Voru beðin um að hrósa hvort öðru Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. október 2016 08:58 Frambjóðendurnir tókust í hendur í kjölfar spurningar Becker, en þau höfðu ekki gert það í byrjun líkt og siður er fyrir. Vísir/Getty Karl Becker, einn þeirra óákveðnu kjósenda sem voru viðstaddir forsetakappræður gærkvöldsins í Bandaríkjunum, sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. Clinton reið á vaðið og sagðist bera virðingu fyrir börnum Trump. Hún sagði þau vera mjög fær og mjög trygglynd. „Ég tel að það segi mikið um Donald. Ég er ósammála nær öllu öðru sem hann segir eða gerir, en ég ber virðingu fyrir því. Og það er eitthvað, sem móðir og amma, skiptir mig miklu máli.“ Trump sagði ummæli Clinton vera fallegt hrós. „Ég veit ekki hvort þeim var ætlað að vera hrós, en ég tek þeim sem slíku. Ég er mjög stoltur af börnunum mínum,“ sagði Trump. „Ég get sagt þetta um Hillary, hún gefst ekki upp. Ég ber virðingu fyrir því. Ég segi það eins og það er. Hún er baráttukona. Ég er ósammála mörgu sem hún er að berjast fyrir, ég er ósammála dómgreind hennar í mörgum tilfellum, en hún leggur hart að sér og hún gefst ekki upp og ég tel það vera mjög góðan eiginleika.“ Spurningin sló botninn í fremur hatrammar kappræður og tókust frambjóðendur í hendur í lokin, en þau höfðu ekki gert það í byrjun, líkt og siður er fyrir. Óhætt er að segja að Karl Becker hafi sigrað hug og hjörtu netverja með spurningu sinni, en kappræðurnar höfðu einkennst af töluverðum persónuárásum.Samantekt CNN af svörum Clinton og Trump við spurningunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Applauding Karl Becker who actually put a positive spark at the end of the debate. A little goes a long way. #debate #karlbecker— Marielle Nilsson (@MarranAntonia) October 10, 2016 He didn't have a mic but he dropped it on both candidates. #karlbecker #debate— Sara Rankin (@stanknrankn) October 10, 2016 #KarlBecker thank you for bringing some humanity to tonight with your question! #debate— Drew Koester (@drewkeester) October 10, 2016 I think its quite clear that audience member #KarlBecker won this #debate— Jenifer Stevenson (@jenlstevenson) October 10, 2016 Karl Becker 2016!!! That guy is my hero! #PresidentialDebate #debate— Jeremy Jahns (@JeremyJahns) October 10, 2016 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Karl Becker, einn þeirra óákveðnu kjósenda sem voru viðstaddir forsetakappræður gærkvöldsins í Bandaríkjunum, sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. Clinton reið á vaðið og sagðist bera virðingu fyrir börnum Trump. Hún sagði þau vera mjög fær og mjög trygglynd. „Ég tel að það segi mikið um Donald. Ég er ósammála nær öllu öðru sem hann segir eða gerir, en ég ber virðingu fyrir því. Og það er eitthvað, sem móðir og amma, skiptir mig miklu máli.“ Trump sagði ummæli Clinton vera fallegt hrós. „Ég veit ekki hvort þeim var ætlað að vera hrós, en ég tek þeim sem slíku. Ég er mjög stoltur af börnunum mínum,“ sagði Trump. „Ég get sagt þetta um Hillary, hún gefst ekki upp. Ég ber virðingu fyrir því. Ég segi það eins og það er. Hún er baráttukona. Ég er ósammála mörgu sem hún er að berjast fyrir, ég er ósammála dómgreind hennar í mörgum tilfellum, en hún leggur hart að sér og hún gefst ekki upp og ég tel það vera mjög góðan eiginleika.“ Spurningin sló botninn í fremur hatrammar kappræður og tókust frambjóðendur í hendur í lokin, en þau höfðu ekki gert það í byrjun, líkt og siður er fyrir. Óhætt er að segja að Karl Becker hafi sigrað hug og hjörtu netverja með spurningu sinni, en kappræðurnar höfðu einkennst af töluverðum persónuárásum.Samantekt CNN af svörum Clinton og Trump við spurningunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Applauding Karl Becker who actually put a positive spark at the end of the debate. A little goes a long way. #debate #karlbecker— Marielle Nilsson (@MarranAntonia) October 10, 2016 He didn't have a mic but he dropped it on both candidates. #karlbecker #debate— Sara Rankin (@stanknrankn) October 10, 2016 #KarlBecker thank you for bringing some humanity to tonight with your question! #debate— Drew Koester (@drewkeester) October 10, 2016 I think its quite clear that audience member #KarlBecker won this #debate— Jenifer Stevenson (@jenlstevenson) October 10, 2016 Karl Becker 2016!!! That guy is my hero! #PresidentialDebate #debate— Jeremy Jahns (@JeremyJahns) October 10, 2016
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira