Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir skrifar 13. október 2016 09:53 Loksins er kosningabaráttan hafin fyrir alvöru. Alþingi er að ljúka störfum. Fráfarandi stjórnarflokkar reyna að bjarga andlitinu á lokametrunum með tugmiljarða útgjöldum sem næsta ríkisstjórn mun borga. En staðan er þessi: Vinstri græn setja fram ábyrga stefnu í ríksfjármálum þar sem bent er á það hvernig á að afla tekna á móti útgjöldunum. Þeir sem starfa með Vinstri grænum í ríkisstjórn verða að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum, enda er það ein mikilvægasta undirstaða velferðarkerfisins. Vinstri græn setja fram ábyrga sjálfbæra stefnu í atvinnumálum. Það gerist með því að leggja áherslu á skapandi greinar, leggja áherslu á að náttúran sé alltaf látin njóta vafans þegar kemur að ákvörðunum í atvinnumálum. Vinstri græn vilja kalla saman þjóðfundi þar sem fjallað verður um þróun atvinnugreinanna og þær rifnar upp úr gömlum kerfum og vanafari gagnslausar þrætuumræðu. Þetta á sérstaklega við um landbúnað og sjávarútveg. Vinstri græn leggja áherslu á jöfnun lífskjara þannig að þeir sem eru ríkir leggi meira til samfélagsins, til þeirra sem standa veikari fótum. Vinstri græn vilja hækka skatta á auðlegð en afnema skatta á þá sem minnst mega sín og byrja á því að lækka og fella niður skatta af sjúklingum. Vinstri græn vilja að þeir sem nýta auðlindirnar borgi gjald fyrir nýtingu þeirra til þess að jafna lífskjörin í landinu en líka til þess að staðfesta að þeir sem nýta auðlindirnar eiga þær ekki heldur eru með þær til afnota í takmarkaðan tíma. Vinstri græn vilja gagnsætt og heiðarlegt stjórnkerfi þar sem lögð verði áhersla á að sækja fjármuni þá sem eru í skattaskjólum og skattaundanskotum. Vinstri græn vilja breytingu á stjórnarskránni. Vinstri græn vilja sjálfstæða utanríkisstefnu. Á móti þessari stefnu birtist stefna Sjálfstæðisflokksins. Í fjármálum kemur hún fram í lækkandi sköttum á forréttindastéttirnar og ábyrgðarleysi í efnahagsmálum almennt sem birtist með skýrum hætti í hruninu og í skattaskjólum stóreignafólks. Skoðanakannanir eru ekki kosningaúrslit. Margt bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn haldi gamalli stöðu sinni sem stærsti flokkur landsins þótt fjórðungsfylgi sé töluvert frá því sem áður var. Ýmislegt bendir til þess að núverandi ríkisstjórn geti haldið áfram með stuðningi Viðreisnar sem er í rauninni brot úr Sjálfstæðisflokknum að uppistöðu til. Við þessar aðstæður eru Vinstri græn að sækja á. Við þurfum meiri styrk. Í persónum koma þessi stjórnmálaátök fram í tveimur einstaklingum Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssyni. En umfram allt snýst þetta um innihald stjórnmálanna og það hvort unnt verður að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir kosningar. Tvær síðustu stjórnir Sjálfstæðisflokksins með öðrum flokkum entust ekki í heilt kjörtímabil. Önnur féll á hruninu, hin í spillingarmálum. Nú þarf jafnvægi í samfélaginu eftir samfelld átök í átta ár. Það þarf starfhæfa ríkisstjórn sem heldur út kjörtímabil og hefur framtíðarsýn fyrir land og þjóð til margra kjörtímabila. Katrín gæti leitt slíka ríkisstjórn. Ég þekki hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Loksins er kosningabaráttan hafin fyrir alvöru. Alþingi er að ljúka störfum. Fráfarandi stjórnarflokkar reyna að bjarga andlitinu á lokametrunum með tugmiljarða útgjöldum sem næsta ríkisstjórn mun borga. En staðan er þessi: Vinstri græn setja fram ábyrga stefnu í ríksfjármálum þar sem bent er á það hvernig á að afla tekna á móti útgjöldunum. Þeir sem starfa með Vinstri grænum í ríkisstjórn verða að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum, enda er það ein mikilvægasta undirstaða velferðarkerfisins. Vinstri græn setja fram ábyrga sjálfbæra stefnu í atvinnumálum. Það gerist með því að leggja áherslu á skapandi greinar, leggja áherslu á að náttúran sé alltaf látin njóta vafans þegar kemur að ákvörðunum í atvinnumálum. Vinstri græn vilja kalla saman þjóðfundi þar sem fjallað verður um þróun atvinnugreinanna og þær rifnar upp úr gömlum kerfum og vanafari gagnslausar þrætuumræðu. Þetta á sérstaklega við um landbúnað og sjávarútveg. Vinstri græn leggja áherslu á jöfnun lífskjara þannig að þeir sem eru ríkir leggi meira til samfélagsins, til þeirra sem standa veikari fótum. Vinstri græn vilja hækka skatta á auðlegð en afnema skatta á þá sem minnst mega sín og byrja á því að lækka og fella niður skatta af sjúklingum. Vinstri græn vilja að þeir sem nýta auðlindirnar borgi gjald fyrir nýtingu þeirra til þess að jafna lífskjörin í landinu en líka til þess að staðfesta að þeir sem nýta auðlindirnar eiga þær ekki heldur eru með þær til afnota í takmarkaðan tíma. Vinstri græn vilja gagnsætt og heiðarlegt stjórnkerfi þar sem lögð verði áhersla á að sækja fjármuni þá sem eru í skattaskjólum og skattaundanskotum. Vinstri græn vilja breytingu á stjórnarskránni. Vinstri græn vilja sjálfstæða utanríkisstefnu. Á móti þessari stefnu birtist stefna Sjálfstæðisflokksins. Í fjármálum kemur hún fram í lækkandi sköttum á forréttindastéttirnar og ábyrgðarleysi í efnahagsmálum almennt sem birtist með skýrum hætti í hruninu og í skattaskjólum stóreignafólks. Skoðanakannanir eru ekki kosningaúrslit. Margt bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn haldi gamalli stöðu sinni sem stærsti flokkur landsins þótt fjórðungsfylgi sé töluvert frá því sem áður var. Ýmislegt bendir til þess að núverandi ríkisstjórn geti haldið áfram með stuðningi Viðreisnar sem er í rauninni brot úr Sjálfstæðisflokknum að uppistöðu til. Við þessar aðstæður eru Vinstri græn að sækja á. Við þurfum meiri styrk. Í persónum koma þessi stjórnmálaátök fram í tveimur einstaklingum Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssyni. En umfram allt snýst þetta um innihald stjórnmálanna og það hvort unnt verður að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir kosningar. Tvær síðustu stjórnir Sjálfstæðisflokksins með öðrum flokkum entust ekki í heilt kjörtímabil. Önnur féll á hruninu, hin í spillingarmálum. Nú þarf jafnvægi í samfélaginu eftir samfelld átök í átta ár. Það þarf starfhæfa ríkisstjórn sem heldur út kjörtímabil og hefur framtíðarsýn fyrir land og þjóð til margra kjörtímabila. Katrín gæti leitt slíka ríkisstjórn. Ég þekki hana.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar