Clinton með yfirgnæfandi forskot samkvæmt nýrri könnun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2016 16:32 Clinton getur verið sátt með undanfarnar vikur. Vísir/AFP Hillary Clinton er með allt að fjórtán prósentustiga forskot á keppinaut sinn í kosningabaráttunni um forsetaembætti Bandaríkjanna samkvæmt nýrri könnun NBC.Könnunin, sem framkvæmd var á laugardag og sunnudag og nær því ekki til þeirra kappræðna sem fóru fram í nótt, sýnir að Clinton nýtur 52 prósent fylgis en Trump aðeins 38 prósent fylgis, séu kjósendur aðeins spurðir um hvort þeir myndu kjósa Trump eða Clinton.Sjá einnig: Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heimsSéu frambjóðendur Græningja og Frjálshyggjuflokksins, Jill Stein og Gary Johnson, teknir með í reikninginn er munurinn á Trump og Clinton 46-35 prósent Clinton í vil. Johnson nýtur stuðnings níu prósent aðspurðra en Stein aðeins tveggja prósenta.Sigurlíkur samkvæmt FiveThirtyEight.Kosningabarátta Trump hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum að undanförnu eftir að upplýsingar um skattaskil hans voru gerðar opinberar. Ekki minnkuðu vandræðin þegar hljóðupptökum þar sem hann talar með niðrandi hætti um fjölmiðlakonuna Nancy O’Dell, og konur almennt, var lekið til fjölmiðla. Líkt og fyrr segir mælir könnuninn ekki áhrif frammistöðu frambjóðendanna tveggja í kappræðunum sem fóru fram í gær þar sem Clinton er talin hafa borið sigur úr bítum aðrar kappræðurnar í röð.Sjá einnig: Kappræðurnar: Lygar og teygður sannleikurSamkvæmt sérstöku reiknilíkani vefsíðunnar FiveThirtyEight hafa sigurlíkur Clinton aukist gríðarlega að undanförnu. Hafa þær risið jafnt og þétt eftir fyrstu kappræðurnar sem fram fóru í síðasta mánuði en í aðdraganda þeirra hafði Trump sótt mjög á Clinton í skoðanakönnunum. Metur FiveThirtyEight sigurlíkur Clinton sem 79 prósent gegn 21 prósenti Trump. Samantektarkönnun Huffington Post sem marktækar kannanir sem framkvæmdar eru í Bandaríkjunum eru teknar saman og sjá má hér að neðan sýnir að Clinton nýtur 48,7 prósent fylgis gegn 41,8 prósent fylgi Trump. Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum þann 8. nóvember næstkomandi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kappræðurnar: Lygar og teygður sannleikur Farið yfir sannleiksgildi staðhæfinga Donald Trump og Hillary Clinton. 10. október 2016 10:30 Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59 Pence stendur áfram með Trump Mike Pence segist ekki hafa íhugað að hætta við framboð sem varaforsetefni Donald Trump. 10. október 2016 14:49 Voru beðin um að hrósa hvort öðru Karl Becker sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. 10. október 2016 08:58 Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Hillary Clinton er með allt að fjórtán prósentustiga forskot á keppinaut sinn í kosningabaráttunni um forsetaembætti Bandaríkjanna samkvæmt nýrri könnun NBC.Könnunin, sem framkvæmd var á laugardag og sunnudag og nær því ekki til þeirra kappræðna sem fóru fram í nótt, sýnir að Clinton nýtur 52 prósent fylgis en Trump aðeins 38 prósent fylgis, séu kjósendur aðeins spurðir um hvort þeir myndu kjósa Trump eða Clinton.Sjá einnig: Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heimsSéu frambjóðendur Græningja og Frjálshyggjuflokksins, Jill Stein og Gary Johnson, teknir með í reikninginn er munurinn á Trump og Clinton 46-35 prósent Clinton í vil. Johnson nýtur stuðnings níu prósent aðspurðra en Stein aðeins tveggja prósenta.Sigurlíkur samkvæmt FiveThirtyEight.Kosningabarátta Trump hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum að undanförnu eftir að upplýsingar um skattaskil hans voru gerðar opinberar. Ekki minnkuðu vandræðin þegar hljóðupptökum þar sem hann talar með niðrandi hætti um fjölmiðlakonuna Nancy O’Dell, og konur almennt, var lekið til fjölmiðla. Líkt og fyrr segir mælir könnuninn ekki áhrif frammistöðu frambjóðendanna tveggja í kappræðunum sem fóru fram í gær þar sem Clinton er talin hafa borið sigur úr bítum aðrar kappræðurnar í röð.Sjá einnig: Kappræðurnar: Lygar og teygður sannleikurSamkvæmt sérstöku reiknilíkani vefsíðunnar FiveThirtyEight hafa sigurlíkur Clinton aukist gríðarlega að undanförnu. Hafa þær risið jafnt og þétt eftir fyrstu kappræðurnar sem fram fóru í síðasta mánuði en í aðdraganda þeirra hafði Trump sótt mjög á Clinton í skoðanakönnunum. Metur FiveThirtyEight sigurlíkur Clinton sem 79 prósent gegn 21 prósenti Trump. Samantektarkönnun Huffington Post sem marktækar kannanir sem framkvæmdar eru í Bandaríkjunum eru teknar saman og sjá má hér að neðan sýnir að Clinton nýtur 48,7 prósent fylgis gegn 41,8 prósent fylgi Trump. Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum þann 8. nóvember næstkomandi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kappræðurnar: Lygar og teygður sannleikur Farið yfir sannleiksgildi staðhæfinga Donald Trump og Hillary Clinton. 10. október 2016 10:30 Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59 Pence stendur áfram með Trump Mike Pence segist ekki hafa íhugað að hætta við framboð sem varaforsetefni Donald Trump. 10. október 2016 14:49 Voru beðin um að hrósa hvort öðru Karl Becker sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. 10. október 2016 08:58 Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Kappræðurnar: Lygar og teygður sannleikur Farið yfir sannleiksgildi staðhæfinga Donald Trump og Hillary Clinton. 10. október 2016 10:30
Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59
Pence stendur áfram með Trump Mike Pence segist ekki hafa íhugað að hætta við framboð sem varaforsetefni Donald Trump. 10. október 2016 14:49
Voru beðin um að hrósa hvort öðru Karl Becker sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. 10. október 2016 08:58
Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00