Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að fegurðardrottningin Alicia Machado væri viðbjóðsleg. Machado hefur undanfarna daga, í samstarfi við forsetaframboð Demókratans Hillary Clinton, gagnrýnt Trump fyrir að hafa haft um sig niðrandi ummæli í kjölfar sigurs hennar í Miss Universe árið 1996, keppni sem var þá í eigu Trumps.
Vísaði Trump þar til fortíðar Machado og þess er hún sængaði hjá stjórnanda raunveruleikaþáttarins The Farm fyrir framan myndavél. Þá hefur venesúelski dómarinn Maximiliano Fuenmayor einnig sakað Machado um að hafa hótað sér lífláti árið 1998.
Clinton brást við og sagði ummælin til marks um að Trump væri genginn af göflunum
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
