Hart tekist á í kappræðunum Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2016 07:54 Frá kappræðunum í nótt. Vísir/AFP Aðrar kappræður Donald Trump og Hillary Clinton í nótt einkenndust af persónulegum árásum og deilum. Tónninn var sleginn strax í byrjun þegar Trump og Clinton tókust ekki í hendur. Clinton sagði Trump ekki búa yfir getu né skapgerð til að sinna starfi forseta og Trump sagði að ef hann yrði forseti færi Clinton líklega í fangelsi. Hann myndi ráða sérstakan saksóknara til að rannsaka Clinton. Áhorfendur kappræðnanna voru óákveðnir kjósendur sem Gallup hafði valið og fengu þeir að spyrja frambjóðendurna spurninga. Trump var undir álagi á kappræðunum þar sem hann hefur átt mjög erfiða viku.Myndbandið rætt Anderson Cooper, annar stjórnenda næturinnar ásamt Martha Raddatz, sagði að þeim hefðu borist fjöldinn allur af spurningum varðandi upptöku frá árinu 2005 þar sem Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum vegna frægðar sinnar. Þá talaði hann um konur með mjög grófum hætti. Minnst 33 háttsettir meðlimir Repúblikanaflokksins hafa dregið stuðning sinn við Trump til baka og þar á meðal eru þingmenn og ríkisstjórar. Trump neitaði fyrir að hafa ráðist kynferðilega á konur með því að kyssa þær og grípa í þær. Þá sagðist hann aldrei hafa sagt að hann hefði gert það. Sem hann þó gerði. Hann sagði að um „búningsklefa-spjall“ hefði verið að ræða, hann hefði beðist afsökunar og að hann væri ekki stoltur af orðum sínum. Því næst sneri Trump orðum sínum að Íslamska ríkinu í smá stund áður en hann hélt áfram og sagði ummæli sína vera „eitthvað sem fólk segir“. Hann sagði Bill Clinton, eiginmanna Hillary og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa verið mun verri. Skömmu fyrir kappræðurnar hélt Trump balaðamannafund með þremur konum sem höfðu á árum áður sakað Bill Clinton um að brjóta gegn sér kynferðislega. Bill Clinton varð aldrei ákærður fyrir þessi meintu brot en samokumlag náðist vegna einnar lögsóknar. Trump bauð konunum á kappræðurnar og reyndi að láta þær setjast fremst og við hlið Bill Clinton. Kappræðunefndin kom þó í veg fyrir að af yrði. Clinton svaraði aldrei ásökunum Trump vegna eiginmanns síns beint, en hún talaði þó um upptökuna frá 2005 og sagði hana sýna hver Trump væri í raun og veru. „Ég hef verið ósammála fyrri frambjóðendum Repúblikana en ég hef aldrei dregið getu þeirra til að vera forseti í efa.“Endað á léttum nótum Kappræðurnar enduðu þó á léttari nótum þar sem frambjóðendurnir voru spurðir af áhorfendum hvort það væri eitthvað við hvort annað sem þau bæru virðingu fyrir. Clinton hrósaði Trump fyrir að hafa alið upp frábær börn. Trump sagði Clinton vera mikla baráttukonu, hún gæfist aldrei upp og það væri virðingavert.Kappræðurnar í heild sinni. CNN tekur saman það helsta. Trump hótar að fangelsa Clinton Móðganir og deilur Hver vann? CNN Samantekt AP fréttaveitunnar. Rætt um skatta Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Aðrar kappræður Donald Trump og Hillary Clinton í nótt einkenndust af persónulegum árásum og deilum. Tónninn var sleginn strax í byrjun þegar Trump og Clinton tókust ekki í hendur. Clinton sagði Trump ekki búa yfir getu né skapgerð til að sinna starfi forseta og Trump sagði að ef hann yrði forseti færi Clinton líklega í fangelsi. Hann myndi ráða sérstakan saksóknara til að rannsaka Clinton. Áhorfendur kappræðnanna voru óákveðnir kjósendur sem Gallup hafði valið og fengu þeir að spyrja frambjóðendurna spurninga. Trump var undir álagi á kappræðunum þar sem hann hefur átt mjög erfiða viku.Myndbandið rætt Anderson Cooper, annar stjórnenda næturinnar ásamt Martha Raddatz, sagði að þeim hefðu borist fjöldinn allur af spurningum varðandi upptöku frá árinu 2005 þar sem Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum vegna frægðar sinnar. Þá talaði hann um konur með mjög grófum hætti. Minnst 33 háttsettir meðlimir Repúblikanaflokksins hafa dregið stuðning sinn við Trump til baka og þar á meðal eru þingmenn og ríkisstjórar. Trump neitaði fyrir að hafa ráðist kynferðilega á konur með því að kyssa þær og grípa í þær. Þá sagðist hann aldrei hafa sagt að hann hefði gert það. Sem hann þó gerði. Hann sagði að um „búningsklefa-spjall“ hefði verið að ræða, hann hefði beðist afsökunar og að hann væri ekki stoltur af orðum sínum. Því næst sneri Trump orðum sínum að Íslamska ríkinu í smá stund áður en hann hélt áfram og sagði ummæli sína vera „eitthvað sem fólk segir“. Hann sagði Bill Clinton, eiginmanna Hillary og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa verið mun verri. Skömmu fyrir kappræðurnar hélt Trump balaðamannafund með þremur konum sem höfðu á árum áður sakað Bill Clinton um að brjóta gegn sér kynferðislega. Bill Clinton varð aldrei ákærður fyrir þessi meintu brot en samokumlag náðist vegna einnar lögsóknar. Trump bauð konunum á kappræðurnar og reyndi að láta þær setjast fremst og við hlið Bill Clinton. Kappræðunefndin kom þó í veg fyrir að af yrði. Clinton svaraði aldrei ásökunum Trump vegna eiginmanns síns beint, en hún talaði þó um upptökuna frá 2005 og sagði hana sýna hver Trump væri í raun og veru. „Ég hef verið ósammála fyrri frambjóðendum Repúblikana en ég hef aldrei dregið getu þeirra til að vera forseti í efa.“Endað á léttum nótum Kappræðurnar enduðu þó á léttari nótum þar sem frambjóðendurnir voru spurðir af áhorfendum hvort það væri eitthvað við hvort annað sem þau bæru virðingu fyrir. Clinton hrósaði Trump fyrir að hafa alið upp frábær börn. Trump sagði Clinton vera mikla baráttukonu, hún gæfist aldrei upp og það væri virðingavert.Kappræðurnar í heild sinni. CNN tekur saman það helsta. Trump hótar að fangelsa Clinton Móðganir og deilur Hver vann? CNN Samantekt AP fréttaveitunnar. Rætt um skatta Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira