Hitað upp fyrir Trump TV? Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2016 11:32 Donald Trump. Vísir/Getty Framboð Donald Trump byrjaði í gær á daglegri beinni útsendingu á Facebook þar sem málefni framboðsins verða rædd og er tilgangurinn að koma skilaboðum Trump fram hjá hefðbundnum fjölmiðlum. Árásir Trump á fjölmiðla hafa aukist verulega á undanförnum vikum, samhliða slæmu gengi hans í skoðanakönnunum. Mikil umræða er uppi um að Trump ætli sér að stofna eigin sjónvarpsstöð. Í útsendingunni má sjá þau Boris Epshteyn, Cliff Sims og Kellyanne Conway ræða kosningarnar og hin ýmsu málefni. Útsendingin er sett upp eins og fréttaþáttur, en tilgangur hennar samkvæmt Epshteyn er að koma skilaboðum framboðsins fram hjá hefðbundnum fjölmiðlum. Donald Trump hefur ítrekað sagt að fjölmiðlar séu á móti sér og Epshteyn slær á svipaða strengi í samtali við Wired. „Við vitum öll að það er mikil vinstri slagsíða á fjölmiðlum. Með þessu viljum við koma skilaboðum okkar beint til kjósenda.“ Vert er að benda á að Trump hefur einnig ráðist hart gegn Fox News. Vangaveltur hafa verið uppi um að Donald Trump ætli sér að koma á fót sjónvarpsstöð ef hann tapi kosningunum í næsta mánuði. Fregnir hafa borist af því að sonur hans hafi átt í viðræðum við fjárfesta en Trump sjálfur neitar fyrir þetta. Brad Parscale, yfirmaður stafræns efnis framboðs Trump, segir útsendingarnar vera nokkurs konar angi af auglýsingum framboðsins og samfélagsmiðlum þess. Kosningastjóri Trump, Steve Bannon, fyrrum ritstjóri Breitbart, var þó ekki jafn ákveðinn í svörum sínum til CNN Money. Hann svaraði spurningu um mögulegt Trump TV með bros á vör: „Trump er frumkvöðull.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35 Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24 Clinton í basli með ásýnd sína Fátt virðist þó geta komið í veg fyrir að Hillary Clinton verði fyrst kvenkyns forseti Bandaríkjanna. 23. október 2016 12:00 Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Wikileaks er meiri ógn en Donald Trump við framboð Hillary Clinton það sem eftir er af kosningabaráttunni vestra en óljóst er hvort leki á tölvupóstum tengdum henni sé gerður með hagsmuni almennings í huga. 22. október 2016 19:30 Ætlar að höfða mál gegn konunum Donald Trump sagði einnig í dag að ef hann yrði forseti myndi hann berjast gegn „völdum fjölmiðla“. 22. október 2016 20:45 Klámleikkona segir Trump hafa boðið sér fé fyrir mök Jessica Drake segir Trump hafa kysst sig og boðið sér tíu þúsund dali fyrir mök árið 2006. 22. október 2016 23:32 New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45 Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Skrifa undir vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Sjá meira
Framboð Donald Trump byrjaði í gær á daglegri beinni útsendingu á Facebook þar sem málefni framboðsins verða rædd og er tilgangurinn að koma skilaboðum Trump fram hjá hefðbundnum fjölmiðlum. Árásir Trump á fjölmiðla hafa aukist verulega á undanförnum vikum, samhliða slæmu gengi hans í skoðanakönnunum. Mikil umræða er uppi um að Trump ætli sér að stofna eigin sjónvarpsstöð. Í útsendingunni má sjá þau Boris Epshteyn, Cliff Sims og Kellyanne Conway ræða kosningarnar og hin ýmsu málefni. Útsendingin er sett upp eins og fréttaþáttur, en tilgangur hennar samkvæmt Epshteyn er að koma skilaboðum framboðsins fram hjá hefðbundnum fjölmiðlum. Donald Trump hefur ítrekað sagt að fjölmiðlar séu á móti sér og Epshteyn slær á svipaða strengi í samtali við Wired. „Við vitum öll að það er mikil vinstri slagsíða á fjölmiðlum. Með þessu viljum við koma skilaboðum okkar beint til kjósenda.“ Vert er að benda á að Trump hefur einnig ráðist hart gegn Fox News. Vangaveltur hafa verið uppi um að Donald Trump ætli sér að koma á fót sjónvarpsstöð ef hann tapi kosningunum í næsta mánuði. Fregnir hafa borist af því að sonur hans hafi átt í viðræðum við fjárfesta en Trump sjálfur neitar fyrir þetta. Brad Parscale, yfirmaður stafræns efnis framboðs Trump, segir útsendingarnar vera nokkurs konar angi af auglýsingum framboðsins og samfélagsmiðlum þess. Kosningastjóri Trump, Steve Bannon, fyrrum ritstjóri Breitbart, var þó ekki jafn ákveðinn í svörum sínum til CNN Money. Hann svaraði spurningu um mögulegt Trump TV með bros á vör: „Trump er frumkvöðull.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35 Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24 Clinton í basli með ásýnd sína Fátt virðist þó geta komið í veg fyrir að Hillary Clinton verði fyrst kvenkyns forseti Bandaríkjanna. 23. október 2016 12:00 Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Wikileaks er meiri ógn en Donald Trump við framboð Hillary Clinton það sem eftir er af kosningabaráttunni vestra en óljóst er hvort leki á tölvupóstum tengdum henni sé gerður með hagsmuni almennings í huga. 22. október 2016 19:30 Ætlar að höfða mál gegn konunum Donald Trump sagði einnig í dag að ef hann yrði forseti myndi hann berjast gegn „völdum fjölmiðla“. 22. október 2016 20:45 Klámleikkona segir Trump hafa boðið sér fé fyrir mök Jessica Drake segir Trump hafa kysst sig og boðið sér tíu þúsund dali fyrir mök árið 2006. 22. október 2016 23:32 New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45 Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Skrifa undir vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Sjá meira
Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35
Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24
Clinton í basli með ásýnd sína Fátt virðist þó geta komið í veg fyrir að Hillary Clinton verði fyrst kvenkyns forseti Bandaríkjanna. 23. október 2016 12:00
Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Wikileaks er meiri ógn en Donald Trump við framboð Hillary Clinton það sem eftir er af kosningabaráttunni vestra en óljóst er hvort leki á tölvupóstum tengdum henni sé gerður með hagsmuni almennings í huga. 22. október 2016 19:30
Ætlar að höfða mál gegn konunum Donald Trump sagði einnig í dag að ef hann yrði forseti myndi hann berjast gegn „völdum fjölmiðla“. 22. október 2016 20:45
Klámleikkona segir Trump hafa boðið sér fé fyrir mök Jessica Drake segir Trump hafa kysst sig og boðið sér tíu þúsund dali fyrir mök árið 2006. 22. október 2016 23:32
New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45
Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28