Martröð Örnu Ýrar lokið: Komin heim eftir að hafa vakið heimsathygli fyrir að hætta í fegurðarkeppni Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2016 07:15 Arna Ýr var í áætlunarflugi Wow Air frá Los Angeles sem lenti á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í morgun en kærasti hennar Egill Trausti Ómarsson tók á móti henni. vísir/hanna Arna Ýr Jónsdóttir er komin til landsins eftir að hafa vakið heimsathygli fyrir að draga sig úr fegurðarsamkeppninni Miss Grand International í Las Vegas eftir að eigandi hennar sagði henni að grenna sig. Arna Ýr var í áætlunarflugi Wow Air frá Los Angeles sem lenti á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í morgun en kærasti hennar Egill Trausti Ómarsson tók á móti henni.Sjá einnig: Kærasti Örnu Ýrar: „Alltaf verið mjög sjálfstæð með svona“Arna Ýr og kærasti hennar, Egill Trausti.vísir/hannaÞað má segja að upplifun Örnu Ýrar af Miss Grand International hafi verið martraðarkennd. Síðastliðinn föstudag fékk hún þau skilaboð frá eiganda keppninnar, Nawat Itsaragrisil, að ef hún þyrfti að grenna sig til að vinna keppnina. Sagði hann að hún ætti að sleppa máltíðum, borða salat og drekka vatn á hverju kvöldi fram að keppni. Arna Ýr sagði frá þessum skilaboðum eigenda keppninnar samdægurs Snapchat og sagðist ekki ætla taka þátt ef hann ætlaði að standa við þau.Stóðu yfir henni meðan hún myndaði Snapchat-skilaboð Degi síðar sagði hún frá því á Snapchat að um misskilning hefði verið að ræða og hún ætlaði að taka þátt. Á sunnudag steig hún aftur fram á Snapchat og sagði að sér hefði verið skipað af eiganda keppninnar og framkvæmdastjóra hennar að segja að um misskilning hefði verið að ræða. Raunin var sú að henni var sagt að létta sig til að eiga möguleika á að vinna keppnina.Í viðtali við útvarpsþáttinn Þrjár í fötu á FM957 síðastliðið sunnudagskvöld sagði Arna Ýr að eigandinn og framkvæmdastjórinn hefðu staðið yfir sér á meðan hún myndaði Snapchat-skilaboðin þar sem hún sagði að um misskilning hefði verið að ræða.Margir skynjuðu að ekki væri allt með felldu Þáttastjórnendur Þriggja í fötu sögðu frá því að þeir hefðu skynjað að ekki væri allt með felldu þegar Arna Ýr sagði frá því á Snapchat að um misskilning hefði verið að ræða, en þær voru ekki þær einu.María Lilja Þrastardóttir skynjaði það einnig, setti sig í samband við Örnu Ýr og bauðst til að borga flugfar fyrir hana heim til Íslands gegn því að hún myndi draga sig úr keppni. Sem Arna Ýr gerði.Sama hversu mikið er boðið Eigandinn og framkvæmdastjórinn voru óánægðir með þá ákvörðun og reyndu að fá Örnu Ýr til að skipta um skoðun, meðal annars með því að gefa það til kynna að hún væri afar sigurstrangleg og ætti þar með von á 40 þúsund dollurum í verðlaunafé, 4,5 milljónum íslenskra króna. Arna Ýr sagði í viðtali við Þrjár í fötu að það væri sama hversu mikið henni yrði boðið, hún myndi aldrei taka þátt í þessari keppni. Hún sagði jafnframt að síðustu dagar hefðu reynt mikið á hana og verið allt að því martraðarkenndir. Hún væri þó afar stolt af sér fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun og var himinlifandi. Vildu hundruð þúsunda fyrir vegabréfið En samskiptum hennar við forsvarsmenn keppninnar var þar með ekki lokið. Í gær greindi hún frá því að þeir væru með vegabréfið hennar og hún þyrfti að ná því aftur. Eigandi keppninnar fóru fram á 3.000 dollara, eða um 350 þúsund íslenskar krónur, í staðinn fyrir passann. Með hjálp öryggisvarða, sem útskýrðu að ekki mætti halda eftir vegabréfi Örnu Ýrar, fékk hún passann aftur í hendurnar og gat þar með haldið heim á leið til Íslands.Sjá einnig: „Það voru átök við að ná passanum aftur“ „Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ sagði Arna Ýr í gær á Snapchat eftir að hafa fengið vegabréfið aftur.Arna Ýr hefur vakið heimsathygli.vísir/hannaKeppnin reynir „að stoppa stríð og ofbeldi“ Miss Grand International er alþjóðleg fegurðarkeppni en yfirlýst markmið hennar er „að stoppa stríð og ofbeldi.“ Hún er sögð ein af fimm stærstu fegurðarkeppnum heims, ásamt Miss Universe, Miss World, Miss International og Miss Supranational. Hún var stofnuð af Nawat Itsaragrisil árið 2013 og haldin þrisvar í Bangkok í Taílandi en í ár var hún í fyrsta skiptið haldin í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Las Vegas.Sjá einnig: Maðurinn sem sagði Örnu Ýr að grenna sig kallaður „ballarvaffla“ á Wikipediu Árið 2013 var Janelee Chaparro, frá Púertó Ríkó, krýnd sigurvegari, Árið 2014 var það Daryanne Lees frá Kúbu en í fyrra Anea Garcia frá Dóminíska lýðveldinu krýnd sigurvegari.Sigurvegarinn í fyrra skilaði krúnunni Í mars síðastliðnum skilaði hún krúnunni eftir að hafa að upp kom mál sem varðaði ásakanir um árás á meðan hún var í erindagjörðum fyrir keppnina í Suður-Súdan, þar sem hún óttaðist meðal annars um öryggi sitt. Itsaragrisil er sagður ekkert aðhafst í því máli en eftir að Garcia skilaði krúnunni var sú sem endaði í öðru sæti, hin ástralska Claire Elizabeth Pearl Parker, krýnd Miss Grand International.Arna Ýr segir síðustu daga hafa reynt mikið á sig og verið allt að því matraðarkenndir.vísir/hannaArna Ýr segist afar stolt af sér fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun.vísir/hannaArna Ýr og Egill Trausti.vísir/hanna Fréttir af flugi Tengdar fréttir Maðurinn sem sagði Örnu Ýr að grenna sig kallaður „ballarvaffla“ á Wikipediu Átök standa yfir á Wikipediu-síðu Nawat Itsaragrisil. 25. október 2016 21:14 Femínistinn bjargaði fegurðardrottningunni María Lilja Þrastardóttir er huldukonan sem bjargaði Örnu Ýr úr klóm drekans með að kaupa fyrir hana flugmiða til Íslands. 25. október 2016 11:00 „Það voru átök við að ná passanum aftur" "Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning. 25. október 2016 07:44 Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Arna Ýr Jónsdóttir er komin til landsins eftir að hafa vakið heimsathygli fyrir að draga sig úr fegurðarsamkeppninni Miss Grand International í Las Vegas eftir að eigandi hennar sagði henni að grenna sig. Arna Ýr var í áætlunarflugi Wow Air frá Los Angeles sem lenti á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í morgun en kærasti hennar Egill Trausti Ómarsson tók á móti henni.Sjá einnig: Kærasti Örnu Ýrar: „Alltaf verið mjög sjálfstæð með svona“Arna Ýr og kærasti hennar, Egill Trausti.vísir/hannaÞað má segja að upplifun Örnu Ýrar af Miss Grand International hafi verið martraðarkennd. Síðastliðinn föstudag fékk hún þau skilaboð frá eiganda keppninnar, Nawat Itsaragrisil, að ef hún þyrfti að grenna sig til að vinna keppnina. Sagði hann að hún ætti að sleppa máltíðum, borða salat og drekka vatn á hverju kvöldi fram að keppni. Arna Ýr sagði frá þessum skilaboðum eigenda keppninnar samdægurs Snapchat og sagðist ekki ætla taka þátt ef hann ætlaði að standa við þau.Stóðu yfir henni meðan hún myndaði Snapchat-skilaboð Degi síðar sagði hún frá því á Snapchat að um misskilning hefði verið að ræða og hún ætlaði að taka þátt. Á sunnudag steig hún aftur fram á Snapchat og sagði að sér hefði verið skipað af eiganda keppninnar og framkvæmdastjóra hennar að segja að um misskilning hefði verið að ræða. Raunin var sú að henni var sagt að létta sig til að eiga möguleika á að vinna keppnina.Í viðtali við útvarpsþáttinn Þrjár í fötu á FM957 síðastliðið sunnudagskvöld sagði Arna Ýr að eigandinn og framkvæmdastjórinn hefðu staðið yfir sér á meðan hún myndaði Snapchat-skilaboðin þar sem hún sagði að um misskilning hefði verið að ræða.Margir skynjuðu að ekki væri allt með felldu Þáttastjórnendur Þriggja í fötu sögðu frá því að þeir hefðu skynjað að ekki væri allt með felldu þegar Arna Ýr sagði frá því á Snapchat að um misskilning hefði verið að ræða, en þær voru ekki þær einu.María Lilja Þrastardóttir skynjaði það einnig, setti sig í samband við Örnu Ýr og bauðst til að borga flugfar fyrir hana heim til Íslands gegn því að