Lekinn ekki sú sprengja sem Trump-liðar vonuðust eftir Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2016 08:45 Vísir/GEtty Leki tölvupósta frá framboði Hillary Clinton virðist ekki hafa verið sú „sprengja“ sem Trump-liðar vonuðust eftir. Meðal þess helsta sem fram hefur komið er að starfsmenn framboðsins urðu þreyttir á framferði Chelsea dóttur Clinton, og kölluðu hana dekraða, Hillary Clinton flutti ræður á Wall Street og bandamenn hennar vonuðust til þess að Donald Trump yrði forsetaefni Repúblikanaflokksins.Wikileaks birtu á dögunum fjöldann allan af tölvupóstum sem þeir segja að séu frá formanni forsetaframboðs Hillary Clinton, John Podesta. Þar má finna ræður sem Clinton flutti fyrir forsvarsmenn fjármálafyrirtækja á Wall Street. Þá virðist einnig sem að starfsmenn Demókrataflokksins hafi lekið spurningum til framboðs Clinton fyrir kappræður hennar við Bernie Sanders. Á vef Quartz er farið yfir það að í eðlilegum heimi myndi gagnaleki sem þessi reynast hverju forsetaframboði mjög erfiður. Svo virðist þó sem að Donald Trump og hans fólk hafi ekki mikinn áhuga á að nýta sér tölvupóstana að fullu. Ummæli Trump frá árinu 2005 um konur hafa verið mest á milli tannanna á fólki og hefur gagnalekinn að nokkru leyti fallið í skuggann af þeim. Hann hélt því þó fram í gær að tölvupóstarnir sýndu fram á að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði starfað með framboði Clinton til að „hylja yfir glæpi hennar“. Hann sagði ráðuneytið hafa veitt starfsmönnum Clinton upplýsingar um rannsókn FBI vegna tölvupósta hennar. Á kosningafundi endurtók Trump að hann myndi skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka Hillary Clinton og sækja hana til saka. Blaðamenn CNN hafa lesið póstana og segja engar sannanir vera fyrir því að ráðuneytið hafi hjálpað Clinton. Tölvupóstarnir sem um ræðir hafi snúið að fyrirspurnum vegna lögsóknar og rannsókna Alríkislögreglunnar hafi ekkert verið rædd. Í ræðum Clinton á Wall Street birtist nokkuð andstæð mynd en hún byggði í baráttu sinni gegn Bernie Sanders í forvali Demókrataflokksins. Þar talaði hún ljúflega um frjáls alþjóðaviðskipti og lækkun atvinnuleysisbóta, svo eitthvað sé nefnt.Brian Fallon, talsmaður framboðs Clinton, deildi við Wikileaks á Twitter í gær þar sem hann sakaði samtökin um að vera munnstykki rússneskra yfirvalda sem séu að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa sakað yfirvöld Rússlands um tölvuárásir og gagnaleka sem ætlað er að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.Podesta hefur nú sakað framboð Trump um að vera í samstarfi með Wikileaks og Rússum. Hann benti á að Roger Stone, einn af helstu bandamönnum Trump, hefði tíst um komandi gagnaleka í ágúst. Hann hefði greinilega verið í samskiptum við forsvarsmenn Wikileaks. „Ég hef verið viðloðinn stjórnmál í nærri því fimm áratugi en þetta er í fyrsta sinn sem ég hef þurft að takast á við rússnesku leyniþjónustuna. Þeir virðast vera að gera allt sem þeir geta fyrir andstæðing okkar,“ sagði Podesta. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Leki tölvupósta frá framboði Hillary Clinton virðist ekki hafa verið sú „sprengja“ sem Trump-liðar vonuðust eftir. Meðal þess helsta sem fram hefur komið er að starfsmenn framboðsins urðu þreyttir á framferði Chelsea dóttur Clinton, og kölluðu hana dekraða, Hillary Clinton flutti ræður á Wall Street og bandamenn hennar vonuðust til þess að Donald Trump yrði forsetaefni Repúblikanaflokksins.Wikileaks birtu á dögunum fjöldann allan af tölvupóstum sem þeir segja að séu frá formanni forsetaframboðs Hillary Clinton, John Podesta. Þar má finna ræður sem Clinton flutti fyrir forsvarsmenn fjármálafyrirtækja á Wall Street. Þá virðist einnig sem að starfsmenn Demókrataflokksins hafi lekið spurningum til framboðs Clinton fyrir kappræður hennar við Bernie Sanders. Á vef Quartz er farið yfir það að í eðlilegum heimi myndi gagnaleki sem þessi reynast hverju forsetaframboði mjög erfiður. Svo virðist þó sem að Donald Trump og hans fólk hafi ekki mikinn áhuga á að nýta sér tölvupóstana að fullu. Ummæli Trump frá árinu 2005 um konur hafa verið mest á milli tannanna á fólki og hefur gagnalekinn að nokkru leyti fallið í skuggann af þeim. Hann hélt því þó fram í gær að tölvupóstarnir sýndu fram á að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði starfað með framboði Clinton til að „hylja yfir glæpi hennar“. Hann sagði ráðuneytið hafa veitt starfsmönnum Clinton upplýsingar um rannsókn FBI vegna tölvupósta hennar. Á kosningafundi endurtók Trump að hann myndi skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka Hillary Clinton og sækja hana til saka. Blaðamenn CNN hafa lesið póstana og segja engar sannanir vera fyrir því að ráðuneytið hafi hjálpað Clinton. Tölvupóstarnir sem um ræðir hafi snúið að fyrirspurnum vegna lögsóknar og rannsókna Alríkislögreglunnar hafi ekkert verið rædd. Í ræðum Clinton á Wall Street birtist nokkuð andstæð mynd en hún byggði í baráttu sinni gegn Bernie Sanders í forvali Demókrataflokksins. Þar talaði hún ljúflega um frjáls alþjóðaviðskipti og lækkun atvinnuleysisbóta, svo eitthvað sé nefnt.Brian Fallon, talsmaður framboðs Clinton, deildi við Wikileaks á Twitter í gær þar sem hann sakaði samtökin um að vera munnstykki rússneskra yfirvalda sem séu að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa sakað yfirvöld Rússlands um tölvuárásir og gagnaleka sem ætlað er að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.Podesta hefur nú sakað framboð Trump um að vera í samstarfi með Wikileaks og Rússum. Hann benti á að Roger Stone, einn af helstu bandamönnum Trump, hefði tíst um komandi gagnaleka í ágúst. Hann hefði greinilega verið í samskiptum við forsvarsmenn Wikileaks. „Ég hef verið viðloðinn stjórnmál í nærri því fimm áratugi en þetta er í fyrsta sinn sem ég hef þurft að takast á við rússnesku leyniþjónustuna. Þeir virðast vera að gera allt sem þeir geta fyrir andstæðing okkar,“ sagði Podesta.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira