Trump fagnar því að vera laus við þungavigtarmennina Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. október 2016 07:00 Donald Trump ásamt Chris Christie ríkisstjóra. vísir/afp Nú hefur Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey, bæst í hóp þeirra þungavigtarrepúblikana sem Donald Trump hefur gengið fram af. Christie sagði í gær að ummæli Trumps á myndbandinu, sem lekið var í fjölmiðla fyrir helgina, hafi verið algerlega óverjanleg: „Ég mun ekki verja þau og hef ekki varið þau.“ Trump stærði sig þar af því að geta áreitt konur að vild. Christie atti um tíma kappi við Trump um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins, en lýsti síðan yfir stuðningi við hann. Hann vill raunar ekki ganga svo langt að segjast ekki lengur styðja Trump til forseta, en segir að Trump hafi ekki beðist afsökunar með nægilega afgerandi hætti. Þetta kemur í beinu framhaldi af yfirlýsingu Pauls Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem á mánudaginn lýsti því yfir að hann treysti sér ekki lengur til að hvetja flokksmenn til að styðja framboð Trumps. Úr því sem komið er hafi hann meiri áhyggjur af gengi flokksins í þingkosningum. Þingmenn flokksins eigi nú að hugsa frekar um sjálfa sig hver í sínu kjördæmi. „Þingforsetinn ætlar að einbeita sér að því næsta mánuðinn að verja þingmeirihluta okkar,“ sagði AshLee Strong, talskona hans, í yfirlýsingu sem fréttastöðin CNN skýrði frá. „Hann mun verja allri orku sinni í að tryggja að Hillary Clinton fái ekki óútfylltan tékka með Demókrata í meirihluta á þinginu.“ Forsetakosningarnar eru þar með í raun orðnar að aukaatriði fyrir flokkinn. Fleiri þungavigtarmenn í flokknum hafa nýlega lýst yfir andstöðu við Trump eða í það minnsta neitað að styðja hann. Þar á meðal eru John McCain, Condoleezza Rice og John Kasich. Harðir stuðningsmenn Trumps hafa margir hverjir tekið þessu illa og segja nauðsynlegt að flokkurinn gangi sameinaður til forsetakosninga. Enda geti gengi flokksins í forsetakosningum haft mikil áhrif á gengi hans í þingkosningum. Margir áhrifamenn flokksins halda reyndar enn tryggð við Trump, eða hafa í það minnsta ekki gefið annað til kynna. Meðal þeirra eru Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, og öldungadeildarþingmaðurinn Marco Rubio, sem rétt eins og Christie keppti upphaflega við Trump um að verða forsetaefni flokksins. Trump sjálfur virðist síðan ekki ætla að láta þetta neitt á sig fá, heldur ræðst af hörku gegn þeim áhrifamönnum innan flokksins sem hafa gagnrýnt hann. Til þess notar hann Twitter og fagnar því reyndar að vera nú laus úr hlekkjunum: „Það er svo gott að hlekkirnir hafa verið teknir af mér og nú get ég barist fyrir Bandaríkin með þeim aðferðum sem ég vil.“ Segir þar meðal annars að Paul Ryan sé veikburða og áhrifalítill leiðtogi. Hann segir einnig að Repúblikanaflokkurinn geti lært ýmislegt af Demókrötum um flokkshollustu: „Að undanskildu því að svíkja Bernie um útnefningu þá hafa Demókratar alltaf reynst miklu trygglyndari hver öðrum en Repúblikanar,” segir Trump.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ken Bone fór á kostum hjá Jimmy Kimmel Bone vakti mikla athygli í kappræðum Clinton og Trump á þar sem hann var í hópi áhorfenda. 11. október 2016 08:50 Melania Trump klæddist bleikri "pussy bow" blússu á kappræðunum Frú Trump vekur athygli fyrir kaldhæðið fataval í ljósi ummæla eiginmanns síns fyrir helgi. 10. október 2016 15:30 Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Nú hefur Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey, bæst í hóp þeirra þungavigtarrepúblikana sem Donald Trump hefur gengið fram af. Christie sagði í gær að ummæli Trumps á myndbandinu, sem lekið var í fjölmiðla fyrir helgina, hafi verið algerlega óverjanleg: „Ég mun ekki verja þau og hef ekki varið þau.“ Trump stærði sig þar af því að geta áreitt konur að vild. Christie atti um tíma kappi við Trump um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins, en lýsti síðan yfir stuðningi við hann. Hann vill raunar ekki ganga svo langt að segjast ekki lengur styðja Trump til forseta, en segir að Trump hafi ekki beðist afsökunar með nægilega afgerandi hætti. Þetta kemur í beinu framhaldi af yfirlýsingu Pauls Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem á mánudaginn lýsti því yfir að hann treysti sér ekki lengur til að hvetja flokksmenn til að styðja framboð Trumps. Úr því sem komið er hafi hann meiri áhyggjur af gengi flokksins í þingkosningum. Þingmenn flokksins eigi nú að hugsa frekar um sjálfa sig hver í sínu kjördæmi. „Þingforsetinn ætlar að einbeita sér að því næsta mánuðinn að verja þingmeirihluta okkar,“ sagði AshLee Strong, talskona hans, í yfirlýsingu sem fréttastöðin CNN skýrði frá. „Hann mun verja allri orku sinni í að tryggja að Hillary Clinton fái ekki óútfylltan tékka með Demókrata í meirihluta á þinginu.“ Forsetakosningarnar eru þar með í raun orðnar að aukaatriði fyrir flokkinn. Fleiri þungavigtarmenn í flokknum hafa nýlega lýst yfir andstöðu við Trump eða í það minnsta neitað að styðja hann. Þar á meðal eru John McCain, Condoleezza Rice og John Kasich. Harðir stuðningsmenn Trumps hafa margir hverjir tekið þessu illa og segja nauðsynlegt að flokkurinn gangi sameinaður til forsetakosninga. Enda geti gengi flokksins í forsetakosningum haft mikil áhrif á gengi hans í þingkosningum. Margir áhrifamenn flokksins halda reyndar enn tryggð við Trump, eða hafa í það minnsta ekki gefið annað til kynna. Meðal þeirra eru Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, og öldungadeildarþingmaðurinn Marco Rubio, sem rétt eins og Christie keppti upphaflega við Trump um að verða forsetaefni flokksins. Trump sjálfur virðist síðan ekki ætla að láta þetta neitt á sig fá, heldur ræðst af hörku gegn þeim áhrifamönnum innan flokksins sem hafa gagnrýnt hann. Til þess notar hann Twitter og fagnar því reyndar að vera nú laus úr hlekkjunum: „Það er svo gott að hlekkirnir hafa verið teknir af mér og nú get ég barist fyrir Bandaríkin með þeim aðferðum sem ég vil.“ Segir þar meðal annars að Paul Ryan sé veikburða og áhrifalítill leiðtogi. Hann segir einnig að Repúblikanaflokkurinn geti lært ýmislegt af Demókrötum um flokkshollustu: „Að undanskildu því að svíkja Bernie um útnefningu þá hafa Demókratar alltaf reynst miklu trygglyndari hver öðrum en Repúblikanar,” segir Trump.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ken Bone fór á kostum hjá Jimmy Kimmel Bone vakti mikla athygli í kappræðum Clinton og Trump á þar sem hann var í hópi áhorfenda. 11. október 2016 08:50 Melania Trump klæddist bleikri "pussy bow" blússu á kappræðunum Frú Trump vekur athygli fyrir kaldhæðið fataval í ljósi ummæla eiginmanns síns fyrir helgi. 10. október 2016 15:30 Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Ken Bone fór á kostum hjá Jimmy Kimmel Bone vakti mikla athygli í kappræðum Clinton og Trump á þar sem hann var í hópi áhorfenda. 11. október 2016 08:50
Melania Trump klæddist bleikri "pussy bow" blússu á kappræðunum Frú Trump vekur athygli fyrir kaldhæðið fataval í ljósi ummæla eiginmanns síns fyrir helgi. 10. október 2016 15:30
Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00