hún myndi draga sig úr keppni. Sem Arna Ýr gerði.Sama hversu mikið er boðið Eigandinn og framkvæmdastjórinn voru óánægðir með þá ákvörðun og reyndu að fá Örnu Ýr til að skipta um skoðun, meðal annars með því að gefa það til kynna að hún væri afar sigurstrangleg og ætti þar með von á 40 þúsund dollurum í verðlaunafé, 4,5 milljónum íslenskra króna. Arna Ýr sagði í viðtali við Þrjár í fötu að það væri sama hversu mikið henni yrði boðið, hún myndi aldrei taka þátt í þessari keppni. Hún sagði jafnframt að síðustu dagar hefðu reynt mikið á hana og verið allt að því martraðarkenndir. Hún væri þó afar stolt af sér fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun og var himinlifandi. Vildu hundruð þúsunda fyrir vegabréfið En samskiptum hennar við forsvarsmenn keppninnar var þar með ekki lokið. Í gær greindi hún frá því að þeir væru með vegabréfið hennar og hún þyrfti að ná því aftur. Eigandi keppninnar fóru fram á 3.000 dollara, eða um 350 þúsund íslenskar krónur, í staðinn fyrir passann. Með hjálp öryggisvarða, sem útskýrðu að ekki mætti halda eftir vegabréfi Örnu Ýrar, fékk hún passann aftur í hendurnar og gat þar með haldið heim á leið til Íslands.Sjá einnig: „Það voru átök við að ná passanum aftur“ „Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ sagði Arna Ýr í gær á Snapchat eftir að hafa fengið vegabréfið aftur.Arna Ýr hefur vakið heimsathygli.vísir/hannaKeppnin reynir „að stoppa stríð og ofbeldi“ Miss Grand International er alþjóðleg fegurðarkeppni en yfirlýst markmið hennar er „að stoppa stríð og ofbeldi.“ Hún er sögð ein af fimm stærstu fegurðarkeppnum heims, ásamt Miss Universe, Miss World, Miss International og Miss Supranational. Hún var stofnuð af Nawat Itsaragrisil árið 2013 og haldin þrisvar í Bangkok í Taílandi en í ár var hún í fyrsta skiptið haldin í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Las Vegas.Sjá einnig: Maðurinn sem sagði Örnu Ýr að grenna sig kallaður „ballarvaffla“ á Wikipediu Árið 2013 var Janelee Chaparro, frá Púertó Ríkó, krýnd sigurvegari, Árið 2014 var það Daryanne Lees frá Kúbu en í fyrra Anea Garcia frá Dóminíska lýðveldinu krýnd sigurvegari.Sigurvegarinn í fyrra skilaði krúnunni Í mars síðastliðnum skilaði hún krúnunni eftir að hafa að upp kom mál sem varðaði ásakanir um árás á meðan hún var í erindagjörðum fyrir keppnina í Suður-Súdan, þar sem hún óttaðist meðal annars um öryggi sitt. Itsaragrisil er sagður ekkert aðhafst í því máli en eftir að Garcia skilaði krúnunni var sú sem endaði í öðru sæti, hin ástralska Claire Elizabeth Pearl Parker, krýnd Miss Grand International.Arna Ýr segir síðustu daga hafa reynt mikið á sig og verið allt að því matraðarkenndir.vísir/hannaArna Ýr segist afar stolt af sér fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun.vísir/hannaArna Ýr og Egill Trausti.vísir/hanna
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Maðurinn sem sagði Örnu Ýr að grenna sig kallaður „ballarvaffla“ á Wikipediu Átök standa yfir á Wikipediu-síðu Nawat Itsaragrisil. 25. október 2016 21:14 Femínistinn bjargaði fegurðardrottningunni María Lilja Þrastardóttir er huldukonan sem bjargaði Örnu Ýr úr klóm drekans með að kaupa fyrir hana flugmiða til Íslands. 25. október 2016 11:00 „Það voru átök við að ná passanum aftur" "Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning. 25. október 2016 07:44 Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Maðurinn sem sagði Örnu Ýr að grenna sig kallaður „ballarvaffla“ á Wikipediu Átök standa yfir á Wikipediu-síðu Nawat Itsaragrisil. 25. október 2016 21:14
Femínistinn bjargaði fegurðardrottningunni María Lilja Þrastardóttir er huldukonan sem bjargaði Örnu Ýr úr klóm drekans með að kaupa fyrir hana flugmiða til Íslands. 25. október 2016 11:00
„Það voru átök við að ná passanum aftur" "Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning. 25. október 2016 07:44
Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19