn eiginn. Hann hefði gætt þess að skaða ekki flokkinn með skapi sínu eins því miður varð raunin er úrslitin voru ljós. Einlæg eftirsjáin hefði göfgað hann og kjósendur hefðu kunnað að meta það að hann tæki ábyrgð á gjörðum sínum; jafnt góðum sem slæmum. Ég held að gamla góða auðmýktin hefði orðið til þess að auka virðingu hans jafnt fyrir þeim sem valdinu beita, og fyrir þeim sem valdið gefa – fyrir fólkinu í landinu. Salómon Davíðsson, hinn vellauðugi og vísi konungur, komst ágætlega að orði er hann miðlaði af visku sinni í Orðskviðum Biblíunnar:„Hroki mannsins lægir hann, en hinn lítilláti mun virðing hljóta.“ (Orðskviðirnir 29:23) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Framsóknarmaður af fundi gekk Fúll því að formennsku eigi hann fékk Atkvæðin talin Útkoman galin Full saklaus flæktist Í Framsóknarhrekk Mig langar til að trúa því að kjörnir fulltrúar flokka séu að vinna fyrir fólkið í landinu fyrst og fremst. Ég verð þó að viðurkenna að stundum reynist mér erfitt að trúa því. Loforð drjúpa af vörum stjórnmálamanna eins og himneskt hunang en eftirbragðið er oft beiskt og brennisteinskennt - sér í lagi þegar í ljós kemur að fyrirheit þeirra eru oft ekki annað en loðin pólitísk leikflétta til að viðhalda vígi og völdum. Svona las ég skilaboðin og margir aðrir þegar Sigmundur Davíð gekk einn og fýldur út af flokksþingi, eftir að meirihluti flokksbræðra hans sammæltust um að flokkurinn nyti meira trausts kjósenda með Sigurð Inga í stafni. Ég viðurkenni að ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ljóst var að Sigmundur Davíð styddi ekki vilja flokksins og virtist ekki geta borið virðingu fyrir vilja kjósenda í landinu. Það sem þarna átti sér stað innan Framsóknarflokksins er eins og póstkortaútgáfa af plakatinu sem er fyrir allra augum í landi okkar. Á plakatinu eru pólitíkusar í pollagöllum sem berjast um fötur og skóflur sem þeir eiga ekki einu sinni sjálfir. Áhöldin fá þeir að láni frá okkur sem fylgjumst vel með fyrir utan pólitíska sandkassann. Stjórnmálamenn ættu aldrei að gleyma því að valdið kemur frá okkur; fólkinu í landinu. Ef fólkið í landinu álítur að valdið eigi að færast manna á milli þýðir ekkert fyrir stjórnmálamenn að setja stút á munninn og reyna að sniðganga lýðræðislegan vilja landans. Þannig fýkur öll virðing út í veður og vind. Stjórnmálamenn fara í dag á mis við svo ótal mörg tækifæri til að afla sér virðingar meðal landans. Við, fólkið í landinu, vitum að stjórnmálamenn eru ekki ofurhetjur eða fullkomnar verur. Við vitum að þeir eru breyskir og taka oft kjánalegar og vanhugsaðar ákvarðanir- eins og við. Þeir mismæla sig, missa skapið og gera hluti í fljótfærni sem þeir sjá svo margir eftir - eins og við. Það sem flestir þeirra átta sig ekki á er að við erum ekki eins miskunnarlaus og þeir virðast halda, á meðan þeir ríghalda í ráðherrastóla sína og embætti. Við viljum bara að það sé komið heiðarlega fram við okkur. Við viljum sannleikann. Við viljum ekki hroka og endalausar afsakanir. Við viljum að komið sé fram við okkur eins og jafningja, en ekki eins og við séum einhverjar hraðahindranir á framabraut þeirra. Það er allt í lagi að biðjast fyrirgefningar. Allir vilja vera beðnir fyrirgefningar þegar þeir telja að einhver hafi brugðist þeim eða finnst einhver hafa misnotað umboð sitt. Að biðjast fyrirgefningar er ekki opinber yfirlýsing um að vera „lúser“. Þvert á móti er það virðingarvert athæfi sem krefst heilmikils kjarks. Að biðjast fyrirgefningar ber vott um að virðing sé til staðar fyrir þeirri manneskju sem brotið hefur verið á og er um leið yfirlýsing um skilning á þeim erfiðleikum sem athæfið kann að hafa valdið viðkomandi. Það þarf stóra manneskju til að viðurkenna mistök sín og afhenda þeim sem honum valdið gaf, lyklana að sinni nánustu framtíð. Það er allt of sjaldan sem maður heyrir orðin „Fyrirgefðu mér“. Kannski er það vegna þess að hinum kristnu gildum hefur verið ýtt út í kant í okkar pólitíska umhverfi. Ég ber virðingu fyrir þeim sem viðurkenna mistök sín. Mig langar til að gefa slíku fólki fleiri tækifæri en þeim sem reyna að réttlæta allt sem þeir gera til að reyna að líta vel út. Þetta eru nefnilega ekki endilega mistökin, eða stærð þeirra, sem vega þyngst þegar upp er staðið. Öllu heldur hversu mikið viðkomandi þykir fyrir því að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað. Kannski er ekkert sem hefði getað forðað Sigmundi frá formennskumissinum, en maður veltir þó fyrir sér hvort staðan væri önnur og ef til vill betri ef hann hefði á einhverjum tímapunkti sagt: „Ég klúðraði ýmsu með Wintris-málið og tók klaufalega á málunum. Ég vildi óska þess að ég hefði tekið öðru vísi á málunum. Ég tek fúslega fulla ábyrgð á þeim skaða sem umræðan um minn fjárhag hefur valdið. Ég olli landsmönnum vonbrigðum og brást trausti þeirra sem studdu mig, og það harma ég mjög. Fyrirgefið mér. Þetta kemur ekki fyrir aftur.“ Kannski hefði Sigurður Ingi verið kosinn formaður þrátt fyrir þetta - kannski ekki. Það skiptir ekki öllu máli. Andrúmsloftið í landinu hefði þó að öllum líkum verið léttara. Fjöldi fólks hefði fyrirgefið Sigmundi Davíð klúðrið og gefið honum annað tækifæri. Ég er viss um það. Sigmundur Davíð hefði trúlega ekki vikið af kjörfundi án þess að lýsa yfir stuðningi við Sigurð Inga og flokkinn sinn. Heildarmyndin hefði verið skýrari í huga hans og hann hefði ekki viljað halda áfram sem formaður án umboðs meirihlutans. Hann hefði hugsað meira um vilja þjóðarinnar og hag flokksins en sinn eiginn. Hann hefði gætt þess að skaða ekki flokkinn með skapi sínu eins því miður varð raunin er úrslitin voru ljós. Einlæg eftirsjáin hefði göfgað hann og kjósendur hefðu kunnað að meta það að hann tæki ábyrgð á gjörðum sínum; jafnt góðum sem slæmum. Ég held að gamla góða auðmýktin hefði orðið til þess að auka virðingu hans jafnt fyrir þeim sem valdinu beita, og fyrir þeim sem valdið gefa – fyrir fólkinu í landinu. Salómon Davíðsson, hinn vellauðugi og vísi konungur, komst ágætlega að orði er hann miðlaði af visku sinni í Orðskviðum Biblíunnar:„Hroki mannsins lægir hann, en hinn lítilláti mun virðing hljóta.“ (Orðskviðirnir 29:23)
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun